Fréttablaðið - 21.10.2017, Qupperneq 24
ERTU LÖNGU HÆTTUR AÐ TAKA Í NEFIÐ
EN SITUR UPPI MEÐ SKEMMDIRNAR!
Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is
Snyrtistofan Ha lik
Okkar sérsvið er
háræðaslitsmeðferðir.
Fyrir þá sem vilja
alvöru árangur !
Hvernig get ég gert eitthvað til að þessi sirkus hætti?“ spyr S e l m a M a r g r é t Sverrisdóttir sem fékk kosningarétt
árið 2008 og hefur tekið þátt í fleiri
kosningum en hún hefur tölu á.
Blaðamaður Fréttablaðsins ræddi
við nokkra unga Íslendinga sem
fengu kosningarétt á eftirhruns
árunum. Öll eiga þau sameiginlegt
að muna ekki hve oft þau hafa kosið,
en segjast öll kjósa.
Hvernig blasa stjórnmálin og
stjórnmálamenningin við ykkur í dag?
Íris: Það er kominn pirringur gagn
vart stjórnmálum, finnst mér. Það
er alveg sama hvað við gerum, við
förum og kjósum og það gerist ekki
neitt. Það endar allt í rugli. Það er
ekkert tekið mark á því sem maður
er að kjósa.
Tinna: Það er náttúrulega óþolandi
að það þurfi alltaf að kjósa aftur
og aftur. Maður kýs flokk og svo er
mynduð stjórn og svo fuðrar bara
allt upp af því að einhver bara hættir.
Segir bara upp! Það er alveg fárán
legt. Það er svo mikið ábyrgðarleysi
í stjórnmálunum.
Baron: Mér finnst þetta svo oft líta út
eins og skrípaleikur. Flokkarnir liggja
í einhverjum dvala, og svo þegar fer
að styttast í kosningar og enginn
hefur staðið við loforðin þá kemur
þetta „nú þurfum við að fara að
vakna, það eru að koma kosningar.
Nú þurfum við að fara að lofa aftur“.
Þá koma loforðin og auglýsingaher
ferðirnar og bjórkvöldin og leikurinn
byrjar upp á nýtt. Þetta er bara enda
laus þannig hringrás.
Íris: Svo gerist aldrei neitt. Það eru
allir flokkarnir búnir að vera með
heilbrigðismálin á dagskrá í 10 ár
og það lagast ekkert, heldur versnar
bara og versnar.
Baron: Einmitt, sem er mjög skrítið,
því einkageirinn í heilbrigðiskerfinu
er að blómstra.
Íris: Er það kannski þess vegna sem
þeir svelta heilbrigðiskerfið? Vilja
þeir það ekki bara?
Hvernig finnst ykkur viðhorfin til
stjórnmálaflokka vera í dag?
Egill: Við verðum eiginlega ekkert
vör við þá, nema rétt fyrir kosningar
og svo reyna þeir voða lítið að tala við
fólk. Koma bara, eins og í skólana, og
rétta fram lausnirnar og svo eru þeir
farnir.
Selma: Margir vanda sig og taka
sér tíma í að kynna sér flokkana
og áherslurnar til að taka upplýsta
ákvörðun en svo fer allt í steik og
maður hugsar með sér: Á ég að nenna
að gera þetta allt aftur eða á ég bara
að kjósa það fyrsta sem mér dettur í
hug?
Baron: Þegar þetta er orðið svona, þá
náttúrulega minnkar áhuginn.
Tinna: Mér finnst ekki rétt að fólk sé
að kjósa einhvern flokk til að losna
við vesen. Maður á alltaf að kjósa
sinn flokk, sem maður hefur mesta
trú á. Mér finnst við megum ekki
gefast upp. Maður verður að hafa trú
á að hlutirnir gangi upp frekar en að
vera svartsýnn á stjórnmálin.
Egill: Áherslurnar breytast líka svo
rosalega fljótt, finnst mér. Flokkarnir
eru ekki með sömu áherslur og þeir
voru með bara fyrir ári. Þeir eru að
leggja upp með allt aðrar áherslur en
þeir voru fyrir ári síðan. Mér finnst
það alveg steikt!
Tinna: Er það ekki bara í takt við
nútímann? Samfélagið er alltaf að
breytast og áherslurnar í leiðinni.
Mér finnst það alveg skiljanlegt.
Hvernig ákveður fólk hver fær
atkvæði þess í þessum kosningum?
Íris: Það ætti að vera heilbrigðis
kerfið, menntakerfið og flóttamanna
vandinn. Þessi mál sem snerta okkur
öll. En ég held það sé líka bara spurn
ingin um hver er ekki að fara að skíta
upp á bak og gera eitthvað heimsku
legt til að allt hrynji aftur.
Tinna: Mér finnst við megum ekki
kjósa þannig, bara til að losna við
vesen. Við þurfum að standa með
málefnum og hafa trú á að fólk geti
unnið saman. Við megum ekki vera
svartsýn etc. …
Baron: Það er alltaf verið að tala um
stöðugleika og ég held að fólk sækist
eftir stöðugleika frá spillingunni í
rauninni og að við þurfum ekki alltaf
að hafa áhyggjur af því hvað er verið
að gera á bak við tjöldin, hvaða ,við
skipta‘vinir eru núna að hafa áhrif á
pólitíkina okkar.
