Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Side 17
18 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 8. september 2017 Snjalltækjabörnin okkar H ér áður fyrr var til siðs að halda bókum að börnum. Nú er það hins vegar talið hluti af því að koma þeim til manns að rétta þeim snjall- tækið, strax barnungum. Smá- börn vappa um meðal okk- ar, hæstánægð að sjá og glápa á skjáinn. Þau eru gera það sama og mamma og pabbi. Þarna virðist hamingjan þó að mestu vera á yfirborðinu. Æ fleiri rannsóknir sýna að kvíði meðal barna og unglinga fer vaxandi. Bandarískur sálfræðiprófessor, sem skrifað hefur bók um þetta efni, sagði nýlega að snjalltæki væru mesta ógnin við geðheilsu ungmenna. Ungmenni nútímans eru í stöðugu sambandi við aðra í gegnum tæki og sum eyða meiri tíma í símanum en með fólki. Allir kannast við að sjá ungmenni, og reyndar einnig þá fullorðnu, sitja saman við borð á veitingastað en ekki er talast við því allir eru upp- teknir af snjalltækjunum sínum. Varla geta þetta talist mjög gef- andi samskipti. Í nýlegu sjónvarpsviðtali sagð- ist sálfræðingur hjá Kvíðamið- stöðinni ekki muna eftir nokkru barni, sem þangað hefur leitað, sem hefur að venju að lesa fyrir svefninn. Ungmenni hafa hins vegar flest tamið sér þann sið að skoða snjalltækið sitt fyrir svefn- inn og yfirleitt er það einnig fyrsta verk þeirra þegar þau vakna. Flest ungmenni eyða dágóðum tíma í snjalltækjum sínum, jafnvel nokkrum klukku- tímum. Fullyrða má að langflest þeirra eyði ekki svo miklum tíma í að lesa bækur sér til ánægju. Vissulega er engin ástæða til að stimpla snjalltæki sem tæki djöf- ulsins sem leiði böl yfir eigend- ur sína og kasti þeim í kvik- syndi þunglyndis og kvíða. Við getum hins vegar ekki afneitað þeim rannsóknum sem sýna að óhófleg notkun snjalltækja skapi kvíða hjá ungmennum. Um leið er erfitt að banna eða takmarka notkun þeirra. Ef ungmenni fær tæki í hendur á barnsaldri, sama tæki og foreldrar þess eyða mikl- um tíma í, þá er erfitt að hrifsa það skyndilega af því og segja notkun þess of neikvæða og tímafreka. Börnin læra fremur auðveldlega það sem fyrir þeim er haft. Þeim er kennt að glápa á skjáinn á snjalltækjum því það er einmitt það sem hinir fullorðnu gera. Stöðugt er verið að minna for- eldra á að halda bókum að börn- um sínum. Og blessunarlega finnast fjölmargir foreldrar sem kjósa fremur að sitja með barni sínu og lesa fyrir það, eða með því, í stað þess að sýna því snjall- tækið. Þeir mættu samt vera svo miklu fleiri. Bóklestur er gefandi og þroskandi. Hann eflir sam- kennd, auðgar ímyndunaraflið og víkkar sjóndeildarhringinn. Þar er eftir miklu að sækjast. n Hvað heldur þessi maður að hann sé? Samnefnarinn er þessi hreina hægri- stefna þegar kemur að ríkisrekstri Ráðherrar Viðreisnar hafa verið að eiga ágæta spretti upp á síðkastið Guðmundur Hagalín Guðmundsson um Tómas Guðbjartsson Katrín Jakobsdóttir um ríkisstjórnina – FréttablaðiðJón Steinsson hagfræðingur - eyjan.is Myndin Töfraveröld Stórurð er fremur aðgengileg náttúruperla undir Dyrfjöllum á Úthéraði. Sífellt fleiri leggja á sig dagsgöngu til þess að njóta þessarar töfraveraldar. mynd SiGTryGGur Ari „Þeim er kennt að glápa á skjáinn á snjalltækjum því það er einmitt það sem hinir fullorðnu gera. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Jónas Kristjánsson talar alltaf tæpitungulaust og á vefsíðu sinni, jonas.is, blandar hann sér í umræðu um vændi og segir: „Fólk, sem vill stunda vændi (ekki barnaníð), á að fá það … Vændi er mjög göm- ul atvinnugrein og þar geta orðið til miklar tekjur. Frá- leitt er að ofsækja fólk fyrir að stunda það af fúsum og frjálsum vilja. Sjálfsagt er að elta uppi alla, sem neyða fólk til vændis og halda úti þrælahaldi á því sviði. En látið vændið sjálft í friði.“ Jónas ver vændið Eyðibýlastefna Þorgerðar Katrínar Haraldur Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar, er hundóánægður með þær tillög- ur sem Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir landbúnaðarráðherra hef- ur komið með varðandi vanda sauðfjárbænda. Hann dregur ekki upp fallega mynd og seg- ir að þær muni valda fækkun í byggðum landsins og skilja eftir sig eyðibýli. Í Bændablað- inu kallaði hann þetta eyðibýla- stefnu. Í viðtali við RÚV vildi hann þó heldur draga úr orðum sínum og sagðist ekki vera að festa orðið við núverandi land- búnaðarráðherra. Erfitt er þó að sjá að svo sé ekki. Andstaða við tillögurnar innan Sjálfstæðis- flokks einskorðast ekki við Har- ald. Nú er að sjá hvort Þorgerð- ur Katrín mun eiga við ofurefli að etja og þurfi að draga í land, eins og virðist vera hlutskipti Viðreisnar í ríkisstjórnarsam- starfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.