Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 16. júní 2017 T ónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar, Reykja- vik Midsummer Music, verð- ur haldin í sjötta sinn 22.–25. júní í Hörpu og í Mengi verða miðnæturtónleikar. „Þetta er alþjóðleg tónlistarhátíð þar sem saman koma ýmsir af allra fremstu tónlistarmönnum heims í klassískri tónlist og aðallega af yngri kynslóð,“ segir Víkingur Heiðar sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Í ár er þetta að takast betur en nokkru sinni áður. Hingað koma ótrúlegir listamenn og mér finnst næstum óraunverulegt að það sé að gerast. Þessi hátíð er mikil veisla. Í að- dragandanum getur manni fundist nánast ógerningur að koma henni saman. Það kostar átak en fyrir vikið þykir manni ennþá vænna um þessa hátíð. Það skapast líka gríðarleg sam- staða meðal allra þeirra sem koma að verkefninu og sú samstaða smitast yfir í flutninginn á sviðinu.“ Tónleikarnir á hátíðinni verða alls átta. „Fyrir mér er lykilatriði að hátíðin sé ekki of stór. Ég vil ekki búa til hátíð þar sem eru ótal tónleikar og fólk er á stöðugum hlaupum á milli,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég er hugsi yfir mörgum tónlistarhátíðum úti í heimi þar sem keyrt er á risa- prógrammi. Ég hef engan áhuga á að búa til slíka hátíð. Ég vil búa til hátíð þar sem er raunhæft að fólk geti kom- ið á alla viðburði. Hátíðin er hugsuð sem heild. Við reynum að gera um- gjörðina eins góða og hægt er svo þetta verði eins og ævintýri.“ Heimsklassa listamenn Meðal tónlistarmanna á hátíðinni í ár eru nokkrir af eftirsóttustu hljóð- færaleikurum samtímans. „Þetta eru listamenn sem eru að spila úti um allan heim. Þeir hafa spilað eitthvað af þessum verkum áður en flest verk- in æfum við upp á þremur dögum og þá verður til galdur. Þegar maður er með heimsklassa listamenn getur margt ótrúlegt gerst. Það kemur auk- in spenna í flutninginn sem myndi kannski ekki koma ef lengri tími væri til æfinga.“ Erlendu tónlistarmennirnir eru norski fiðluvirtúósinn Vilde Frang, sem hefur farið eins og stormsveipur um klassíska tónlistarheiminn frá því hún kom fyrst fram sem ung- lingur. Sömuleiðis kemur hinn úkra- ínski Maxim Rysanov, sem er fræg- asti víóluleikara sinnar kynslóðar. Tveir fremstu sellóleikarar samtím- ans, hinn þýski Nicolas Altstaedt og ungverski virtúósinn István Várdai, mæta til leiks, en báðir hafa hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna. Einn fremsti fiðluleikari Hollands, Ros- anne Philippen, mætir og sömuleið- is franski píanistinn Julien Quinten, japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji og norski víólumeistaranum Lars Anders Tomter. Lengsti strengjakvartett í heimi Lokatónleikar hátíðarinnar verða í Eldborg og eru með sérstöku sniði. „Mig langaði til að brjóta upp form- ið og dagskráin á þeim tónleikum verður því ekki tilkynnt fyrirfram,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég verð kynn- ir á sviðinu og tala um músíkina og hljóðfæraleikarana og það eina sem tónleikagestir vita er að þarna eru nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum í heimi að fara að gera eitthvað frá- bært. Ég veit ekki hvort þetta er góð eða slæm hugmynd, það kemur í ljós. Ég gerði þetta sama þegar ég var með útgáfutónleika fyrir Deutsche Grammo phon í mars síðastliðnum. Þá hélt ég Philip Glass-tónleika og það var ekki gefin út prentuð dagskrá. Mín hugsun er sú að fólk komi, hlusti og sé frjálst.