Íris: Það er eitt sem ég skil alls ekki.
Við erum með spillta stjórnmála
menn, en samt eru stjórnmálin eins
og trúarbrögð. Fólk bara tilheyrir
sínum flokki og fjölskyldan er öll
þar og gefur sér ekkert svigrúm til að
breyta.
Jóhann: Ég held að þessi flokksholl
usta sé á undanhaldi. Margt eldra fólk
lætur eins og þetta sé fótboltaliðið
þess og stendur með sínum flokki í
gegnum súrt og sætt. Þá er alveg sama
þótt það rigni eldi og brennisteini,
það kýs samt sinn Framsóknar
flokk, Sjálfstæðisflokk eða kratana.
Og hugsar svona „ég er nú búinn að
leggja svo mikið í þetta að ég get ekki
farið að yfirgefa flokkinn“.
Ég held samt að þetta sé að breyt
ast. Yngri kynslóðirnar eru upplýstari
og fylgja ekki endilega skoðunum
foreldra sinna eins og áður.
Tinna: Það eru örugglega margir
sem verða fyrir áhrifum frá foreldr
um sínum. En það skiptir líka máli
hvernig maður er alinn upp. Það er
ekki endilega þannig að foreldrar
manns segi manni hvað maður á að
kjósa en lífsviðhorf mótast líka af
uppeldinu.
Er eitthvað í kerfinu sem má laga?
Íris: Mér finnst við ættum að kjósa
fólk frekar en flokka. Það meikar
miklu meiri sens. Ég veit til dæmis
alveg hvern ég myndi vilja sem for
sætisráðherra. En ég veit ekkert hvort
ég vil endilega kjósa þann flokk.
Tinna: Mér finnst það ekki. Ég held
að það myndi allt lenda í kaos og
leiðindum og skapa miklu meira
rifrildi ef við kysum bara fólk. Fólk
vill fá að vinna í hópi og gefa kost á
sér saman.
Egill: Fólkið þarf að geta sagt nei og á
ekki að þurfa að treysta bara á að for
setinn geri það. Það er ákvæði í nýju
stjórnarskránni um að fólkið geti
lagt fram frumvörp og sett ákveðna
umræðu í gang á Alþingi. Það þarf að
neyða þingið til að hlusta á þjóðina.
Íris: Það þarf að virkja þjóðina betur.
Til dæmis með netkosningum. Mér
finnst Alþingi vera bara orðið ein
hvern veginn fyrir ofan okkur og
við erum ekki í neinu sambandi við
Alþingi.
Jóhann: Vandamálið við þjóðar
atkvæðagreiðslur, eins og í Sviss, er
að þar er hræðilega léleg kjörsókn og
þar geta hagsmunaöflin heldur betur
látið til sín taka.
Baron: Okkur vantar samt leiðir til
að láta fulltrúa almennings hlusta
betur á almenning og kjósendur.
Egill: Annað sem má laga er að þótt
þessi fimm prósent regla sé alveg góð
þá myndi ég vilja geta kosið annan
flokk til vara ef minn kæmist ekki á
þing.
Finnst ykkur þið nægilega inni í
öllum málum?
Baron: Pólitíkin er eiginlega þannig
að þú þarft að demba þér alveg inn
í hana til að geta skilið þetta. Þetta
er svo sérhæft. Pólitíkin notar allt
annan orðaforða heldur en almenn
ingur. Þetta er allt annað tungumál.
Við viljum bara fá að vera samfélags
Kynslóðin sem hefur kosið of oft
Blaðamaður Fréttablaðsins hitti nýja kjósendur eftirhrunsáranna á Alþingi til að ræða stjórnmálin. FréttABlAðið/Ernir
Kynslóðin sem fékk
kosningarétt á ár-
unum eftir hrun er
þreytt á sirkusnum í
stjórnmálunum. Mál-
efnin eru á undan-
haldi, það vantar
mannamál í stjórn-
málin, betri forgangs-
röðun og minna rugl.
Kosningar undan-
farinn áratug
l Alþingiskosningar 2007
l Alþingiskosningar 2009
l Sveitarstjórnarkosningar 2010
l Ríkisábyrgð vegna Icesave 2010
l Stjórnlagaþingskosningar 2010
l Ríkisábyrgð vegna Icesave 2011
l Forsetakosningar 2012
l Tillögur stjórnlagaráðs 2012
l Alþingiskosningar 2013
l Sveitarstjórnarkosningar 2014
l Forsetakosningar 2016
l Alþingiskosningar 2016
l Alþingiskosningar 2017
Af hverju erum við
Að leggjA endAlAusA
hjólreiðAstígA þegAr
spítAlinn er Að myglA?
Af hverju eru þeir í
forgAngi?
Tinna, 22 ára
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur@frettabladid.is
2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
1
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
7
-9
1
2
4
1
E
0
7
-8
F
E
8
1
E
0
7
-8
E
A
C
1
E
0
7
-8
D
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
1
2
s
_
2
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K