Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 4

Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 4
200 milljónir króna er verðið sem Hveragerðis- bær greiðir Seðlabankanum fyrir svokallað Kambaland. Þrjú í fréttum Bolti, bann og synjun Dagný Brynjarsdóttir knattspyrnukona sem varð banda- rískur meistari með liðinu sínu í fótbolta, Port- land Thorns, vann þar með sinn ellefta stóra titil á ferlinum. Dagný sagði árið hafa verið mjög erfitt. Hún hefði verið meidd í nokkra mánuði en svo hefði hún verið upp á sitt besta. „Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað.“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar neitaði að afhenda fulltrúum sýslu- manns og lög- manni Glitnis gögn frá Glitni sem fjallað hafði verið um. „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum eða heimildir,“ sagði ritstjórinn. Lög- bann var sett á frekari umfjöllun úr gögnunum. Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks telur brotið á mann- réttindum sínum. Barnaverndar- stofa neitaði henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Ákvörðunin var tekin áður en Freyja hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti synjunina. Tölur vikunnar 15.10.2017 – 21.10.2017 99 milljarðar króna verða tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi samkvæmt fjárlaga- frumvarpi næsta árs. 2,7 milljörðum myndi 76 prósenta hátekjuskattur á þá sem eru með yfir 25 milljónir í árs- laun skila í auknar tekjur ríkissjóðs. 40 þúsund manns á aldrinum 25-64 ára sóttu sér símenntun árið 2016. Er það lækkun um rúm þrjú prósentustig frá árinu á undan. milljarðar voru skuldir heimil- anna í lok árs 2016. Fjáreignir stóðu í 5.631 milljarði. 42% leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta. Gert var ráð fyrir 6,4 millj- örðum í hús- næðisbætur á fjárlögum í ár. 1,1 milljarður verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. 1.930 TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér HAFÐU SAMBAND 511 5008 Samfélag Íslendingar standa sig best Norðurlandaþjóða í jafnréttis- málum hvað varðar fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja og íslenskir feður eru duglegastir feðra á Norð- urlöndum við að taka fæðingarorlof. Þetta sýna tölur Norræna ráðsins um tölfræði Norðurlandaþjóðanna árið 2016. Atvinnuleysi er langminnst á Íslandi og Færeyjum en atvinnu- leysi karla í Svíþjóð, Finnlandi og á Grænlandi mældist yfir átta prósent í lok árs 2016. Ísland sker sig svo örlítið úr hvað varðar jafnréttismál. Hlutfall heildarfæðingarorlofs karla er hæst hér á landi eða 30 prósent, örlítið hærra en hjá Svíum en 21 prósent fæðingarorlofs í Svíþjóð er tekið af karlmönnum. Fæðingarorlof karla í Danmörku er aðeins tíund heildar- fæðingarorlofs Dana og reka þeir lestina af þeim fimm ríkjum sem skoðuð voru. Einnig var kannaður fjöldi kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja. Danir reka þar einnig lestina með um fjórð- ung kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hér á landi er munur kynjanna mun minni, 56 prósent karla á móti 44 prósentum kvenna. – sa Fremst Norðurlanda í jafnréttismálum Þó litlir sigrar hafa unnist er langt í að jafnrétti sé náð. fréttablaðið/stefán umhverfiSmál Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt vot- lendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslu- stjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni. Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfis- stofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlos- unar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2- ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tíma- bili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum. Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferða- manna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar og landgræðslu. Kostnaður vegna kaupa á losunarkvóta gæti hlaupið á milljörðum. áætlað hlutfall milli losunarheimilda kýótó og losunar umfram inneign 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 áætluð heildar- losun Íslands skv. skuldbindingum á 2. tímabili Kýótó- bókunarinnar áætluð einingaþörf binding Úthlutaðar heimildir kt CO2-ígildi 3.612 2.794 15.328 8.093 losun 2013 til 2015 53% Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skít- sama. Árni Bragason, landgræðslustjóri Mögulegur kostnaður Erfitt er að áætla mögulegan kostnað Íslands vegna kaupa á losunarkvóta. Miðað við nú- verandi gengi heimildanna, 0,2 evrur, gæti 3.612 kt. eininga þörf numið rúmlega 90 milljónum króna. Hins vegar er líklegt að gengið muni hækka verulega á næstu árum. Hollensk yfirvöld berjast nú fyrir því að gengið verði 20 evrur. Slík sviðsmynd þýðir kaup á heimildum fyrir rúmlega 9 milljarða króna. votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunar- innar geta talið sér bindingu kol- efnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðn- aðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auð- vitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endur- heimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“ kjartanh@fréttabladid.is Hlutfall heildarfæðingar- orlofs karla er hæst hér á landi, eða 30 prósent. 2 1 . o k T ó b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -5 F C 4 1 E 0 7 -5 E 8 8 1 E 0 7 -5 D 4 C 1 E 0 7 -5 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.