Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Side 63
40 menning Helgarblað 8. september 2017
H
vort ræður meiru, áhuga-
vert efni eða sterk efnistök,
um það hvort hvort bók
er vel eða illa heppnuð? Í
skáldskap skiptir úrvinnslan lík-
lega meira máli. Frábærir stílist-
ar geta skrifað skemmtilega um
„ekki neitt“. Þó er til lítils að stíla
vel ef maður hefur ekkert að segja
og því getur bók aldrei verið mjög
góð ef hún miðlar ekki áhuga-
verðu efni. Að sama skapi fara
merkar örlagasögur fyrir lítið ef
þær eru illa stílaðar.
Þetta nefni ég vegna þess að
Með lífið að veði, saga Yeonmi
Park, er dæmi um bók þar sem
einstakur efniviður hefur ekki
fengið þann búning sem hann
verðskuldar. Hún leiðir strax í
byrjun hugann að bókinni Engan
þarf að öfunda sem kom út hér á
landi fyrir nokkrum árum og veit-
ir, rétt eins og þessi bók, einstaka
innsýn í lífið í hinu furðulega al-
ræðisríki Norður-Kóreu, þar sem
kúgunin á borgurunum nær ekki
bara til athafna þeirra og skoðana
heldur líka tilfinninganna. Sú bók
er eftir blaðamanninn Barböru
Demick og byggir á viðtölum við
sex flóttamenn frá Norður-Kóreu.
Í Engan þarf að öfunda eru dregn-
ar upp ógleymanlegar myndir af
lífinu í Norður-Kóreu, daglegu lífi
fólks, sjúklegri leiðtogadýrkun,
ólýsanlegri hungursneyð sem
geisaði í landinu í kringum síð-
ustu aldamót, rafmagnsleysinu
og allsleysinu, skoðanakúguninni
og mörgu því sem gerir Norður-
Kóreu að súrrealísku ríki í sam-
anburði við flest önnur samfélög.
Allt þetta birtist á síðum þessar-
ar bókar en ekki með eins eftir-
minnilegum hætti vegna þess að
þessi bók er ekki eins vel
skrifuð. Hefur hún þó
enn merkilegra efni að
geyma en Engan þarf að
öfunda því hér er að auki
lýst flótta til Kína, hlut-
skipti norðurkóreskra
flóttamanna í Kína sem
flestir verða þolendur
mansals, sem og flótta til
Suður-Kóreu og hvernig
gengur að aðlagast líf-
inu í lýðræðisríki eftir að
hafa búið í alla ævi í al-
ræðisríki sem gegnsýrt
er lygi.
Þegar Yeonmi Park,
sem hér segir sögu sína,
kom til Suður-Kóreu,
voru margvísleg hug-
tök sem okkur þykir
sjálfstæð henni fram-
andi. Þegar hún var
spurð hver væri upp-
áhaldsliturinn henn-
ar hafði hún ekki hug-
mynd um hverju hún
gæti svarað. Þegar
hún var spurð álits á
einhverju hafði hún í
fyrstu ekkert fram að færa vegna
þess að alla ævi hafði henni verið
innrætt að hafa ekki skoðanir.
Viðkvæðið að raunveruleikinn
sé ótrúlegri en nokkur skáldskap-
ur á hér afar vel við. Saga Yeonmi
Park lýsir gífurlegum mann-
raunum, takmarkalausri illsku
ómanneskjulegs kerfis en jafn-
framt mannlegri reisn, samheldni
og þrautseigju við óbærilegar að-
stæður. Bókin geymir margar
ótrúlegar, sannar frásagnir.
Gallinn er hins vegar sá að
þetta einstæða efni hefði
þurft miklu betri búning
en þennan texta. Yeonmi
Park skrifar þessa sögu í
samvinnu við Maryanne
Vollers, blaðamann og
höfund vinsælla drauga-
sagna. Annað hvort hefur
hin unga Yeonmi Park,
sem er ekki rit höfundur,
verið of ráðrík við texta-
gerðina eða Vollers veldur
ekki því hlutverki að færa
svo áhrifamikla og óvið-
jafnanlega sögu í viðeig-
andi búning. Textinn er
tilþrifalítill, blátt áfram og
þurr. Sagt er frá skelfileg-
um mannraunum á tilf-
inningasnauðan og jafnvel
flatneskjulegan hátt. Efni
sem kallar á lifandi stíl og
áhrifaríkar orðmyndir er
afgreitt með þurri frásögn.
Mjög skortir á lifandi svið-
setningar af atvikum sem
lesendur geta gleymt sér í.
Bókin er um 270 blaðsíð-
ur en maður fær á tilfinn-
inguna að Park sleppi fáu úr
sögu sinni. Þetta er of mikið
efni á of fáum blaðsíðum. Annað-
hvort hefði þurft að sleppa ein-
hverju og gera öðru betri skil eða
hafa bókina miklu lengri. Um-
fram allt hefði bókin þurft að vera
miklu betur skrifuð. n
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
Bækur
Með lífið að veði
Höfundur: Yeonmi Park og Maryanne
Vollers
Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir
Útgefandi: Almenna bókafélagið
273 bls.
„Efni sem
kallar á lif-
andi stíl og áhrifa-
ríkar orðmyndir er
afgreitt með þurri
frásögn.
Merkilegt efni í
fátæklegum búningi