Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 29

Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 29
Fjölga þarf vel launuðum störfum og auka fjölbreytni þeirra. Til þess þurfum við sókn í mennta- málum, lága vexti og stöðugan gjaldmiðil. Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið. Standa við rammaáætlun um vernd og nýtingu. Tryggja raforkuöryggi og háhraðanet út um allt land. Áhersla á þróttmikla starfsemi í landbúnaði, sjávarútvegi og ferða- þjónustu. Tryggja á að nýtingarrétt- ur á fiskimiðunum glatist ekki frá sjávarbyggðum. Þjóðin á að njóta afraksturs af fiskimiðunum. Leggja áherslu á nýsköpun sem forsendu framfara og efla nýsköpunar- og rannsóknastarf. Fjölbreytni, framtak og sjálfbærni atvinnulífs er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Við viljum auka framlög til nýsköpunar og rannsókna árlega um þrjá milljarða á næstu árum sem rennur úr Þjóðarsjóði. Við ætlum að lækka tryggingagjald enn frekar, sem gagnast ekki síst sprotafyrirtækjum. Ótímabært er að hækka virðisauka- skatt á ferðaþjónustu. Gistinátta- gjald renni óskipt til sveitarfélaga. Taka á upp komugjald á ferðamenn. Leysa þarf vanda sauðfjárbænda með auknum stuðningi. Sátt um sjálfbært fiskeldi. Tryggja þarf af- hendingu raforkuöryggis og flýta þrífösun rafmagns um land allt. Stytta vinnuvikuna í 35 stundir. Tekjuskerðingar eldri borgara eru óréttmætar og ber að afnema. Píratar vilja auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd með því að gera það auðveldara og ódýrara að stofna fyrirtæki og bæta rekstrarumhverfi þeirra. Öfluga, gjaldfrjálsa opinbera heil- brigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Við höfnum einkavæð- ingu heilbrigðiskerfisins og leggjum höfuðáherslu á að bæta heilbrigðis- þjónustu í almannaeigu. Við viljum efla geðheilbrigðisþjónustu og bæta við 100 sálfræðingum í heilsu- gæsluna og skólana. Hafist verði handa við byggingu nýs Landspítala Flokkur fólksins vill að grunnheil- brigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Framlög til heilbrigðisþjónustu í hlutfalli við landsframleiðslu verði aukin eins og þjóðin hefur kallað eftir. Nýr Landspítali rísi á nýjum stað. Efnahagur fólks má ekki vera hindr- un í að leita sér lækninga og ná bata. Lækka þarf kostnað sjúklinga frekar. Tryggja þarf aðgengi allra að sálfræðiþjónustu, fjölga hjúkrunar- rýmum, efla heimahjúkrun, stytta biðlista frekar, efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heil- brigðiskerfinu og nýta upplýsinga- og samskiptatækni betur. Framsókn vill fjárfesta í heilbrigðis- kerfinu með því framtíðarmarkmiði að veikir borgi ekki. Framsókn vill að sálfræðiþjónusta verði hluti af heilbrigðiskerfinu og fjölga sér- fræðilæknum á geðsviði. Framsókn vill hefja undirbúning að nýjum Landspítala á betri stað. Píratar ætla að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins um 25 milljarða árlega, og viðhalda þeirri hækkun. Óásættanlegt er að um 50 manns svipti sig lífi á hverju ári. Píratar vilja draga geðheilbrigðismál inn í 21. öldina með því að efla forvarnir og fella sálfræðiþjónustu undir almannatryggingar. Við viljum að tannlækningar séu gjaldfrjálsar. Ráðumst í stórsókn gegn ofbeldi. Við ætlum að setja einn milljarð króna árlega til að fjölga lögreglu- þjónum og rannsakendum, auka fræðslu og forvarnir og samræma móttöku þolenda kynferðis- og heimilisofbeldis um allt land. Vinnum gegn launamun kynjanna. Ísland á að vera í fararbroddi í rétt- indabaráttu hinsegin fólks. Flokkur fólksins leggur áherslu á mannréttindaákvæði stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasátt- mála sem öðlast hafa lagagildi hér á landi. Flokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld virði mannréttinda- ákvæði á hverjum tíma í hvívetna. Trú-, tjáningar- og skoðanafrelsi eru grundvallarmannréttindi sem standa verður vörð um. Jafnframt verður að gæta þess að allir virði mannréttindi. Sporna verður við hvers kyns ofbeldi, fagna fjölbreyti- leikanum, tryggja jöfn tækifæri og virða ólíkar lífsskoðanir. Framsókn vill stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátt- takendur og hafi jöfn réttindi. Mikil- vægt er að við móttöku útlendinga sé unnið með mannréttindi að leiðarljósi, að framkvæmd laga sé skilvirk og vel sé staðið að skipulagi hvort sem er vegna umsókna um dvöl, atvinnuréttindi eða þjónustu samfélagsins. Píratar vilja efla borgararéttindi, standa vörð um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs og berjast gegn allri mismunun gagn- vart einstaklingum; hvort sem hún er á grundvelli kyns, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, trúarbragða, uppruna, fötlunar o.fl. Við ætlum ekki að hækka skatta á lág- og millitekjufólk. Við viljum færa skattbyrði til þeirra sem hana geta borið. Við viljum réttlátan arð af auðlindum í stað skatta á almenning. Við ætlum að tryggja öllum öruggt húsnæði – minnst 6.000 nýjar leiguíbúðir í félögum sem eru rekin án hagnaðarsjónar- miða. Stokka ber upp fjármálakerfi landsins, leggja af verðtryggingu og lækka vexti. Húsnæðisliður verði felldur úr vísitölu til verðtrygg- ingar. Aðskilnaður fjárfestingar- og viðskiptabanka. Samfélagsbanki verði stofnaður. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigu- markaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi. Við viljum setja arðinn af orkuauð- lindum landsins í Þjóðarsjóð og nýta hann að hluta í aðkallandi verkefni. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnunnar, halda verð- bólgu og atvinnuleysi niðri, bæta samkeppnisumhverfi fyrirtækja og verja 100 milljörðum úr banka- kerfinu í nauðsynlegar innviða- fjárfestingar. Einfalt og réttlátt skattaumhverfi sem léttir skattbyrði á lágtekju- hópa. Skattaeftirlit til að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Ísland á að vera í fararbroddi í baráttunni gegn lágskattasvæðum sem nýtt eru til skattasniðgöngu. Bankarnir greiði 40 milljarða arð í ríkissjóð. Fram- sókn vill að einn af stóru bönk- unum verði samfélagsbanki. Píratar vilja hækka persónuafslátt strax á næsta ári um 7.000 kr. á mánuði. Takmarkið er að við lok kjörtímabilsins verði hann tæpar 78 þúsund krónur á mánuði. Fjármál hins opinbera skulu vera opin, tölvutæk, gagnsæ og sundur- liðuð, og eignarhald lögaðila skal vera opið og rekjanlegt. Stórsókn í skólamálum er lykillinn að betri lífskjörum. Meiri áhersla á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun. Aukum virðingu fyrir kennurum og bregðumst við kenn- araskorti. Fjármögnum háskóla til jafns við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Styðjum betur við fjölbreytta framhalds- skóla og vinnum gegn brottfalli. Taka verður á skorti á kennurum. Börnum tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunn- og leikskóla. Efla iðnmenntun. Ungu fólki kynntir atvinnumöguleikar og önnur tækifæri sem iðnmenntuðu fólki bjóðast. Leysa úr fjárhagsvanda há- skólastigsins og efla rannsóknir og nýsköpun í þágu atvinnulífsins sem undirstöðu að hagsæld og velferð. Við ætlum að taka upp náms- styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og auka framlög til háskólastigsins til meðaltals OECD-landa. Endur- skoða skólastarf og kennsluaðferðir í góðri sátt, auka skilvirkni og gæði. Fjölga sjálfstætt starfandi skólum, stemma stigu við brottfalli nem- enda, efla verknám og styðja við eflingu leik- og grunnskólastigsins. Afborganir af námslánum verði felldar niður í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skilgreindum svæð- um á landsbyggðinni. Fjármunir sem sparast við styttingu náms verði nýttir til uppbyggingar fram- haldsskólastigsins, m.a. í verknámi og á landsbyggðinni. Hækka endur- greiðslu í 25 prósent í tengslum við nýsköpun og rannsóknir. Við viljum að í menntakerfinu sé jafnvægi milli bók-, list- og verkgreina, með lítið heimanám, smærri bekki og virðingu fyrir starfi kennara sem endurspeglast í laun- um. Námslán greiðist fyrirfram. Með auknu alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og þróun aukast möguleikar á atvinnu, menntun og tækniþróun innanlands. Menning og listir munu leika enn stærra hlutverk í framtíðinni. Styðja þarf betur við menningarlíf og nám í listum og skapandi greinum. Aukum framlög í sjóði til stuðnings menningu og listum. Afnemum virðisaukaskatt á bækur og eflum bókasöfn, sérstaklega í skólum. Bætum rekstrarskilyrði Listaháskóla Íslands. Fella niður virðisaukaskatt á bækur. Standa vörð um viðunandi starfs- laun rithöfunda ásamt stuðningi við þýðingar á erlendum bókum. Efla íslenskunám á öllum skóla- stigum. Átak í máltækni, t.d. að for- rit séu gædd þýðingum á íslensku. Hækka fjárframlög til bókasafna. Til greina kemur að auka kröfur náms- skráa um lestur bókmenntaverka. Áfram verður stutt við þá miklu grósku sem er í íslensku menn- ingar- og listalífi. Verja þarf stöðu tungunnar í heimi upplýsingatækni og gervigreindar. Listnám verður eflt á öllum skólastigum og nám á sviði skapandi greina tekið upp á almennu grunn- og framhaldsskóla- stigi. Listir sem atvinnugrein ber að efla. Framsókn vill afnema virðisauka- skatt á bókum og rafbókum til að efla lestur og styrkja innlent fræða- starf og auðga íslenska tungu sem á undir högg að sækja. Framsókn vill afnema virðisaukaskatt af tónlist. Efla íslenskuna í stafrænum heimi, m.a. með stuðningi við þróun op- ins hugbúnaðar á íslensku. Einnig þarf að skoða hvernig við tryggjum að íslenskt efni sé aðgengilegt á netinu þannig að listamenn og neytendur njóti góðs af. Listahá- skólinn hefur verið í óviðunandi húsnæði frá stofnun. Fella á niður virðisaukaskatt á bókum. Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að upp- byggingu Borgarlínu. Byrjum undir- búningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér. Gert verði átak til að efla samgöng- ur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri. Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Fram- kvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðar- getu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi. Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjár- festing landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innan- lands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd. Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vist- vænan samgöngumáta. Tvöföldum barnabætur þannig að þær hækki og nái til fleiri barnafjöl- skyldna. Aukum húsnæðisstuðning og horfum sérstaklega til ungs fólks, leigjenda og fyrstu kaupenda. Hækkum ellilífeyri og fjórföldum frítekjumark. Bætum kjör og aðstæður öryrkja. Við viljum 12 mánaða fæðingarorlof og hærri greiðslur. Hækkun persónuafsláttar og tryggja 300.000 kr. skattfrjálsa fram- færslu á mánuði með hliðsjón af opinberum framfærsluviðmiðum. Löggildingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almanna- trygginga og lífeyrissjóða, lífeyris- sjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara í 100 þúsund krónur. Styrkja þarf heimaþjónustuna, byggja ný hjúkrunarheimili með árlegum 3 milljarða framlögum úr Þjóðarsjóði, hækka hámarksgreiðsl- ur úr Fæðingarorlofssjóði, taka upp starfsgetumat, lögfesta NPA og jafna stöðu ungmenna í námi sem búa hjá foreldrum á örorkulífeyri. Ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. 300 nýjar þjónustuíbúðir og hjúkrunarrými fyrir aldraða á ári. Afnema frítekju- markið af atvinnutekjum eldri borgara. Framsókn vill tryggja að ör- orkulífeyrir fylgi lágmarkslaunum. Barist gegn kynbundnu ofbeldi. Fæðingarorlof verði 12 mánuðir. Píratar vilja leggja 11 milljarða til byggingar íbúða á næsta ári. Við þurfum íbúðir handa ungu fólki, fjölskylduvænar íbúðir og íbúðir til langtímaleigu. Lögfestum NPA. Bætum meðferð kynferðisbrota- mála í samráði við þolendur. Gefum þolendum aukna aðkomu að kærumálum sínum og eflum sálrænan og félagslegan stuðning. Þjóðaratkvæðagreiðsla um fram- hald aðildarviðræðna við ESB. Upptaka evru samhliða inngöngu í ESB mundi auka stöðugleika, lækka vaxtakostnað og auðvelda litlum sem stórum alþjóðafyrirtækjum að hafa starfsemi sína hér á landi. Við viljum taka á móti fleiri flótta- mönnum og betur á móti hælisleit- endum, sérstaklega börnum. Flokkurinn styður aðild Íslands að NATO, er fylgjandi EES-samningnum en hafnar aðild að ESB. Flokkur fólksins styður endurskoðun á Schengensamkomulaginu líkt og aðrar eyþjóðir hafa gert með því að herða á landamæraeftirliti landsins með auknu vegabréfaeftirliti. Endurskoða skal þátttöku Íslands í viðskiptabanni gegn Rússlandi. Við viljum aukna fríverslun í við- skiptum okkar við umheiminn. Treysta þarf tengslin við Bretland og brýnt er að leita eftir fríversl- unarsamningi við Bandaríkin og víðar um heim. Hagsmunir Íslands eru best tryggðir utan Evrópu- sambandsins og við eigum að hafa forystu um samstarf þjóða á norðurslóðum. Framsókn hafnar aðild að ESB. EES er mikilvægasti efnahagssamningur Íslands og tryggja þarf skilvirka framkvæmd hans. Framsókn vill efla viðskipti og samvinnu við önnur ríki. Ísland verði í fremstu röð í baráttu gegn skattaskjólum. Ísland verði áfram í fararbroddi í mann- réttindum. Lögfestum alþjóðasamninga um réttindi barna og um rétt- indi fatlaðs fólks. Fylgjum eftir þingsályktun um IMMI og gerum Ísland að miðstöð tjáningar- og upplýsingafrelsis. Efnum svikin lof- orð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB og fylgjum vilja þjóðarinnar í þeim málum. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 29l A U g A R D A g U R 2 1 . o k T ó B e R 2 0 1 7 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 7 -6 9 A 4 1 E 0 7 -6 8 6 8 1 E 0 7 -6 7 2 C 1 E 0 7 -6 5 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.