Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 22
Gríma Katrín Ólafs-dóttir er einn af fjölmörgum sjálf-boðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verk-
efnið sé besti tími ársins og að hún,
eins og margir, geti ekki beðið,
enda eru þau allan ársins hring
að undirbúa og redda öllu mögu-
legu. „Það eru ófáir sem kaupa inn
fyrir verkefnið þegar þeir rekast á
útsölur, þótt þær séu í janúar. Einn-
ig eru saumaklúbbar og hópar sem
hittast allt árið og t.d. prjóna sokka
eða húfur. Fullt af fólki stendur að
verkefninu, t.d. með því að útvega
styrki, sníkja tóma skókassa, elda og
baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa
og kynna verkefnið. Ballið er byrjað,
þar sem fólk er nú þegar byrjað að
skila inn kössum,“ segir Gríma en
um hundrað kassar eru nú þegar
komnir í hús á Holtavegi 28, hús-
næði KFUM.
Skókassarnir eru sendir til barna
í Úkraínu sem búa við bág kjör.
„Megintilgangur verkefnisins er að
gleðja börn sem annars fengju ekki
jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og
eiga sum enga að. Flestir pakkarnir
fara á munaðarleysingjaheimili.
Aðrir fara á sjúkrahús og til ein-
stæðra mæðra,“ segir Gríma frá.
Gríma fer til Úkraínu í ár til að
fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í
fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef
heyrt frá fólki sem hefur farið að það
geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði
úr augum barnanna. Þau hafa sum
aldrei fengið gjafir og skilja hrein-
lega ekki af hverju fólk einhvers
staðar á Íslandi sé að gefa þeim
gjafir. Aðstandendur barnanna eru
líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð
og trúa þessu varla.“
Verkefnið hefur gengið vel á
Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn
sem gjafir eru sendar til bágstaddra
barna með þessum hætti. Fyrsta
árið, 2004, söfnuðust 500 kassar.
Verkefnið vatt upp á sig smám
saman og seinustu tíu ár hafa safn-
ast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra
voru 5.429 kassar sendir út. Það er
nóg pláss í gámunum svo að þessi
tala verður vonandi hærri í ár,“
segir Gríma frá en tekið verður á
móti kössum víðsvegar um landið
til 11. nóvember. Upplýsingar um
móttökustaði má finna á heimasíðu
KFUM. kristjanabjorg@frettabladid.is
Gleðja
börn sem fá
annars ekki
jólagjöf
Verkefnið Jól í skókassa er farið af stað. Sjálf-
boðaliðar verkefnisins taka á móti gjöfum í
kassa víðsvegar um landið. Gjafirnar fá börn
í Úkraínu sem búa við fátækt og eiga fáa að. Gríma Katrín Ólafsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Jól í skókassa síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/SteFán
Hvað eru
„Jól í skókassa“?
„Jól í skókassa“ er verkefni sem
hefur verið í gangi síðan 2004.
Það felst í því að börn og full-
orðnir búa til jólagjafir fyrir börn
sem lifa við fátækt, sjúkdóma og
erfiðleika. Gjafirnar eru settar í
skókassa sem pakkað er inn og í
þeim eru leikföng, sælgæti, skóla-
dót, föt og hreinlætisvörur.
Hvert fara skókassarnir?
Skókassarnir eru sendir til
Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46
milljónir manna en þar er mikið
atvinnuleysi og fátækt. Íslensku
skókössunum er meðal annars
dreift á munaðarleysingjaheimili,
barnaspítala og til barna ein-
stæðra mæðra sem búa við sára
fátækt. Hvernig á að búa til kassa?
1. Pakkið tómum skókassa inn í jólapappír. Athugið að pakka
lokinu sérstaklega inn þannig að
hægt sé að opna kassann.
2. Ákveðið fyrir hvaða aldur og kyn pakkinn sé. Aldurshóp-
arnir eru eftirfarandi; (3-6), (7-10),
(11-14) og (15-18). Skrifið kyn og
aldur á miða og límið á kassann.
3. Setjið 500 - 1.000 krónur í umslag og leggið efst í kass-
ann. Peningurinn er fyrir kostnaði
sem fylgir verkefninu.
4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.
Um helgina
Lestu
Nýjustu bók
Gerðar Krist
nýjar, Smartís.
Sagan gerist á á
níunda áratug
liðinnar aldar
og segir frá
unglingsstúlku
sem er að
reyna að átta
sig á framtíð
inni. Í heim
inum geisar
kalt stríð og
heimsendir
virðist jafn raun
verulegur og ný peysa úr
Ping Pong við Laugaveg.
Horfðu á
Kvikmyndina We are X með aðal
hetju myndarinnar, Yoshiki, í Bíói
Paradís. Tónlistarmaðurinn Yoshiki
sjálfur verður viðstaddur sýninguna
og eftir myndina gefst gestum tæki
færi til að spyrja hann spjörunum
úr. Hann er ein skærasta stjarna
Japana og er
í hljóm
sveitinni X
Japan sem
hefur selt
yfir 30
milljónir
platna.
sLagga og njódda
Ég ætla að fagna því að vera búin
með meistaranámið mitt. Kannski
leyfir 10 mánaða sonur minn mér
að sofa smá út, jafnvel til 7.00 ef
heppnin er með mér. Annars bara
slagga og njódda og lifa!
Anna Margrét Gunnarsdóttir,
markaðs- og upplýsingafulltrúi H&M
á Íslandi
skoðaðu
Sýninguna StórÍsland í Hafnarhúsinu. Á henni eru sýnd verk sjö
listamanna sem koma frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi,
Bandaríkjunum, Finnlandi og Danmörku en hafa búið og starfað
á Íslandi um lengri eða skemmri tíma.
Dæmi um innihald skókassa. til að kassarnir séu svipaðir skal setja einn
hlut úr eftirtöldum flokkum. leikföng, skóladót, hreinlætisvörur, sælgæti,
föt. ekki má setja illa farna hluti, stríðsdót, vökva, lyf, brothætta hluti og
spilastokka í kassana. Fréttablaðið/SteFán
ég Hef Heyrt frá fóLki
sem Hefur farið að
það geisLi óLýsanLegt
þakkLæti og gLeði úr
augum barnanna. þau
Hafa sum aLdrei fengið
gjafir.
2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r22 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
helgin
2
1
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
7
-7
D
6
4
1
E
0
7
-7
C
2
8
1
E
0
7
-7
A
E
C
1
E
0
7
-7
9
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
2
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K