“ Þema hátíðarinnar í ár er einmitt frelsi. „Við erum að skoða hefðina og samtal tónskálda við hana,“ seg- ir Víkingur Heiðar. „Við erum með mörg óvenjuleg verk. Þar á meðal er Ímyndað landslag nr. 4 eftir John Cage sem er fyrir tólf útvörp. Það verk er eins og gjörningur. Það er skemmtileg tilhugsun að sjá hljóð- færaleikara sem hafa eytt lífi sínu í að ná færni á hljóðfæri sitt koma og leika á viðtæki. Á efnisskránni er síðasta sinfónía Shostakovich, sú 15. Þar erum við að skoða mann sem var kannski sá tón- listarmaður 20. aldar sem var hvað mest pólitískt þjakaður og uppgjör hans við hefðina og stjórnvöld er að finna í þessari síðustu sinfóníu hans. Þetta er ótrúlegt verk. Þar er ískaldur harmur og brennandi hjarta. Við erum með tónleika þar sem þekktustu og flottustu kammerverk Arvo Part eru sett á móti verkum Mozart og Stravinsky. Það eru alls konar þræðir í því prógrammi sem tengja þau saman. Við erum líka með tónleika þar sem eru verk fyrsta Vínar skólans, Franz Schubert og fé- laga, og svo verk annars Vínarskólans sem er Arnold Shoenberg sem var að reyna að afbyggja allt sem fyrsti Vínar skólinn hafði gert. Eitt verkanna hefur aldrei verið spilað áður á Íslandi og það er lengsti strengjakvartett í heimi eftir Morton Feldman, fimm klukkutíma langur og óhemju fallegur. Feldman var alltaf að skoða kvarða og hvernig við skynjum tímann og hvernig við get- um frelsast undan honum. Ég spilaði einu sinni verk eftir Feldman sem var einn og hálfur klukkutími og það var ansi langt, en ekkert miðað við þetta fimm tíma verk. Hinn frábæri íslenski strengjakvartett, Strokkvartettinn Siggi, flytur verkið. Þau léku einnig með mér á Philip Glass-geisladiskin- um. Ég bað þau um þetta og átti allt eins von á að þau myndu segja nei og álíta mig brjálaðan, enda aug- ljós klikkun og bara masókismi að leika svo langt verk án hlés. En þau sögðu já! Ég ætla að hafa góð verð- laun fyrir þá áheyrendur sem sitja í fimm klukkutíma. Ég er ekki viss um að þeir verði margir en eitthvað segir mér samt að það verði einhverjir. En þetta verður verulega fallegt og eitt- hvað sem líklega verður seint endur- tekið á Íslandi.“ Nýr diskur hjá Deutsche Grammophon Víkingur Heiðar er eftirsóttur píanó- leikari og spilar úti um allan heim. „Ég er alltaf á ferðalagi þannig að fyrir mér er þessi hátíð í ár ennþá meira ævintýri en áður, enn meiri spenna að koma heim og láta þetta allt gerast einhvern veginn,“ segir hann. Spurður hvað sé framundan hjá honum segir hann: „Það er svo ótal- margt. Lokatónleikar Midsummer Music eru sunnudagkvöldið 25. júní í Eldborg og klukkan sjö á mánudags- morgun flýg ég út til að vera á nýrri og metnaðarfullri hátíð í Noregi. Þar spila ég á tónleikum með einum allra fremsta píanóleikara í heimi, Norð- manninum Leif Ove Andsnes. Við erum ágætis vinir en höfum aldrei spilað saman. Hann er fimmtán árum eldri en ég. Ég fylgdist með honum í gamla daga leika með hljómsveitun- um sem mig dreymdi um að spila með. Mér finnst mjög spennandi að spila með honum konsert fyrir tvö píanó eftir Stravinsky. Ég mun spila á flottri hátíð í Austur ríki og á einleikstónleikum