Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 16

Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmála- manni að tala gegn eigin sann- færingu? Vika er til kosninga. Áttu erfitt með að ákveða þig? Hér koma markverðustu leiftur kosningabarátt-unnar í tólf myllumerkjum: #lífiðernúna – Hvers vegna er verið að kjósa? Það man enginn lengur – eða allavega ekki samkvæmt honum þarna fyrrverandi formanni Viðreisnar, hvað hann nú heitir aftur … #xA – Björt hvað? #nofilter – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom ríðandi á hvítum hesti inn í kosningabaráttuna og sannaði þar með fyrir þjóðinni að hann hefði borgað alla Panamapeningana sína í skatt því ekki var króna eftir til að fá auglýsingastofu til að búa til lógó fyrir nýja flokkinn hans sem hann varð því að hanna sjálfur í Microsoft Paint fyrir Windows 95. #fokkofbeldi – Sigmundur stofnaði Miðflokkinn af sinni alkunnu hugsjón eftir að hafa gengið úr Fram- sóknarflokknum því – eins og hann orðaði það sjálfur – „til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ Þrjár helstu kosningaáherslur flokksins eru: 1) Sigmundur 2) Sigmundur og 3) Sigmundur. #xM – Dómsmálaráðuneytið tók óþol fyrrverandi flokksfélaga Sigmundar til greina er það valdi hinu nýja framboði listabókstafinn M. XM, eða exem eins og flestir þekkja það, er húðsjúkdómur sem stafar gjarnan af ofnæmi og veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Exem er oft langvinnur sjúkdómur en Sigmundur hefur staðfest að svo verði í þessu tilfelli: „Ég verð alltaf umdeildur.“ Landlæknisembættið fylgist með þróun mála og mælir með góðu kremi til að halda einkenn- unum í skefjum þótt það vinni ekki á rót sjúkdómsins. #TheTruthIsOutThere – Hver skaut JFK? Hver stóð í raun og veru að árásunum á tvíburaturnana í New York? Jú, auðvitað RÚV. Þegar RÚV flutti fréttir af því að þýska alríkislögreglan hefði miðlað til Íslands upp- lýsingum um málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar sem byggðu á rannsóknum hennar á Panama- skjölunum var Sigmundur ekki lengi að hlaupa niður í gamla „bönkerinn“ sinn í skjól undan loftárásunum. #metoo – Þar hitti hann fyrir Bjarna Benediktsson sem sagði pressuna líka með samsæri gegn sér. „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma.“ #höfumhátt – Grunsemdir Bjarna um að hann og flokkur hans væru fórnarlömb samsæris og þöggunar fengust staðfestar er lögbann var sett á Stundina. „Það kemur sér illa fyrir mig núna.“ #foodporn – Hvað eiga Bjarni Ben og Martha Stew- art sameiginlegt? Nei, krakkar, ekki innherjaviðskipti – þetta er ekki heimboð fyrir Sýslumanninn í Reykjavík. Ég þarf að minnsta kosti að taka til fyrst. Svarið er köku- bakstur. Það sem fólk hefur helst saknað úr kosninga- baráttunni er að sjá Bjarna sýna kökuskreytingahæfi- leika sína líkt og hann gerði í þeirri síðustu. #LetThemEatCake – En talandi um kökur. Marie Antoinette okkar Íslendinga, Brynjar Níelsson, lét ekki sitt eftir liggja og í umræðum um niðurfellingu á 50 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð Bjarna Benedikts- sonar á kúluláni sagði hann 50 milljónir klink sem annar hver ellilífeyrisþegi svæfi með undir koddanum. „Let them eat cake“ – fleyg orð sem hafa áður komið áhrifafólki á spjöld sögunnar. #freethenipple – Og enn um kökur. Framan af fór lítið fyrir þeim flokki sem vill skipta þjóðarkökunni jafnt og um tíma virtist sem jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin, myndi þurrkast út. En þegar orðrómur komst á kreik um að formaður flokksins, Logi Már Einarsson, hefði setið fyrir nakinn í Mynd- listarskólanum á Akureyri á yngri árum og einhvers staðar kynnu að leynast af honum blýantsskissur í allri sinni dýrð reis flokkurinn eins og Fönix úr öskunni á þöndum bingó-vængjum formannsins. Svo virðist sem viðkvæmir hafi ætlað að setja lögbann á nektina en ekki hafi viljað betur til en svo að lögbannið blés á vitlausan Loga, Loga Bergmann, sem fær ekki að loga aftur fyrr en eftir tólf mánuði. #málefnin – Ha, hvaða málefni? Kosningabaráttan í tólf myllumerkjum – gerum betur Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmála-manna leggur sig fram um að blekkja almenn-ing með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfra-legasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Við- reisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í inn- sendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnu- lífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verð- trygging þekkist heldur varla annars staðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stór- tapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagn- ingu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sér- staklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tugmilljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræði- menn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjalda- loforðanna. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? Ryk í augu kjósenda 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -4 7 1 4 1 E 0 7 -4 5 D 8 1 E 0 7 -4 4 9 C 1 E 0 7 -4 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.