Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Page 40
Gagntekin, altekin, heltekin, tekin af Tímaþjófinum „Fyrir nokkrum vikum fann ég gamlar dagbækur frá mennta- skólaárum mínum. Eftir lesturinn get ég hiklaust og með algjörri fullvissu svarað því að ég hef upp- lifað „samband“ sem tók frá mér tíma. Það má hins vegar líka alveg benda á að það samband var svo til alveg einhliða. Alda fékk þó sína hundrað daga með Antoni. Ætli mínir hafi ekki verið nær fimm þegar upp var staðið,“ segir hún og skellir upp úr. „Mér fannst þetta auðvitað mjög góð tímastjórnun á sínum tíma, það jafnast ekkert á við að tærast upp af óendur- goldinni ást á unglingsárum. Um hvað á ung kona annars að skrifa hræðileg ljóð?“ spyr hún glettin en vindur svo talinu að dægur- menningunni og áhrifum hennar á tilfinningalíf okkar. „Tímaþjófur- inn veltir einmitt upp skuggalegri hliðum þeirrar geysilegu ástríðu sem dægurmenningin, kvikmynd- ir og tónlist, hvetur okkur til að sækjast eftir. Við eigum að vera gagntekin, altekin, heltekin, tekin í framan. Af ást. Óska sér ekki allir þess að brenna upp af ást einhvern tímann á ævinni, þótt ekki sé til annars en að uppskera ástarsorg sem við getum notað sem efnivið það sem eftir er?“ spyr Sunna Dís. „Nú leitum við hennar á Tinder og börmum okkur svo ægilega þegar ástríðan dvínar. Þessar skugga- hliðar eru síður eftirsóknarverðar. Hvað stendur eftir þegar ástríðan hefur fuðrað upp? Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu ástarsam- bandi sem hófst á slíku „grand pasjón“ og hjá Öldu okkar sem þróaðist síðar út í heilt og traust samband milli tveggja jafningja.“ Töff að vera beint úr Breiðholtinu Eins og fyrr segir var faðir sögu- persónunnar Öldu Ívarsen ekki bara læknir, heldur landlæknir með fínt eftirnafn að auki. Langt fram á síðustu öld voru flestir Ís- lendingar hvorki með menntun né eftirnafn. Við störfuðum næstum öll sem húsmæður, ráðskonur, bændur eða sjómenn og vorum (og erum) bara einhvers „son“ eða „dóttir“. Menntað fólk á borð við lækna, presta og lögmenn þótti mörgum því hálf heilagt og ekki síst ef eftirnafn með útlensku ívafi fylgdi með. Nú þegar rúmlega þrjátíu ár eru liðin frá útgáfu bókarinnar, haldið þið að viðhorf Íslendinga til þessa hafi eitthvað breyst? Nína Dögg þarf ekki að hugsa sig tvisvar um. „Já, vá! Núna þykir bara mjög töff að vera beint úr Breiðholtinu,“ svarar leikkonan snaggaralega. „Þótt það verði alltaf til manneskjur þarna úti sem telja sig öðrum æðri, bara vegna þess að þær hafa menntað sig í einhverju eða eru af einhverjum ættum, þá held ég að þetta sé mikið breytt í dag. Við „venjulega fólkið“ tökum auðvitað ekkert þátt í svona vit- leysu,“ segir Nína Dögg og bendir jafnframt á að sögupersónan Alda hafi flækt tilveru sína óþarflega mikið með því að setja sjálfa sig upp á stall og álíta sig öðru fólki æðri. Alda þorði aldrei að tengjast neinum „Ég held að hún hafi með tímanum áttað sig á því að þráhyggja hennar stafaði fyrst og fremst af því að henni hafði aldrei verið hafnað áður. Hún varð alltaf sjálf fyrri til. Þorði aldrei að tengjast neinum og var þar af leiðandi oft með kvænt- um mönnum, – sem er kannski ákveðinn flótti? Hún þorði ekki að bindast mönnum af því hún þorði aldrei að sýna hver hún var í raun og veru. Gat ekki deilt lífi sínu með öðrum nema með því að vera í hjúpaðri vörn, einhvers konar leikriti. Svo var ástmaður- inn bara á undan að hafna henni og þá kom sjokkið sem framkall- aði þessa langvarandi þráhyggju hennar.