Fréttablaðið - 21.10.2017, Síða 34

Fréttablaðið - 21.10.2017, Síða 34
í keppnisferð liðsins til Lúxem- borgar í janúar árið 2008. „Hann gerði allt nema að nauðga mér. Hann var alltaf að bíða þangað til ég yrði 18 ára. Hann hefði samt eflaust ekki kallað það nauðgun. Ég gleymi því aldrei að hann sagði við mig á 17 ára afmælinu mínu í ferðinni: „Just one more year.“ Við vorum á stóru hosteli í Lúxemborg og hann fór með mig niður í kjallar- ann öll kvöld í ferðinni nema eitt, því þá var þjálfarafundur.“ „Martröð“ Hún segir að misnotkunin í þessari ferð hafi verið með því versta sem hún þurfti að þola, hann nýtti sér aðstæðurnar þar sem hún var langt frá heimili sínu og foreldrarnir ekki með í ferðinni. „Mér finnst martröð að tala um þetta. Þegar við vöknuðum einn morguninn í Lúxemborg var súkku- laði í herberginu og skilaboð frá þjálfaranum. Stelpunum fannst þetta bara sætt en ég fékk svo SMS frá honum. Hann skrifaði að ég hefði sofið svo fast að ég hafi ekki vaknað þegar hann hafi kysst mig og komið við mig. Þetta var á herbergi sem við vorum margar í. Hann tók þá líka mynd af mér sofandi.“ Síðasta daginn í ferðinni ákvað allur hópurinn að fara í H&M. Þjálf- arinn segir hópnum að Hildur Erla fari ekki með því hann þurfi að ræða við hana um mótið og kvíðann. „Hann var bara að búa eitthvað til. Ég var stressuð upp að eðlilegu marki því ég vildi standa mig vel en ég var ekki eins kvíðin og hann lét líta út fyrir að vera. Eini kvíðinn í mínu lífi tengdist honum og engu öðru.“ Þegar hópurinn var farinn fór þjálfarinn með Hildi Erlu upp í her- bergið sitt. „Þetta voru örugglega svona þrír tímar. Hann klæddi mig úr öllum fötunum. Í bílnum heima hafði hann aldrei klætt mig alveg úr buxunum, renndi bara frá eða dró þær niður. Þarna tók hann mig úr öllu nema nærbuxunum, ég var alveg berskjölduð. Ég var ógeðslega hrædd. Hann var samt líka mjög stressaður um að hópurinn væri að koma til baka. Ég man hvað ég skalf öll ótrúlega mikið,“ Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi hugsað fyrir öllu og áður en hópurinn kom aftur hafi hann farið með hana á kaffihús við hótelið, þau hittu svo hópinn þar rétt hjá og allir héldu að þau hefðu verið að ræða saman á kaffihúsi allan tímann. Varð stjörf Hún reyndi að segja honum að hætta, að þetta væri rangt, en það hafði engin áhrif. „Ég vissi bara að ef ég myndi streitast á móti eða segja eða gera eitthvað sem honum mislíkaði þá yrði þetta bara allt miklu verra, hann yrði reiður og miklu harð- hentari og þetta tæki lengri tíma. Hann var líka alltaf að hóta mér, hann gaf í skyn að ef ég gerði ekki það sem hann sagði mér að gera þá myndi þetta ganga lengra. Ég fraus svo bara alltaf, varð alveg stjörf. Þegar ég lít til baka þá veit ég ekki hvernig ég komst í gegnum þetta allt. Ég þorði samt ekki að segja frá, ég sá ekkert líf fyrir mér ef ég myndi segja frá, sem er svo barns- legt en ég var auðvitað ekkert annað en barn. Ég sá ekki að ég gæti látið hann hætta, að ég gæti unnið hann.“ Verstu brotin á heimili hans Hildur Erla segir að eftir ferðina hafi ástandið versnað. Hann var stjórn- samur og ætlaðist til þess að hún myndi hlýða öllu sem hann sagði, á æfingum og utan þeirra. Rifjar hún upp að hann hafi meðal annars reiðst og sakað hana um óvirðingu við hann þegar hún breytti um klippingu og líka þegar hún mætti í kósí íþróttafötum á æfingu. Verstu brotin áttu sér svo stað á heimili þjálfarans í Hafnarfirði eftir eina æfinguna. „Ég var í fríi í skólanum þar sem það hafði verið árshátíð kvöldið áður. Systir mín var heima sofandi og foreldrar mínir í vinnunni. Í stað þess að keyra mig heim fór hann með mig heim til sín eftir að hann hafði keyrt hinar stelpurnar heim. Hann sótti einhverja dýnu og setti á gólfið, ég man bara hvað ég var ógeðslega hrædd þarna. Hann setti mig hratt á dýnuna og gerði allt við mig sem honum datt í hug. Hildur Erla var orðin þunglynd og átti virkilega erfitt. „Að hugsa til baka var ég orðin svakalega bæld á þessum tíma en ég var ótrúlega góð í að setja upp grímu.