á helstu píanóhátíð Frakklands og síð- an eru þrennir tónleikar í New York í ágúst og opnunartónleikar starfs- ársins í nýja tónlistarhúsinu í Ham- borg sem er örugglega umtalaðasta tónleikahús í heimi. Beint þaðan ligg- ur svo leiðin til Mílanó þar sem ég leik á MITO-tónlistarhátíðinni og þannig heldur þetta áfram. Svo hef ég áfram listræna umsjón með tónlistarhátíð- inni Vinterfest í Svíþjóð sem fram fer í febrúar, og er því eins og andstæða við mína björtu Reykjavik Midsum- mer Music. Svona er þetta viku eftir viku, það eru alltaf nýir tónleikar og oft nýtt prógramm. Það er mjög krefjandi að spila mikið af ólíkri tónlist. Ég er mikill fullkomnunarsinni í mér og hef stundum áhyggjur af þessum mörgu ólíku heimum sem ég þarf að geyma innra með mér. Ég þarf að vera gríðar- lega skipulagður þegar ég undir- bý mig. Ég verð að búa yfir aga til að æfa mig í allt að tvö ár fram í tímann á sama tíma og ég er að glíma við verk sem ég á að flytja eftir þrjá daga.“ Á dagskrá Víkings Heiðars er einnig nýr diskur hjá Deutsche Grammophon en þar sem efni þess disks er leyndarmál getur hann ekki rætt meir um það að sinni. Þarf tíma til að anda Hann er spurður hvort mikil og löng ferðalög vegna vinnu séu ekki slít- andi. „Þetta er það sem mig dreymdi alltaf um og núna hefur sá draumur ræst. Það er nokkuð yfirþyrmandi. Ég hef ekki átt frídag í langan tíma, sennilega ekki síðan ég gekk í hjónaband! Við Halla erum loksins að fara í brúðkaupsferð, ári of seint, í júlí til Grikklands. Það verður ör- ugglega nokkuð óraunverulegt að vera án píanós í heila sex daga, með ströndina og alla fegurðina á Krít. Ég eyði miklum tíma í flugvélum og maður finnur út úr því hvernig best er að nýta hann. Í síðasta mánuði var ég í tíu tíma flugi til Peking. Ég las þvílíkt og hlustaði á tónlist og heyrði mikið af skemmti- legum hlaðvarpsþáttum. Stundum getur verið gott að vera fangi flug- vélanna. Maður gefur sér tíma í hluti sem maður leyfir sér ekki annars. Það eru kostir í öllum aðstæðum ef maður horfir á hlutina út frá réttu sjónarhorni.“ Tilboðin streyma til Víkings Heiðars. Þarf hann ekki oft að segja nei? „Stundum hitti ég tónlistar- menn sem eru í fremstu röð og hafa verið það í áratugi en eru enn hræddir við að segja nei af því að þeir óttast að þá muni þeir gleym- ast og tilboðin hætta að koma. Ég vil þekkja sjálfan mig og vita hvar mörk mín liggja. Það er mikið mál að finna þetta jafnvægi og hlusta á sjálfan sig. Ég vil gefa mér tíma svo hverjir tónleikar verði einstakir, þeir mega ekki verða fjöldaframleiðsla. Þótt tónleikar séu fyrst og fremst skemmtilegir þarf líka að vernda og rækta og viðhalda viðhorfinu til þeirra sem algjörlega einstakra, næstum heilagra, viðburða. Það er svo dýrmætt og má ekki gleymast í öllu annríkinu. Bransinn vill að maður spili eins mikið fyrir eins marga og hægt er á jafn skömmum tíma og mögu- legt er. Allt á að gerast hratt. Ég þarf tíma til að anda í því sem ég geri og það er eitthvað sem enginn ákveð- ur fyrir mig. Ég þarf að ákveða það sjálfur.“ n Eftirsóttur listamaður „Þetta er það sem mig dreymdi alltaf um og núna hefur sá draumur ræst.“ MyND SiGtryGGur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Víkingur Heiðar MyND DV EHf / SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.