“ Sumum finnst bara gott að meiða sig Er „ástarfíkn“ kannski nýtísku- legra hugtak yfir þessa tegund þráhyggju? „Ég held að allir sem verða alvarlega ástfangnir verði svo hugfangnir að fíkn mætti teljast. En mér finnst fíkn óþarflega tæknilegt og neikvætt orð um ást. Hún getur orðið eyðileggj- andi, en það er annað mál,“ svarar Steinunn. „Ætli það sé ekki hægt að ánetjast niðurtúrnum og ástar- sorginni, njóta þess á einhvern hátt að skilgreina sig út frá tómarúminu við hlið sér, þess sem var en er ekki lengur? Fíkn er auðvitað sjálfseyði- leggjandi hegðun og ætli það megi ekki segja að svona þráhyggja sé það líka,“ veltir Sunna fyrir sér hugsi og um leið skýtur Nína Dögg því inn að það sé líkt og Alda fari einmitt að elska þetta sársaukafulla ástand. „Sumum finnst bara gott að meiða sig.“ Ást í eitt hundrað daga svo auðveldara sé að fylgja með Spurð að því hvers vegna sagan gerist á 100 dögum sléttum segir Steinunn það hafa verið fínt bragð að afmarka ástartímann nákvæmlega. „Alda telur ástardagana sem hún átti með elskhuganum sínum. Það er auðveldara fyrir mig að gera mér þessa daga í hugarlund þegar ég skrifa, ef ég hef nákvæma tölu á þeim, og þá er líka auðveldara fyrir lesandann að setja sig í hennar spor.“ Að lokum veltum við því upp hvort eitthvað hafi breyst í viðhorfum þjóðarinnar til ástamála kvenna frá árinu 1986. „Hefur ekki allt breyst hvað varðar viðhorf okkar til kvenna og ástamálin þar með talin? Á sama tíma stendur tíminn í stað,“ segir Sunna Dís. „Fyrir stuttu las ég Ástarsögu aldarinnar eftir Märta Tikkanen í annað sinn. Þar fjallar hún um mjög brotið ofbeldissam- band við eiginmann sinn. Sú bók kom út árið 1981 en hefði getað verið skrifuð í dag. Mig grunar samt að konum, og körlum, hljóti að leyfast öllu flóknari sambönd nú árið 2017 en fyrir rúmum þrjátíu árum.“ Steinunn er sömu skoðunar um að svarið sé tvíþætt. „Auðvitað er margt og mikið sem hefur breyst. Hins vegar er ákveðinn grunntónn sem breytist ekki svo lengi sem eitthvað verður til sem heitir karlkyn og kvenkyn. Því held ég líka að breytingarnar séu hugsanlega yfirborðslegri en við kærum okkur um að viður- kenna,“ segir metsöluhöfundurinn að lokum. Tímaþjófurinn | Bókmenntaganga Menningarhús Grófinni, laugardag 9. september kl. 15.00–16.30 Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni. Gengið verður um söguslóðir Tímaþjófsins og lesið úr verkinu, en áð verður í Hólavallakirkjugarði, Dómkirkj- unni og við Menntaskólann í Reykjavík. Steinunn Sigurðardóttir slæst sjálf í hópinn og spjallar við göngufólk. Göngunni lýkur með heimsókn í Þjóðleikhús- ið, sem opnar Kassann fyrir göngufólki. Þar taka Una Þorleifsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, höfundur leikgerðar, og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona á móti fólki. Nína Dögg les úr bókinni og skyggnst verður inn í ferðalag Öldu af síðum skáldsögunnar og inn í sviðsljósin. Rétt er að vekja athygli á því að áhugasamir mættu gjarna mæta snemma því síðast voru í kringum 80 manns sem tóku þátt í göngunni. „Þótt það verði alltaf til mann- eskjur þarna úti sem telja sig öðrum æðri, bara vegna þess að þau hafa menntað sig í einhverju eða eru af einhverjum ættum, þá held ég að þetta sé mikið breytt í dag. Við „venjulega fólkið“ tökum auðvitað ekkert þátt í svona vitleysu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.