Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 18

Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 18
Domino’s-deild karla í körfubolta Njarðvík - Stjarnan 91-81 Njarðvík: Terrell Vinson 38, Logi Gunnars- son 18, Vilhjálmur Jónsson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Snjólfur Stefánsson 7. Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 26, Hlynur Bæringsson 16/9 fráköst/7 stoð- sendingar, Róbert Sigurðsson 15. Haukar - Þór Þorl. 96-64 Haukar: Paul Anthony Jones III 22, Finnur Atli Magnússon 15/10 frák., Emil Barja 13/10 stoðsendingar, Kári Jónsson 11/4 fráköst. Þór Þorl: Halldór Hermannsson 13, Adam Ásgeirsson 11/6 fráköst, Magnús Breki Þórðason 9, Snorri Hrafnkelsson 6. Nýjast Stig liðanna Efst Haukar 4 Keflavík 4 Tindastóll 4 Stjarnan 4 ÍR 4 KR 4 Neðst Grindavík 4 Njarðvík 4 Þór Ak. 2 Valur 2 Þór Þ. 0 Höttur 0 Helgin Laugardagur: 11.20 Chelsea - Watford Sport 13.25 Augsburg - Hannov. Sport 2 13.50 Huddersf. - Man. Utd Sport 16.00 Laugardagsmörkin Sport 16.20 Southampt. - WBA Sport 16.25 Hamburg - Bayern Sport 2 18.40 Barcelona - Malaga Sport 19.00 UFC: Cerrone v Till Sport 20.50 F1: Tímataka í USA Sport 02.00 The CJ Cup Golfst. 04.00 LPGA í Tævan Sport 4 Frumsýningar 16.15 Man. City - Burnley Sport 4 17.00 Newcastle - C. Palace Sport 3 18.00 Swansea - Leicester Sport 4 18.40 Stoke - Bournem. Sport 3 Sunnudagur: 12.20 Everton - Arsenal Sport 14.50 Tottenh.- Liverpool Sport 17.00 Messan Sport 17.00 Rams - Cardinals Sport 5 17.00 Vikings - Ravens Sport 3 17.50 Fjölnir - Grótta Sport 4 18.30 Formúla í USA Sport 18.40 Real Madrid - Eibar Sport 6 19.15 Valur - FH Sport 2 19.50 Fjölnir - Stjarnan Sport 4 20.20 49ers - Cowboys Sport 3 Olís-deild karla í handbolta: S16.00 Grótta - Afturelding S17.00 ÍR - ÍBV S17.00 Víkingur - Fram S19.30 Haukar - Selfoss S19.30 Valur - FH S14.00 Fjölnir - Stjarnan Olís-deild kvenna í handbolta: S18.00 Fjölnir - Grótta Domino’s-deild kv. í körfubolta: L15.00 Snæfell - Stjarnan breytingar á meistaradeild Frá árinu 2020 munu aðeins tólf félög komst í meistaradeildina í handbolta en 28 lið eru þar núna. Það verður því miklu erfiðara fyrir íslensk lið að komast í meistara- deildina eftir þrjú ár. átta meistaralið frá átta bestu deildum evrópu komast í meistaradeildina og við það bætast síðan fjögur úrvalslið. Þessum tólf liðum verður skipt niður í tvo sex liða riðla þar sem allir spila við alla og fjögur efstu liðin komast í átta liða úrslit. möguleiki er síðan að stækka meistaradeildina upp í sextán lið seinna. Um leið og meistaradeildin verður að stað fyrir allra bestu lið álfunnar þá mun eHF setja af stað evrópudeild. evrópudeildin mun innihalda fjóra sex liða riðla þar sem sex- tán lið komast áfram í útsláttar- keppnina. 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 S p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð sport FótboLti Það höfðu líklega ekki margir trú á stelpunum okkar er þær spiluðu við eitt besta landslið heims, Þýskaland, á útivelli í gær. skiljanlega enda er Þýskaland stór- veldi í kvennaboltanum líkt og í karlaboltanum. Þýska liðið er ríkjandi Ólympíu- meistari, hefur unnið Hm tvisvar og em átta sinnum. liðið er í öðru sæti á FiFa-listanum og þetta var fyrsta tap Þýskalands í undankeppni Hm síðan 1997. Þetta segir allt um hversu rosalega öflugt þýska lands- liðið er. Geggjuð frammistaða stelpurnar í íslenska landsliðinu báru aftur á móti enga virðingu fyrir þýska liðinu í gær og keyrðu á þær þýsku. dagný brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og elín metta Jensen eitt. elín metta lagði þess utan upp