“ Myndaði hana á æfingum „Hafnarfjörður er bærinn sem ég ólst upp í en hann skemmdi hann fyrir mér. Ég gæti ekki hugsað mér að búa þar í dag. Hann fór alltaf með mig á iðnaðarsvæði, niður á höfn, útsýnisstað við sjóinn hjá Hrafnistu, rétt hjá Flensborgarskóla eða hjá litlum róluvelli í hverfinu mínu.“ Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi verið á svipuðum aldri og foreldrar þeirra sem hann þjálfaði, aldurs- munurinn á þeim var því mikill. Hann var giftur og bjó með eigin- konu sinni og tveimur börnum. „Þjálfarinn byrjaði svo líka að fara yfir strikið á æfingum, með því að taka myndir af mér.“ Hún tók ekki eftir því að það var verið að taka myndir af henni en svo sendi hann þær í skilaboðum eftir æfingu. „Þegar ég var að ganga frá kútum eða froskalöppum eftir æfingar í kompu sem var í lauginni kom hann stundum þangað inn á eftir mér.“ Skilaboðin voru eina sönnunin Allan þennan tíma var þjálfarinn stöðugt að senda Hildi Erlu SMS- skilaboð. „Þar var hann að segja hvað hann elskaði mig mikið og talaði um líkamann minn og hvað hann lang- aði að gera við mig. Stundum talaði hann um sundið eða sagði eitthvað djúpt um lífið sem ég ætti að fara eftir. Fyrir utan játningu hans við formann sundfélagsins þegar þetta komst upp voru skilaboðin eina sönnunargagnið sem ég hafði þegar ég hitti lögregluna.“ Minnið í símum var mjög lítið á þessum tíma og því gat síminn aðeins geymt fá skilaboð en það var samt nóg og fékk lögregla því sím- ann. Iðkendur í sundhópnum voru líka látnir ræða við lögreglu þegar mál Hildar Erlu var kært. Sögðu þau meðal annars frá einum skilaboðum sem þjálfarinn hafði sent óvart á allan hópinn. Skilaboðin voru kyn- ferðisleg og ætluð aðeins Hildi Erlu. Þegar hópurinn fékk skilaboðin sögðu nokkrar vinkonur hennar að hann væri kannski að halda fram- hjá konunni sinni, engan grunaði að þjálfarinn væri að áreita eina úr hópnum. „Þegar þetta mál með skilaboðin kom upp fann ég engan kjark, ekk- ert þor, til þess að segja frá því sem var í gangi.“ Hildur Erla opnaði sig fyrst fyrir tveimur vinkonum sínum í sundinu sem eru bestu vinkonur hennar enn í dag. Hún sagði þeim fyrst að hún þyrfti að segja þeim frá einhverju en sagði ekki hvað það væri. „Ég gat ekki komið þessu í orð. Við gistum saman heima hjá mér eftir sundmót og við vorum einar heima. Þær náðu svo að spyrja mig spurninga sem ég svaraði já og nei þangað til að þær komust að sann- leikanum. Ég var svo ótrúlega hrædd um það hvað myndi gerast þegar ég segði einhverjum frá.“ Kenndi sjálfri sér um Tveimur dögum síðar þegar foreldr- ar hennar komu heim frá útlöndum, sagði hún þeim frá. Hildur Erla segir að sjokkið hafi hellst yfir sig þegar hún sá viðbrögð þeirra sem hún sagði frá. Þá hafi hún áttað sig á því hversu virkilega rangt og ógeðslegt það sem hún hafði lent í væri í raun og veru. „Ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið og var svo ótrúlega hrædd um að þau yrðu reið við mig, sem er alveg ótrúlega brenglað. Ég sá þetta bara þannig að þetta væri einhvern veginn mér að kenna eða að ég hefði kallað þetta yfir mig.“ Faðir Hildar Erlu tilkynnti málið til sundfélagsins og Barnaverndar- nefndar sem kærði svo málið fyrir hönd Hildar Erlu þar sem hún var undir lögaldri. Hópurinn fékk nýjan þjálfara en afreksfólk í sundfélaginu þjálfaði þau þangað til þjálfarinn tók til starfa. „Pabbi hringdi í formann sund- félagsins strax um kvöldið og þjálf- arinn var svo rekinn daginn eftir. Hann var kallaður inn á fund hjá formanninum og einum öðrum og þá játar hann hjá þeim. Kæran fór svo í gang og ég fór í skýrslutökur.“ Hildur Erla segir að skýrslutök- urnar hafi verið erfiðar og það hafi verið henni mjög erfitt að segja upp- hátt allt sem þjálfarinn hafði gert við hana. Ótrúlega hrædd „Fyrstu dagarnir eftir að ég sagði frá eru í mikilli móðu en ég man hvað allir grétu mikið og hvað foreldrar mínir héldu fast utan um mig. Þá fannst mér eins og að ég væri búin að skemma allt fyrir öllum.