Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Side 30
Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hlusta á tónlist og fara á tónleika og um nýliðna helgi var ég svo heppin að fara á nokkra slíka, ólíka og á fleiri stöðum en einum. Á þeim öllum var saman komið fólk á öllum aldri, flestir í þeim eina tilgangi að njóta góðrar tónlistar í góðra vina hópi. Það var gaman að sjá hversu breiður hópurinn var á hverjum stað, þó að meðalaldurinn hafi hækkað eftir því sem leið á nóttina, enda eiga ungmenni samkvæmt lögum ekki að vera að þvælast seint úti, þótt það sé heimilt í fylgd fullorðinna. Tónlist tengir fólk saman, unga sem aldna, kunnuga sem ókunnuga, í gleði jafnt sem sorg. Hver hefur til dæmis ekki hent í „mixed tape“ til að tjá ást sína? (eða var það eitthvað sem fólk gerði bara þegar ég var unglingur?), sent vini kveðju með lagi, útbúið „playlist“ fyrir partíið, bílinn, brúðkaupið, afmælið eða annan viðburð? Hvaða hlutverki gegnir tónlist í lífi þínu? Í mínu lífi skipar hún veigamikinn sess, þrátt fyrir að ég haldi varla lagi og hafi aldrei lært á hljóðfæri. Eins og góður vinur heill- ar hún mig og fær mig til að hlæja, eins og sársauki fær hún mig til að gráta, sú besta fær mig til að brosa í gegnum tárin. Mínir bestu vinir og vinkonur eiga öll sitt „þemalag“, lag sem í mínum huga er órjúfanlega tengt hverju og einu þeirra og góðum minningum. Ein vinkona mín er mikið jólabarn og því hefur Where Are You Christmas oft fengið að hljóma í botni á rúntinum í miðborg Reykjavíkur á sumarnóttu, með niðurskrúfaðar rúður og svo syngjum við með eins og við séum algjörar rokkstjörnur vegfarendum til mikillar (ó)ánægju. Önnur vinkona á í öllum mínum minn- ingum ein og sér þekkt Sálarlag, enda er hún í krabbanum alveg eins og ég já. Þegar mig skortir orð eða til að slá punktinn yfir i-ið nota ég alltaf tónlistina til að tjá mig. Sendi afmæliskveðjur með Youtube-hlekk, tjái ást, vináttu, væntumþykju og söknuð með tónlist. Enn hef ég hins vegar ekki notað hana til að tjá hatur eða aðrar neikvæðar tilfinningar. Tónlistin fylgir okkur frá móðurkviði þar til við erum borin til hinstu grafar í burtfararsálmi. Tónlistin er tilbrigði við lífið sjálft, eins og lífið er tilbrigði við tónsins stef. Tónlistin bregst mér aldrei, en ef hún er leiðinleg þá er minnsta mál að uppgötva nýtt lag. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er tónlist það sem tilfinningar hljóma. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is TónlisTin - Tilbrigði við lífið Þungarokkhljómsveitin DIMMA sendi frá sér plötuna Eldraunir í maí og af því tilefni blés sveitin til heljarmikilla útgáfutónleika í Há- skólabíói laugardaginn 10. júní síðast- liðinn. Uppselt var og mikil stemning meðal tónleikagesta sem voru á öllum aldri, allt frá börnum upp í miðaldra rokkara. Á meðal gesta var rithöfundurinn Stefán Máni sem á hlut í tveimur textum á plötunni. „Þetta eru fyrstu textarnir sem ég frumsem fyrir tónlist en Jón Ólafs gerði lag við ljóðið Leikhús fyrr á árinu,“ segir Stefán Máni. „Nafni minn Jakobsson leitaði til mín með lögin sín og ákveðin þemu fyrir þau. Saman unnum við svo textana og var það mjög gaman og gefandi. Ég er sérstaklega ánægður með Kalda ást enda er sá texti mjög í mínum anda og lagið hreint stór- kostlegt. Stefán er magnaður tónlistar- maður og Dimma er frábært rokkband. Ég hvet alla til að sjá þá á Hard Rock 24. júní næstkomandi, annaðhvort um daginn eða kvöldið. Það er mikil upplif- un að sjá þessa ljúflinga á sviði.“ DIMMA er að fylgja útgáfu Eldrauna eftir af krafti og auk útgáfu- tónleikanna hefur DIMMA haldið nokkra tónleika víðs vegar um landið, en þeir næstu eru eins og Stefán Máni nefnir laugardaginn 24. júní á Hard Rock í miðbæ Reykjavíkur og er um að ræða tvenna tónleika, aðra fjölskylduvæna um miðjan daginn og hina standandi tónleika um kvöldið. Einnig mun DIMMA koma fram á helstu tónleikahátíðum landsins svo sem Eistnaflugi, Þjóðhátíð, Neistaflugi og Menningarnótt. Fylgjast má með DIMMU- drengjum á Facebook-síðu þeirra dimmamusic. Eldraunir dimmu Magnaðir útgáfutónleikar Magnaðir á sviði Dimmu-drengirnir eru hreint ótrúlegir á sviði. Tvær kynslóðir af hæfileikuM Trúbadorarnir, ljúflingarnir og vinirnir Tómas Ó. Malmberg og Ingvar Valgeirsson buðu næstu kynslóð með á tónleika. Stefán „Svepp- ur“, sonur Ingvars, spilar á gítar og Helga Fanney, dóttir Tómasar, er farin að reyna fyrir sér í söng. Bæði eiga framann vísan og munu leysa feður sína af hólmi fyrr en varir. ásTfangið par Marta María Jónasdóttir, ritstýra Smartlands, og Páll Winkel fangels- ismálastjóri eru glæsileg saman. Töff hæfileikaTríó Rithöfundurinn Stefán Máni, Guðjón Guðjóns- son, trymbill og hljóðmað- ur, og goðsögnin Michael Pollock eru allir hæfileika- ríkir á fleiri en einu sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.