Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 11
12 Helgarblað 8. september 2017fréttir Fíklum greitt Fyrir að próFa nýja leiki Þ etta er eins og dópsali sem væri með nýtt dóp sem aldrei hefði komið á mark­ að hér á landi. Hann myndi boða dópistana í hópum heim til sín og greiða þeim smáræði fyrir að prófa nýja stöffið og fá álit þeirra á því. Um leið myndu þeir ánetjast og halda áfram að fylla veski hans af peningum.“ Þannig komst viðmælandi DV að orði eftir að honum var boðið að prófa sjö nýja spila­ kassa hjá Íslandsspilum. Starfs­ menn Gallup heimsóttu níu spila­ sali yfir nokkurra daga tímabil til að freista fólks, fá það til að prófa nýja spilakassa sem Íslandsspil hyggjast markaðssetja hér á landi fyrir þeim sem stunda spilakassa grimmt. Íslandsspil eru í eigu Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ en þess ber að geta að SÁÁ tekur að sér að „afeitra“ spilafíkla. Ekki var auglýst opinberlega eftir þátttakendum. Þátttakendur voru fundnir með því að heimsækja spilasali víðs vegar á höfuðborgar­ svæðinu „yfir marga daga“. Til að verða gjaldgengur var nauðsynlegt að spila grimmt fyrir háar fjárhæð­ ir en Gallup bauð fólki sem leggur vanalega undir tugi eða hundruð þúsunda í viku til að prófa sjö nýja spilakassa. Þátttakendur fengu fimmtán þúsund króna gjafabréf í Smáralind fyrir að segja álit sitt á spilakössunum eftir klukkutím­ ana tvo. Þetta kemur fram á upptöku sem DV hefur undir höndum. Spilakassarnir eru geymdir í höfuð­ stöðvum Gallup í Glæsibæ og voru þátttakendur boðaðir þangað eftir að hafa svarað hversu mikla fjár­ hæð þeir leggja undir og hversu oft þeir spila í kössum Íslands­ spila í viku hverri. Í ómerktum höfuðstöðvum Gallup spilar fólk­ ið í hópum í rúman einn og hálfan klukkutíma og segir svo álit sitt á þessum nýju leikjum. Þannig fékk hver og einn þátttakandi möppu í hönd þar sem teknir voru fram hinir nýju sjö leikir. Við hvern og einn leik var síðan einkunnargjöf þar sem þátttakendur voru beðnir um að gefa leikjunum stig, frá einu upp í fimm, og var til að mynda spurt um hversu góðan bónusleik hver og einn leikur bauð upp á, hvernig hann kom þátttakendum fyrir sjónir og hvernig tónlistin var í umræddum leikjum. Mikið var lagt upp úr því að ræða við þátt­ takendur um hvern og einn leik en á meðan þeir spiluðu í kössunum þá fylgdust framleiðendur leikj­ anna, sem komu meðal annars frá Bandaríkjunum og Bretlandi, með hverjum og einum í hljóði og mynd úr öðru herbergi í höfuð­ stöðvum Gallup. Spilafíkn hefur farið vaxandi á síðustu árum en spilafíklar hafa á síðustu árum stigið fram í fjöl­ miðlum og sagt að veikasta fólk þjóðfélagsins sé á bak við gríðar­ legan hagnað Íslandsspila. Guð­ laugur Jakob Karlsson, spilafíkill til fjörutíu ára, sagði í samtali við Vísi í fyrra að 95 prósent þeirra sem stunduðu kassana væru langt leiddir spilafíklar og þeir væru um átta þúsund. Vandinn væri falinn og fólk skammaðist sín fyrir fíknina. „Þetta veit ég eftir fjörutíu ára reynslu af spilamennsku. Spilað er fyrir rúma milljón á klukku­ tíma, velta er 25 milljónir á dag. Það sem kemur í kassana. Þetta er tap spilafíklanna. Þetta er þungur baggi fyrir ekki fleiri að bera. Þetta er allt okkar veikasta fólk. Rónarnir niðrí bæ, ég þekki þá persónulega, sem hafa komið fram í viðtölum um áfengisvanda sinn … þeirra vandi er fyrst og fremst spilamennskan. Ekki vímu­ efnaneyslan. Þeir deyfa sársauk­ ann með áfengi.