Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 22
22 umræða Helgarblað 16. júní 2017 Þ að er varla til borg í okkar heimshluta sem ekki leggur mikið upp úr almennings- samgöngum, að eitthvert form þeirra sé ekki eitt af þeirra kennitáknum. Nema kannski okkar höfuðborg Íslands og svo sumar amerískar borgir. Um stór- ar og smáar byggðir víðast í Evrópu aka sporvagnar; maður hlýtur að furða sig á því miðað við umræðuna hér hvernig viðkomandi yfirvöld hafa haft efni á því að byggja upp slík kerfi. Margar borgir er ekki hægt að hugsa sér án almenningssamgöngu- kerfanna; hvernig væri París án síns metró, eða London og New York ef ekki væru neðanjarðarlestirnar? Sums staðar eru þannig kerfi einhvers konar listaverk í bland; í rússneskum borgum eru brautarstöðvarnar eins og hallir eða listasöfn; það var á sovét- tímanum sem menn fundu upp á því. Og sama gildir víðar í Austur-Evrópu. Ég bjó um tíma í Berlín og þar er mikið af bílum enda Þjóðverjar mikil bílaþjóð eins og menn vita. Sjálfur var ég með bíl sem gott var að hafa við ýmis tækifæri og tilefni, en á anna- tímum hvarflaði ekki að manni að fara að ræsa út bílinn til að ferðast um miðhluta borgarinnar, það hefði einfaldlega tekið allt of langan tíma. Þegar svo bar við var fljótlegt og ein- falt að stökkva upp í næsta strætó, eða S-bahn sem eru lestir sem aka að mestu ofanjarðar, eða jarðlestirnar sem þeir kalla U-bahn. Á álagstíma fylltust göturnar og það voru raðir, tafir og stopp á öllum gatnamótum og það var öllum ljóst að það væri ekkert við því að gera annað en að reyna að bjóða upp á aðra valkosti, annan ferðamáta, og þá voru það lestirnar og strætóarnir og í sumum hverfum sporvagnar að auki. Hvar er myndin úr gamla Hlíðastrætó? Ég hef tekið jarðlestir í Buen- os Aires í Argentínu, því kerfi var komið þar upp skömmu eftir alda- mótin 1900. Fyrsta og elsta línan liggur undir mikilli aðal götu þar sem forsetahöllin og þinghúsið eru hvort á sínum endanum. Á þeirri leið eru stoppistöðvarnar skreyttar listaverkum, og annað er mjög merki- legt, sjálfir vagnarnir eru upprunaleg- ir, eða meira en aldargamlir, smíðaðir úr harðviði, og merkileg upplifun að ferðast í þessum eldgömlu vögn- um. Svipuð því að taka gömlu frægu sporvagnana í San Francisco. Og það minnir mig á að þegar ég var krakki og að alast upp í Hlíðunum þá tók mað- ur gjarnan gulan og grænan vagn sem var númer níu og hét Hlíðahverfi og minnisstætt er hvað það brakaði mik- ið í honum á hólóttu malarvegunum. Enda voru yfirbyggingarnar úr tré og smíðaðar á Íslandi, ég held þetta hafi verið Volvo 1955 módel. Og það sem meira er þá voru íslenskar teikn- ingar og skreytingar inni í vagninum, ég man meðal annars eftir mynd sem ég giska á að Halldór Pétursson hafi teiknað, og leiðbeindi ungum mönn- um að standa upp fyrir konum í vagn- inum; sýndi tvo drengi, annar var feitlaginn og kæruleysislegur náungi sem blístraði með skakka húfu og sat sem fastast og svo annan sem var vel greiddur og snyrtilegur og var með brosi og hneigingu staðinn upp til að bjóða konu sæti sitt. Á þessa mynd minntist ég í smásögu sem ég skrifaði fyrir mörgum árum, heitir „Kveldúlfs þáttur kjörbúðar“, en hún hefur víða farið og birst, meðal annars í náms- og sýnisbókum, og ég hef vitað til þess að einhverjir útgefendur þeirra hafa sagst ætla að leita þessa gömlu frægu mynd uppi og birta með sögunni, en svo hefur ekki orðið úr því. Það var hellingur af svona strætóum á göt- um borgarinnar, og ég trúi því varla að þessi mynd hafi glatast með öllu. Ekki aðeins ætti hún að vera til ein- hvers staðar, heldur ætti auðvitað eitthvað af þessum gömlu vögnum að vera líka til og í notkun, og myndu setja mikinn svip og vekja væntum- þykju meðal borgaranna sem muna tímana tvenna. Hér með auglýsi ég eftir þessari mynd, hún hlýtur að vera einhvers staðar til! Ófullnægjandi almenningssamgöngur Höfuðborgarsvæðið okkar teygir sig yfir afar mikið flæmi, og í rauninni miklu stærra en íbúafjöldinn, um 200 „Sá ferðamáti, að vera á einkabíl inni í miðjum borgum, er tak- mörkunum háður og mun auðvitað aldrei geta geng- ið almennilega til lengdar. Borgarlína, umferðarslaufur og steinaldarmenn Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.