Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 38
Plata undir íslenskum áhrifum á BillBoard-lista Ísak Leví er ungur rokkaðdáandi Fimmta plata blússöngkonunn-ar Karen Lovely, Fish Outta Water, situr nú í þrettánda sæti á blúsplötulista Billboard, þrátt fyrir að vera enn ekki komin út, en forpantanir á plötunni koma henni inn á listann. Plötuumslagið og lögin á plötunni eru undir áhrifum frá Íslandi, enda hefur Lovely heimsótt landið oftar en einu sinni og er heilluð af landi og þjóð. „Já, nýja platan mín er undir miklum áhrifum frá Íslandi og þeim tíma sem ég varði þar,“ segir Karen. „Myndir á plötuumslaginu eru myndir sem ég tók á Íslandi og lagið „Under the Midnight Sun“ er skrifað um Íslandsdvölina. Ég kom þrisvar til Íslands í fyrra og vinirnir sem ég eignaðist í þeim ferðum breyttu lífi mínu. Ég var svo lánsöm að koma fram á Blúshátíð í Reykja- vík og það var einstök upplifun.“ Karen hóf söngferilinn árið 2007, þá komin vel á fimmtugs- aldur. Hún hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir söng sinn og lagasmíðar, síðast í fyrra þegar hún var tilnefnd sem besta samtímablús- konan á Blues Music Awards. Í fyrra, þegar hún var gestur á Blúshátíð í Reykjavík, söng hún meðal annars afmælissönginn fyrir tónlistarmanninn Kristján Kristjáns- son, KK, sem átti sextugsafmæli þá. Einnig söng hún fyrir Robert Barber, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, sem gaf henni sendiherranælu sína sem þakklætisvott fyrir frábæra frammistöðu á sviðinu. „Í maí í fyrra kom ég svo aftur og söng fyrir þá sem höfðu komið að og unnið við blúshátíðina og tónlistar- mennirnir sem spiluðu með mér á hátíðinni voru svo frábærir, að ég bauð þeim að koma með mér og gítarleikara mínum á stóra hátíð sem var í Póllandi í júlí,“ segir Karen heilluð af landi og þjóð og bætir við að sex vinir hennar búsettir í Bandaríkjunum hafi bókað ferðir til Íslands eftir að hafa séð mynd- ir frá Íslandsferðum hennar. Hljómsveitin Dimma á sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri og einn af þeim er hinn sjö ára gamli Ísak Leví Daníelsson. Hann hefur farið á tónleika með sveitinni og nýlega varði hann kvöldi við að hlusta á nýjustu plötu sveitar- innar og skrifa upp lagatexta. „Hann er forfallinn Dimmu- aðdáandi frá fimm ára aldri og við feðgar deilum lotningunni fyrir Dimmu og mamma hans er líka laumuaðdáandi eins og flestir,“ segir faðir Ísaks Levís, Daníel Kjartan Ármannsson. Fjölskyldan hefur farið á fjöl- skyldutónleika Dimmu, til dæmis á Húrra, og í fyrra fór hún á Dimmu og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Eldborgarsal Hörpu. dimma í uPPáhaldi RokkaRi Rokkarar eru ekki alltaf háir í loftinu. ELdRauniR Ísak Leví að hlusta á Eldraunir og textinn við lagið Í auga stormsins kominn á blað. karen Lovely heimsfræg blússöngkona heilluð af Íslandi ÞRjáR stóRgóðaR Söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir, Karen og Andrea Gylfadóttir á Hilton árið 2016. gLatt á hjaLLa Karen og vinir hennar fyrir utan hús Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu. BLúsaRaR Karen og rjómi íslenskra blúsara bíða eftir að stíga á svið. tRoðið upp Í CadiLLaC-kLúBBnum Karen steig á svið í Cadillac-klúbbnum ásamt Hallóri Bragasyni (Dóra blús), Ásgeiri Óskarssyni, Róbert Þórhallssyni og Guðmundi Péturssyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.