“ Falin myndavél í höfuðstöðvum Gallup Tveir blaðamenn DV höfðu sam­ band við Gallup undir fölsku flaggi og kynntu sig sem áhugamenn um spilakassa. Þeir sögðust spila fyrir tugi þúsunda á dag fjórum til fimm sinnum í viku og að þeir eyddu frá þremur tímum upp í tólf tíma í spilasalnum. Starfsmenn Gallup vissu ekki að um blaða­ menn DV var að ræða. Tilgangur­ inn var að fá boð um að fá að taka þátt í að prófa spilakassana og fara með falda myndavél í höfuð­ stöðvar Gallup. Ein af spurningum sem þurfti að svara var hvort þeir eða einhver í fjölskyldunni starfaði við fjölmiðla. Þá hefur DV einnig undir höndum upptöku frá ónafn­ greindum heimildarmanni sem óskaði eftir að prófa kassana. „Það voru níu staðir sem voru heimsóttir í marga daga, þannig að ég þyrfti bara að kanna það. Það er ekki eins og algjörlega öll­ um hafi verið náð. Við fórum á alla staði þar sem Íslandsspil voru,“ sagði starfsmaður Gallup í sam­ tali við heimildarmann DV þegar hann óskaði eftir að fá að taka þátt í að prófa sjö nýja spilakassa sem Íslandsspil stefna á að kynna fyr­ ir Íslendingum á næstunni. Ís­ landsspil er eins og áður segir í eigu Landsbjargar, SÁÁ og Rauða krossins. Hagnaður Íslandsspila er mörg hundruð milljónir ár hvert. Sögu spilakassa Íslandsspila má rekja til ársins 1972 þegar Rauði krossinn fékk leyfi til að reka svo­ kallaða tíkallakassa. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og spilakassar eru ein helsta tekju­ lind þessara félaga. Samhliða því hefur fjöldi þeirra sem ánetjast spilafíkn aukist en mörg þúsund manns eiga við verulegan spila­ vanda að stríða. Í umfjöllun DV frá árinu 2012 kom fram að rekja mætti nokkur sjálfsvíg til spilafíkn­ ar. Fíkn í fjárhættuspil er misjöfn en flestir fíklarnir spila í spilaköss­ um og eiga það sameiginlegt að leggja undir stórar fjárhæðir. Í umfjöllun DV frá því sama ári var einnig rætt við Sigurjón Skær­ ingsson sem sagði reynslusögu af spilafíkn og hvernig fikt við kass­ ana varð til þess að hann stal pen­ ingum úr bauk dóttur sinnar. „Hún átti engar stórar upphæð­ ir í bauknum, en bara að ég hafi gert það sýnir hvað ég gekk langt til að ná í pening. Þarna var ég lagður af stað í þessa vegferð sem endaði með útskúfun alls staðar. Það end­ ar með því að allir hætta að taka mark á þér og það vill enginn taka mark á þér vegna þess að orðum þínum er ekki treystandi,“ sagði Sigurjón í samtali við DV en hann ákvað að segja sögu sína því hann vildi skilja skömmina eftir. „Það er ekki skömm að þessu sjúkdóm. Þetta er banvænn sjúkdómur n Spilafíklar tilraunadýr hjá Rauða krossinum, Landsbjörg og SÁÁ n Framleiðendur fylgdust með í hljóði og mynd n „Þetta er algjört helvíti“ Atli Már Gylfason Kristjón Kormákur skrifa „Ég þyrfti að fá að vita hve sirka oft þú spilar þú í viku eða mánuði. Spurningalisti sem þarf að fara í gegn- um. Okkur langar að vita hvað þér finnst gott við leikina. Við erum með sjö nýja leiki sem við erum að testa,“ sagði starfsmaður Gallup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.