Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 6
Náttúruleg vörn gegn
óþægindum á kynfærasvæði
Liljonia
Hylki í leggöng
Rosonia
Froða fyrir ytri kynfæri
Rosonia og Liljonia frá Florealis byggja á vísindalegum
grunni og hafa viðurkennda virkni gegn kláða, sviða og
bólgum á ytra kynfærasvæði og í leggöngum.
Rosonia og Liljonia má nota saman ef einkenni eru
bæði á ytri og innri kynfærum.
Sjá meira á florealis.com
StjórnSýSla Óttarr Proppé heil-
brigðisráðherra ætlar að tilkynna
á næstu dögum hvert rekstrarform
nýs sjúkra- og sjúklingahótels á
lóð Landspítalans við Hringbraut
verður. Framkvæmdir við byggingu
hótelsins hafa dregist verulega.
Endanleg ákvörðun um hvort
Landspítalinn reki hótelið, það verði
boðið út til einkaaðila eða rekstrar-
formið verði blanda af hvoru tveggja,
hefur legið á borði heilbrigðisráð-
herra um nokkra hríð. Fyrst hjá
Kristjáni Þór Júlíussyni og nú Óttari
Proppé. Þótt aðeins vika sé í kosning-
ar og starfsstjórn í landinu segir Sig-
rún Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, að ákvörðunar-
takan verði ekki látin ganga til næsta
ráðherra. Vinna við málið sé á loka-
metrunum.
„Gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi
fyrir á næstu dögum,“ segir Sigrún.
Hinn 16. desember 2015 skipaði
Kristján Þór starfshóp sem falið var
að skoða mismunandi rekstrarform
sjúkrahótelsins. Starfshópurinn
skilaði af sér í júlí í fyrra þar sem
þrjár leiðir komu helst til greina en
skiptar skoðanir voru innan starfs-
hópsins þar sem skilað var nokkrum
sérálitum.
Kristján Þór eftirlét eftirmanni
sínum að taka ákvörðunina og hefur
málið verið í vinnslu innan velferð-
arráðuneytisins síðan.
Upphaflega átti framkvæmdum
að ljúka í júní síðastliðnum. Það
stóðst ekki og tilkynnt var að verklok
hefðu dregist fram á haust. Gunnar
Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs
Landspítala ohf., segir að samkvæmt
nýrri verkáætlun verktakans sé gert
ráð fyrir lokaskilum 15. desember.
Standist það mun afhending hins
nýja fjögur þúsund fermetra sjúkra-
hótels hafa dregist um nærri hálft ár.
En þessi dráttur þýðir einnig að ekki
hefur legið eins mikið á að ákveða
rekstrarformið, sem ljóst er að kann
að vera umdeild ákvörðun, hvernig
sem fer. Óttarr Proppé hyggst hins
vegar taka þá ákvörðun fyrir næstu
ríkisstjórn. mikael@frettabladid.is
Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins
Heilbrigðisráðherra tekur ákvörðun um hvort ríkið eða einkaaðilar muni sjá um rekstur nýs sjúkra- og sjúklingahótels sem verið er að
byggja við Hringbraut á næstu dögum. Hótelið átti að vera tilbúið í júní síðastliðnum en lokaskil dragast fram í miðjan desember.
Tók á móti stjórnarher Filippseyja
Framkvæmdir við sjúkrahótelið við Hringbraut hafa dregist verulega eins og
ákvörðunin um hvert rekstrarform þess verður. Fréttablaðið/ernir
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tók í gær á móti hermönnum stjórnarhersins á flugvellinum í borginni Cagayan de Oro sem náðu að frelsa
borgina Marawi úr klóm hryðjuverkamanna. Vígamennirnir, sem hliðhollir eru Íslamska ríkinu, lutu þar í lægra haldi á þriðjudag. Stóðu bardagar
yfir í fimm mánuði og um þúsund manns létu lífið í átökunum. Um fjögur hundruð þúsund þurftu að yfirgefa heimili sína. Fréttablaðið/ePa
SkipulagSmál Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í borgarráði segja að
deiliskipulagsbreyting sem ráðið
samþykkti í gær fyrir svokallaðan
Allianz-reit við Reykjavíkurhöfn
feli í sér að byggingarmagn ofan-
jarðar meira en tvöfaldist. „Fleiri og
hærri byggingar valda því að útsýni
úr hverfinu skerðist til vesturs og
skuggavarp eykst,“ segir í bókun
Sjálfstæðismanna.
Borgarráðsfulltrúar meirihluta
Samfylkingarinnar, Bjartrar fram-
tíðar og VG sögðu bókun Sjálf-
stæðisflokksins afar villandi. „Enda
er skautað fram hjá því að bygg-
ingarmagnið á svæðinu hefur þvert
á móti verið minnkað umtalsvert frá
því skipulagi sem var í gildi þegar
Reykjavíkurborg keypti reitinn.“ – gar
Gagnrýni sögð
vera villandi
Framkvæmdir á Mýrargötu.
Fréttablaðið/VilHelM
2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
1
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
7
-7
3
8
4
1
E
0
7
-7
2
4
8
1
E
0
7
-7
1
0
C
1
E
0
7
-6
F
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
1
2
s
_
2
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K