Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Síða 23
umræða 23Helgarblað 16. júní 2017
þúsund, gefur tilefni til. En í þessari
gisnu, dreifðu og teygðu byggð eru
almenningssamgöngur hins vegar
mjög ófullnægjandi. Margir gagn
rýna núverandi borgaryfirvöld fyrir
stefnu sína um þéttingu byggðar og
að standa ekki fyrir uppbyggingu
ódýrra íbúða fyrir fyrstu kaupendur
í útjaðri borgarlandsins. En ef við lít
um á þá sem þurfa sitt fyrsta hús
næði, segjum ung hjón með eitt til
tvö börn, þá blasir einnig við að með
núverandi ástandi almenningssam
gangna þá þyrfti þannig fjölskylda í
útjaðri byggðar trúlega að reka tvo
bíla, og kostnaðurinn við þá útgerð
vinnur margfalt upp á móti því hag
ræði sem felst í einfaldara húsnæði
á ódýrari lóð. Sömu gagnrýnendur
borgaryfirvalda virðast að sama skapi
andsnúnir hugmyndum um borgar
línu, sem þó er trúlega eini raunhæfi
kosturinn sem fram hefur komið um
lausn á fjöldaflutningum fólks á höf
uðborgarsvæðinu. Raunar var stór
merkilegt að sjá að Sjálfstæðismenn
í minnihluta borgarstjórnar og þeirra
fylgismenn virtust ætla að gera harða
atlögu að „ borgarlínuáætlunum Dags
borgarstjóra“ eins og maður heyrði
það kallað, en það var eins og sömu
menn hefðu ekki áttað sig á því að
þetta er engin einkahugmynd vinstri
manna í borgarstjórn Reykjavíkur,
heldur sameiginleg áætlun sveitar
félaganna á höfuðborgarsvæðinu
og þar með margra bæjarstjóra úr
röðum Sjálfstæðismanna. Enda
heyrði ég viðtal í útvarpi á dögun
um við Ármann Kr. Ólafsson, bæjar
stjóra í Kópavogi og fyrrverandi al
þingismann, þar sem hann pakkaði
saman röksemdum andstæðinga
borgarlínunnar á sannfærandi hátt,
og það sama myndu þeir eflaust fara
létt með líka bæjarstjórarnir í Garða
bæ og Mosfellsbæ, svo einhverjir séu
nefndir.
Sjálfkeyrandi apparöt í
muggunni
Nú heyrir maður málsmetandi menn
gera því skóna að almenningssam
göngur verði brátt úreltar því að sjálf
keyrandi bílar muni sjá um að koma
öllum til og frá. En satt best að segja
á maður heldur bágt með að sjá slíkt
fyrir sér. Ef við til dæmis hugsum um
dimma vetrarmorgna í Reykjavík með
snjó og hálku, en kannski 150 þúsund
manns sem þurfa að komast á svip
uðum tíma til skóla eða vinnu. Gatna
kerfið er þegar sprungið á álagstíma
og kannski erfitt að sjá hvernig það
eigi að lagast mikið þótt þeir hund
rað þúsund bílar sem verði á ferðinni
í myrkrinu séu sjálfkeyrandi. Þessir
sjálfkeyrandi bílar nema eða skynja
auðvitað aðra bíla í kringum sig, og
vegakanta og slíkt, en hversu næmir
verða þeir á aðra hreyfingu? Hunda?
Ketti? Allavega vildi ég ekki vita af
straumi sjálfkeyrandi apparata hér
um götur Hlíðanna í morgungráman
um á meðan litlu krakkarnir eru á leið
í fyrstubekki grunnskólanna. Og ekki
verða allir bílar sjálfkeyrandi; hvað
með sendiferðabíla, flutningabíla, öll
þau ökutæki þar sem bílstjórar þurfa
að sinna fleiru en því að stíga á bens
íngjöf og snúa stýrinu?
Fórna Elliðaárdalnum?
Sjálfur er ég mikill aðdáandi bensín
hreyfilsins eins og áður hefur komið
fram á þessum vettvangi og fer minna
ferða á amerískum Dodge Charger,
„the rock‘n‘roll of cars“, en hins vegar
verður maður að horfast í augu við að
sá ferðamáti, að vera á einkabíl inni
í miðjum borgum, er takmörkunum
háður og mun auðvitað aldrei geta
gengið almennilega til lengdar. Og
því verður ekki breytt, eins og menn
halda sumir hér, með því að koma
upp umferðarslaufum og mislægum
gatnamótum úti um allt. Þótt íslenski
samgönguráðherrann virðist trúa á
þannig forneskju þá er vonandi að
hann fari ekki að breiða út þá visku
sína á stöðum eins og Manhattan,
París, Róm, Berlín eða London, því
að hann yrði einfaldlega að athlægi.
Hann vill ekki snerta á samvinnu um
almenningssamgöngur við sveitar
félögin á höfuðborgarsvæðinu vegna
þess að borgaryfirvöld vilji ekki mis
læg gatnamót á mótum Reykjanes
brautar og Bústaðavegar, en síðast
þegar ég sá þá framkvæmd útfærða
þá fól hún í sér að slaufurnar tækju
yfir drjúgan hluta Elliðaárdals og
helst vestari kvísl árinnar líka.
Þótt mönnum sem vilja að tekið
sé mark á sér þyki það bera vott um
sérstakt hatur á einkabílnum og frelsi
fólks til að velja sér ferðamáta að yfir
völd í Reykjavík vilji stemma stigu við
óhóflegri umferð hér í þéttbýli, þá
er það staðreynd að yfirvöld höfuð
borga og stærstu borga í Frakklandi,
Danmörku, Þýskalandi, Spáni,
Belgíu og Kína, og jafnvel Banda
ríkjunum vinna eftir svipaðri áætlun.
Einfaldlega vegna þess að öll fræði
og allar rannsóknir sýna að annað
er glapræði. Járnhausar á íslenska
hægri kantinum, þar á meðal hinir
furðulegu „flugvallarvinir“, skilja
þetta ekki. Einn úr röðum Sjálfstæðis
manna, Gísli Marteinn Baldursson,
var á þeirra línu þar til hann tók sig
til, flutti til Bretlandseyja og nam
þessi fræði í tvö ár. Þegar hann, eftir
að hafa sökkt sér ofan í málin, skipti
um skoðun, þá lögðu vinir hans og
samherjar ekki við hlustir heldur út
hrópuðu hann sem svikara og gott
ef ekki vinstrimann og flæmdu úr
sinni borgarstjórnarhreyfingu. Sinn
klárasta mann.
Vonandi renna bráðum upp þeir
tímar að steinaldarmenn ráði sem
minnstu um skipulag þéttbýlis hér á
landi. n
„Þótt íslenski sam-
gönguráðherrann
virðist trúa á þannig forn-
eskju þá er vonandi að
hann fari ekki að breiða
út þá visku sína á stöðum
eins og Manhattan, París,
Róm, Berlín eða London.
Gísli Marteinn
Baldursson Flæmdur
úr sinni borgarstjórnar
hreyfingu.
Ávaxtaðu betur
H
ö
n
n
u
n
: I
n
g
va
r
Ví
ki
n
g
ss
o
n
www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110
Gómsætir veislubakkar,
sem lífga upp á öll tilefni.
Er kannski heilsuátak
framundan?
saman
Ávextir í áskrift kosta um 550 kr.
á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins
er engin.
&