Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 25

Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 25
Skráðu þig inn þegar þú ert úti. Nýjung! Ný Siemens heimilistæki með Home Connect-appi. BS H -s am st ey pa n e r le yfi sh afi v ör u m er ki s í e ig u S ie m en s A G Siemens heimilistækin fást hjá Smith & Norland. www.siemens-home.bsh-group.com/se/ Ertu á leið heim til að athuga hvað er til í kæliskápnum? Slepptu því vegna þess að nú geturðu gægst inn í kæliskápinn í snjallsímanum þínum. Home Connect-appið gerir þér nefnilega kleift að tengjast þráðlaust nýjum sérhönnuðum heimilistækjum frá Siemens á auðveldan og þægilegan hátt hvort sem þú ert í vinnunni, á ferðalagi eða situr í sófanum heima. Með Home Connect-appinu eru Siemens heimilistækin aldrei lengra frá þér en snjallsíminn eða spjaldtölvan. Kveiktu á ofninum þegar þú ert á leiðinni heim, athugaðu hvort þvottavélin er búin að þvo eða fáðu dásamlegar uppskriftir að kvöldmatnum inni á recipeWorld. Home Connect-appið er fyrir þig og aðra þá sem þrá lausnir sem einfalda lífið. Kannaðu fleiri kosti á heimasíðu Siemens, www.siemens-home.bsh-group.com/se/. Heimilistækin þín í einu appi. þegnar og geta einbeitt okkur að okkar eigin málum og maður hefur ekki tíma til að kynna sér öll mál í þaula. Þessi orðaforði stjórnmálanna er ekkert að hjálpa manni, sko. Egill: Svo eru þessar leiðir sem stjórn- málamenn vilja fara. „Við viljum fara dönsku leiðina í efnahagsmálum,“ segja þeir og svo er ætlast til að maður gúgli bara ,danska leiðin‘ og fara marga hringi á internetinu til að finna út hvað danskt efnahagskerfi er. Selma: Einmitt, og hver nennir því? Jóhann: Fjölmiðlarnir mættu líka alveg bæta sig í framsetningu frétta. Þeir eru ekki alltaf sérfræðingar í því sem þeir eru að fjalla um heldur sér- fræðingar í að segja fréttir. Til dæmis þegar sérfræðingur er fenginn til að útskýra eitthvað og það er bara birt beint, þá verður það of langt, þurrt og leiðinlegt og enginn nennir að lesa það. Finnst ykkur ungt fólk nægilega upplýst um stjórnmál og stjórnmála- kerfið? Íris: Nei, það finnst mér ekki. Ef fólki hefði verið kennt þetta í skólum held ég að fólk hefði meiri áhuga á að kjósa – ef það vissi betur hvað þetta fólk gerði og hver gerði hvað. Selma: Það situr alveg fast í mér allt sem við lærðum um landnámið og um sjálfstæðisbaráttuna en ég man ekki eftir því að hafa fengið sam- bærilega kennslu um stjórnkerfið og stjórnmálin. Tinna: Ég er mjög sammála. Ég skil ekki af hverju ég þurfti að taka tvo söguáfanga í menntaskóla um ein- hverja Rómverja en ég lærði aldrei neitt um þetta; um stjórnkerfið og stjórnmálin. Ég veit í rauninni of lítið um hver ber ábyrgð á hverju og hvað er á valdsviði hvers. Það er bara geð- veikt asnalegt að þetta sé ekki kennt. Ég veit ekki hvenær ég á eiginlega að nota þessar upplýsingar um Róm- verjana. Ég er ekkert að fara segja neinum sögur af Rómverjum! Svona er íslenska menntakerfið í hnotskurn. Er þetta kannski eitthvað sem á að vera á ábyrgð foreldranna? Selma: Það er náttúrulega ekki víst að kennslan yrði eins í Vesturbænum og Garðabænum en má ekki kenna þetta bara eins og trúarbragðafræð- ina? Það má fræða um kerfið án þess að vera með trúboð. Egill: Það á kannski ekki að vera að kenna hvað flokkarnir standa fyrir vegna þess að það getur farið mjög illa. En það má kenna hvað orð þýða og hvernig kerfið virkar. Eins og með stjórnarskrána til dæmis, fara í gegn- um hvað stjórnarskráin gerir og hver er tilgangurinn með henni til dæmis. Selma: Það þarf líka að byrja áður en krakkar verða feimnir að spyrja. Ef menn byrja ekki á þessari kennslu fyrr en í unglingadeild, þá þora þau ekki spyrja. Það er miklu betra að byrja fyrr þegar þau vita ekkert hvað þetta er, pæla ekkert í því og finnst ekkert asnalegt að vita ekkert um þetta. Hvað setja þau á oddinn? Tinna 22 ára, þjónustufulltrúi á viðskipta- bankasviði Arion banka Ísland er að missa unga fólkið frá sér út af menntastefnunni hérna. Það verður að styðja betur við námsmenn eins og gert er á Norðurlöndunum. Svo er tekinn endalaus skattur af manni og maður nær ekkert að leggja fyrir. Unga fólkið er að reyna að komast áfram í lífinu og það er allt gert til að stoppa mann. Jóhann 27 ára, útibússtjóri hjá Blue Car Rental Við verðum að losa okkur við íslensku krónuna og koma okkur úr þessu örhagkerfi í kringum hana. Ég sé ekki tilganginn í því að vera endalaust að reyna að laga krónuna, þegar við þurfum þess ekki. Þetta er eins og að troða fílnum í gegnum skráargatið. Selma 27 ára, háskólanemi í fæðingarorlofi Mér finnst fólk ekki vera að einblína á hvaða flokkur henti því best og hvaða málefni, heldur erum við aðallega að hugsa: Hvernig get ég gert eitthvað til þess að þessi sirkus hætti? Egill 18 ára, framhalds- skólanemi Fyrir mér snúast þessar kosningar ekki um heilbrigðismál eða húsnæðismál. Þetta snýst um að fólk er bara að gefast upp á þessu kerfi eins og staðan er núna. Það þarf í rauninni bara að fara hart í það að setja niður þessa nýju stjórnarskrá. Íris 23 ára, viðskipta- fræðingur og starfandi flugfreyja Heilbrigðiskerfið er búið að vera stefnumál allra flokka í tíu ár, samt gerist ekkert og þetta bara versnar og versnar. Eru þeir að svelta heilbrigðiskerfið viljandi til að einkarekna kerfið geti tekið við? Baron 26 ára, ráðgjafi og jógakennari Staðan í geð- heilbrigðis- málum er mjög slæm. Þar vantar mikið upp á þjónustuna og starfsfólkið er útbrunnið. Það þarf að fjölga fólki alls staðar, ekki bara sálfræðingum, heldur ráðgjöfum líka. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 2 1 . o k T ó B e R 2 0 1 7 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 7 -9 1 2 4 1 E 0 7 -8 F E 8 1 E 0 7 -8 E A C 1 E 0 7 -8 D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.