Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 8. september 2017fréttir
Mikill munur á æfinga-
gjöldum íþróttafélaga
n Dýrt að æfa í Garðabæ n Lægsti frístundastyrkurinn og enginn systkinaafsláttur
T
alsverður munur er á æf-
ingagjöldum íþróttafélaga
á höfuðborgarsvæðinu í
boltaíþróttunum þremur,
fótbolta, körfubolta og hand-
bolta. DV fór á stúfana og skoðaði
verð í tveimur aldursflokkum hjá
nokkrum íþróttafélögum í þessum
vinsælu greinum. Úttekin nær til
KR og ÍR í Reykjavík, Gróttu á Sel-
tjarnarnesi, Breiðabliks í Kópavogi,
Stjörnunnar í Garðabæ, Hauka í
Hafnarfirði og Aftureldingar í Mos-
fellsbæ. Rétt er að geta þess að
þessi félög bjóða ekki öll upp á allar
þrjár boltagreinarnar.
Í úttektinni var skoðað verð
fyrir börn sem fædd eru árið 2005
og hins vegar börn sem eru fædd
2009. Munur milli félaganna er
lítill í eldri árganginum en er
talsverður hjá yngri börnunum.
Stjarnan í Garðabæ er oftast með
hæstu gjöldin í þessum þremur
greinum. Þá sker félagið sig úr að
því leyti að Stjarnan er eina félagið
sem býður ekki upp á systkinaaf-
slátt. Þá er Garðabær það sveitar-
félag sem býður upp á lægstu frí-
stundastyrkina eða 32 þúsund
krónur á ári fyrir hvert barn, sam-
anborið við 50 þúsund króna
styrki hjá Reykjavíkurborg og Sel-
tjarnarnesi.
Æfingagjöld segja ekki alla söguna
Vetrarstarf íþróttafélaganna er í
flestum tilvikum hafið af fullum
krafti. Valkostirnir sem standa
börnum og unglingum til boða eru
gríðarlega margir og fjölbreyttir en
kostnaðurinn er æði mismunandi
milli félaga. Flestir foreldrar
Fótbolti
Fótbolti er langvinsælasta íþróttagrein landsins og má búast við því að áhugi barna
á þeirri íþrótt muni aðeins aukast í takt við frábæran árangur íslenskra knattspyrnu-
landsliða. Æfingagjöldin í fótbolta ná yfir tólf mánaða tímabil en handbolta- og körfu-
boltad eildir félaganna eru aðeins starfandi í níu mánuði. Hæstu æfingagjöldin eru hjá
Breiðabliki og Stjörnunni fyrir krakka fædda árið 2005, sem eru þá í 5. flokki. Gjaldið er
89.000 krónur á ári hjá báðum félögum en rétt er að geta þess að Breiðablik hefur ekki
enn uppfært gjaldskrá sína og því gætu gjöldin þar hækkað. Í boði eru fjórar æfingar
í viku hjá öllum félögum en æfingarnar hjá Breiðabliki eru óvenjulangar eða tvær
klukkustundir hver. Það má því segja að iðkendur þar fái mikið fyrir peninginn. Lægsta
gjaldið fyrir árið er hjá KR í Reykjavík.
Árgjald í knattspyrnu fyrir börn fædd árið 2005:
1.–2. Breiðablik - 89.000 krónur
1.–2. Stjarnan - 89.000 krónur
3. Haukar 88.500 krónur
4.–5. Grótta - 87.600 krónur
4.–5. Afturelding - 87.600 krónur
6. ÍR - 75.000 krónur*
7. KR - 72.500 krónur
*Haustönn hjá ÍR, alls fjórir mánuðir, kostar 25.000 krónur.
Árgjaldið var því áætlað samkvæmt því.
KR-ingar eru afar sanngjarnir varðandi æfingagjöld sín í knattspyrnu en félagið býður
einnig upp á lægstu gjöldin fyrir börn fædd árið 2009. Grótta er með hæstu gjöldin
en Seltirningarnir eru með sama verð fyrir 3.–7. flokk, 7.300 krónur á mánuði. Þá er
Stjarnan eins og endranær ofarlega á blaði.
Árgjald í knattspyrnu fyrir börn fædd árið 2009:
1. Grótta - 86.700 krónur
2. Stjarnan - 81.370 krónur
3. Breiðablik - 77.000 krónur
4. ÍR - 75.000 krónur *
5. Afturelding - 63.600 krónur
6. Haukar - 62.500 krónur
7. KR - 60.000 krónur
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is Systkinaafsláttur
íþróttafélaga
Útfærsla systkinaafsláttar er yfirleitt
á þá leið að afslátturinn er reiknaður
af báðum gjöldum en síðan dregst
heildarafsláttarsumman af lægra
gjaldinu.
Íþróttafélagið Haukar í Hafnarfirði
skera sig þó aðeins úr. Þar á bæ er
fjórða iðkun systkina og allar þær sem
á eftir koma ókeypis. Ef forráðamaður
á tvö börn sem æfa bæði knattspyrnu
og körfubolta þá er fjölskyldan komin
með fjórar iðkanir. Fjórða iðkunin er
því frí og þær sem á eftir koma og að
sjálfsögðu er ódýrasta iðkunin er frí.
Breiðablik - 15% afsláttur
KR - 12,5% afsláttur
ÍR - 10% afsláttur
Afturelding - 10% afsláttur
Grótta - 10% afsláttur
Haukar - Fjórða iðkun frí og allar þær
sem eftir koma
Stjarnan - Enginn afsláttur