“ Eftir að Hildur Erla sagði frá árið 2008 var hún spurð að því af hverju hún hefði ekki sagt frá fyrr. „Ég get bara ekki lýst því hversu ógeðslega hrædd ég var við hann. Ég skammaðist mín líka. Hann hafði eitthvert vald yfir mér, á einhvern sjúklega stjórnandi hátt hafði hann brotið mig niður og náð mér á sitt vald.“ Foreldrar og sundiðkendur voru kallaðir á fund eftir brottreksturinn og Hildur Erla þorði ekki annað en að mæta, svo aðrir myndu ekki fatta að brottreksturinn tengdist henni. „Ég skammaðist mín svo mikið og í mörg ár á eftir fannst mér ég ógeðs- leg og viðbjóðsleg.“ Kæran sett á ís Þegar foreldrum Hildar Erlu var sagt eftir að málið var kært að þetta yrði langt og erfitt ferli, ákváðu þau að spyrja hvort hún treysti sér í það. „Ég sagði nei. Ég átti mjög erfitt á þessum tíma og fann ekki kjarkinn í að halda áfram með kæruna.” Málið var því sett á ís en Hildur Erla segir að í skýrslunni um málið hafi komið fram: „Stúlkan og for- eldrar hennar hafa dregið kæruna til baka.“ Hún hætti svo í sundi í byrjun ársins 2009 og tókst aldrei að byrja aftur að æfa. „Ég frétti það eftir að ég sagði frá að hann hafði verið tilkynntur til sundsambandsins áður fyrir skrítna hegðun. Móðir eins sundiðkanda á móti hafði látið vita að hann hefði verið að knúsa og kjassa alla og segja skrítna hluti. Það var ekkert gert í því. Þessu var bara einhvern veginn sópað undir teppið, að hann væri bara svona.“ Þessi tilkynning barst sundsam- bandinu á þeim tíma sem brotin gegn Hildi Erlu áttu sér stað. „Ég var ótrúlega vonsvikin.“ Hildur Erla kærði aftur árið 2013 þar sem hún var orðin eldri og sterkari. Hún fékk svo bréf um að þrátt fyrir að framburður hennar hafi þótt trúverðugur hafi hann ekki fundist né komið hingað síðustu ár og væri ekki væntanlegur. Málið var fellt niður og ekki þótti sönnunar- staða málsins með þeim hætti, að alþjóðleg handtökuskipun kæmi til álita að mati lögreglustjóra. Hún sér eftir að hafa ekki klárað kæru- ferlið strax eftir að hún sagði frá, mögulega hefði útkoman þá orðið öðruvísi. „Ég hugsa oft um það hvar ég væri eða hver ég væri ef þetta hefði ekki gerst. Öll mín samskipti og allt mitt líf síðan þá hefur verið litað af þessu. Ég á erfitt með að treysta og erfitt með að hafa trú á sjálfri mér.“ Vonar að frásögn sín hjálpi Hildur Erla er þakklát fyrir að hafa hitt unnusta sinn á réttum tíma- punkti í lífinu og fengið að upplifa hamingjuna. „Maðurinn minn og hans persónu- leiki var og er það besta sem gat og hefur komið fyrir mig. Hann náði mér upp og gaf mér allan þann tíma og styrk sem ég þurfti.“ Hildur getur farið í sund en forð- ast þó ákveðnar sundlaugar. „Við erum búin að vera í ungbarnasundi með stelpuna okkar núna sem er dásamlegt, það er hápunktur vik- unnar hjá okkur.“ Hún vonar að sín frásögn geti kannski hjálpað einhverjum öðrum. „Ég sagði frá og ég kærði hann. Það var ekki auðvelt og það tók langan tíma en ég gerði það. Í svo langan tíma hefur hann einhvern veginn komist undan og fáir vitað hvað hann gerði. En ekki lengur, þetta er ekki leyndarmál, rétt eins og þetta var ekki mér að kenna og ég vil reyna að vera fyrirmyndin sem mig vantaði á sínum tíma.“ visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi. Hildur Erla ásamt vinkonu sinni og systur. Hún segir að vináttan sem hafi myndast í sundinu sé ennþá jafn sterk. Þetta voru örugglega svona Þrír tímar. Hann klæddi mig úr öllum fötunum. í bílnum Heima Hafði Hann aldrei klætt mig alveg úr buxunum, renndi bara frá eða dró Þær niður. Þarna tók Hann mig úr öllu nema nær- buxunum, ég var alveg berskjölduð. ↣ Finndu okkur á facebook Flísabúðin kynnir hágæða Ítalska HELIOSA rafmagnshitara HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Hitna strax, vindur hefur ekki áhrif, vatnsheldir og menga ekki. Margar gerðir til á lager. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -9 B 0 4 1 E 0 7 -9 9 C 8 1 E 0 7 -9 8 8 C 1 E 0 7 -9 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.