bæði mörk dagnýjar og dagný lagði upp mark mettu sem var einkar glæsilegt. geggjuð frammistaða hjá þeim. allt liðið var hins vegar stór- kostlegt og íslenska liðið leiddi, 1-3, þar til tvær mínútur voru eftir af leiknum. lokamínúturnar voru fáránlega spennandi fyrir bæði leikmenn sem og áhorfendur sem nöguðu neglurnar. stelpurnar héldu þó út og fögn- uðu að vonum vel og innilega eftir leikinn. geggjuð frammistaða hjá þeim gegn liði sem Ísland hafði ekki skorað gegn í 30 ár. draumurinn um fyrsta Hm hjá kvennalandsliðinu lifir því góðu lífi. „Þetta er einn af bestu leikjum liðsins undir minni stjórn. leikur- inn gegn Frökkum á em var líka með þeim betri,“ sagði Freyr alex- andersson landsliðsþjálfari yfirveg- aður nokkrum tímum eftir leik. Freyr segir að það hafi vissulega nánast allt gengið upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn. Mikið framfaraskref „Það kom ekki margt á óvart hjá þeim og framkvæmdin hjá leik- mönnum var framúrskarandi. Við tókum mikið framfararskref í þess- um leik,“ segir Freyr en hvernig leið honum með stöðuna 1-1 í hálfleik þegar Ísland hefði hæglega getað leitt með þremur mörkum? „Ég get alveg sagt það núna eftir leik að þegar við klikkum á tveimur dauðafærum í stöðunni 1-0, þá hugsaði ég að okkur yrði refsað. maður verður að klára svona færi gegn Þýskalandi. Það er oft sagt að það sé verst að fá á sig mark rétt fyrir lok hálfleikja en ég ætla að snúa því við og segja að það sé best. Við vorum að verða passífar þarna og ég náði að grípa inn í þegar kom hálf- leikur. Það var frábært.“ Flökurt á hliðarlínunni Þýskaland minnkaði muninn í eitt mark tveimur mínútum fyrir leiks- lok og lokamínúturnar tóku á hjá þjálfaranum. „síðustu mínúturnar eru alveg hrikalegar því þá getur maður ekki haft nein áhrif og það getur verið erfitt fyrir mann eins og mig sem vill stýra öllu. síðustu þrjár mínúturnar var ég eins nálægt því að verða flök- urt í fótboltaleik og hægt er. sælu- hrollurinn sem kom þegar flautað var af er eitthvað sem mann hefur dreymt um. líka stoltið því ég er svo stoltur af stelpunum,“ segir Freyr en þarna var hann loksins kominn á flug um hvað afrekið væri stórt. Sagði ég bara vá „Ég vissi ekki að þær hefðu unnið alla þessa leiki á heimavelli í svona mörg ár og þegar ég vissi af því þá sagði ég bara vá. Þetta er stærra en ég áttaði mig á þó svo ég vissi að það væri stórt að vinna Þýskaland á útivelli,“ segir Freyr og bætir við að allir í kringum þýska liðið hafi verið í losti eftir leik en hann vorkenndi þeim ekki. „Þær báru enga virðingu fyrir okkur. Frá því dregið var í riðla ætl- uðu þær að vaða yfir öll lið og vildu að allt myndi snúast í kringum þær. Við gáfum ekkert eftir og það fór í taugarnar á þeim að við skyldum ekki leggjast niður og gera allt sem þær báðu okkur um að gera. Þetta var því einstaklega sætt að öllu leyti.“ henry@frettabladid.is Stærra afrek en ég áttaði mig á Stelpurnar okkar unnu sögulegan sigur, 2-3, á Þýskalandi í gær. Fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í karla- og kvennaflokki. Þjálfarinn sagði að þýska liðið hefði ekki borið virðingu fyrir Íslandi. Freyr fagnar öðru marki Dagnýjar Brynjarsdóttur með henni. FRéTTABLAðið/AFP Sælutilfinning. Gleði stelpnanna okkar var fölskvalaus eftir leikinn og það skiljanlega. Ótrúlegt afrek hjá þeim. NORDiCPHOTOS/GETTy síðustu þrjár mínúturnar var ég eins nálægt því að verða flökurt i fótboltaleik og hægt er. Freyr Alexandersson 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -5 5 E 4 1 E 0 7 -5 4 A 8 1 E 0 7 -5 3 6 C 1 E 0 7 -5 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.