Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 84

Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 84
Þú hittir á hárrétta augna-blikið. Það hefur staðið yfir æfing hér frá klukkan eitt en henni er lokið,“ segir Albert Eiríksson vingjarnlega þegar hann heyrir erindi mitt, og réttir manni sínum, Bergþóri Pálssyni, símann. Berg- þór bregst líka vel við, er til í afmælis- spjall vegna sextugsafmælisins á morgun enda búinn að bjóða 1.500 gestum í Eldborg í Hörpu. „Veislan verður í formi tóna, það er tíu ára gamall draumur. Þegar ég varð fimmtugur hélt ég venju- lega veislu og skemmtiatriðin fólust í að ýmsir vinir mínir, söngvarar og píanó- leikarar tóku með mér dúetta. Mörgum fannst það skemmtilegt og ég fékk þá flugu í höfuðið að endurtaka þetta að tíu árum liðnum og bjóða helst allri þjóð- inni í þakklætisskyni fyrir kynnin. Ég lét svo boð út ganga á fésbókinni fyrir skemmstu og í viðtalsþætti á RÚV og miðarnir runnu út á örskotsstundu.“ Stífar æfingar? „Ég er á æfingum fyrir óperuna Toscu alla daga, og skýt inn æfingum hér heima á milli. Þær voru til dæmis hér áðan Brynhildur Guðjóns og Margrét Eir og tóku lag með mér. Svo fengum við okkur köku og kaffi. Þetta verður voða heimilislegt í Hörpu líka, ekki eins og tónleikar, bara öðruvísi afmæli en venjulega.“ Þegar Bergþór ákvað þetta afmælis- gigg fyrir tíu árum sá hann auðvitað ekki fyrir að hann yrði að frumsýna óperu daginn áður. Hann kveðst verða að láta frumsýningarpartíið eiga sig að miklu leyti og fara heim að sofa. „Ég vona bara að mér takist að festa blund fyrir spenn- ingi. Annars eru lögin í afmælinu þau sömu og ég hef verið með á skemmt- unum undanfarna áratugi svo ég er bara að dusta af þeim rykið.“ Bergþór ólst upp í Hlíðunum í Reykja- vík, man eftir Klömbrum á Klambratúni og ilmi frá reykkofa þar sem hangi- kjöt og silungur héngu. Síðar var nafni svæðisins breytt í Miklatún og búin til brekka í einu horninu, þar steig hann sín fyrstu skref á skíðum. En var snemma sýnt hvað úr honum yrði? „Ja, þeir sem voru í kringum mig segja að ég hafi, sem krakki, haft tilhneigingu til að vera á sviði og í gagnfræðaskóla hafði ég gaman af að standa upp á göngunum og leika bæði konur og karla. Ég var eiginlega þessi skrítni á tímabili en slapp þó alveg við einelti.“ Tónlistin tók snemma mestan tíma að sögn söngvarans. „Ég lærði á fiðlu mér til gamans en það hvarflaði ekki að mér í uppvextinum að ég mundi starfa við tónlist. Fór þó í tónmenntakennara- deild því ég ætlaði að verða kennari og þá þurfti ég að taka söngtíma. Svo varð þróunin sú sem allir þekkja,“ segir Berg- þór. Hann biður fólk vinsamlega að láta miðasölu Hörpu vita ef það geti af ein- hverjum orsökum ekki notað miða sína á afmælistónleikana á morgun, til að aðrir komist að. gun@frettabladid.is Allri þjóðinni var boðið Bergþór Pálsson söngvari er höfðinglegur þegar hann fagnar sextugsafmælinu. Hann tók Eldborg í Hörpu á leigu, lét boð út ganga og miðarnir runnu út á örskotsstund. Sonardóttirin, Marsibil Mogensen Bragadóttir, með afa sínum á myndinni og syngur líka með honum lag í afmælinu. FréttaBlaðið/Ernir Eiginmaður minn, Guðmundur Þórðarson lést á Landspítalanum 3. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd vandamanna, Guðný Hálfdanardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg S. Jónasdóttir lést 18. október á hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum. Útförin verður gerð frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 25. október kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hollvinasamtök hjúkrunarheimilisins Dyngju. Málfríður Þórarinsdóttir Sigurgeir Þorgeirsson Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir Borgþór Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Guðmundsson úrsmiður, Sóltúni 1, Reykjavík, áður Melgerði 39, Kópavogi, lést mánudaginn 16. október á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. október kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaheill. Nína Björg Kristinsdóttir Guðmundur Helgason Inga Þóra Þórisdóttir Helga Bogadóttir Hilmar Malmquist Halla Bogadóttir Eiríkur G. Guðmundsson Jóhann S. Bogason Dagný Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar ömmu minnar, systur og móðursystur, Sigrúnar Lovísu Sigurðardóttur Róbert Alexander Alexandersson Jón Sigurðsson Sigrún Tryggvadóttir Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, Eyþór Grétar Birgisson leigubílstjóri, lést mánudaginn 16. október. Jarðarförin verður fimmtudaginn 26. október kl. 13.00 í Fella- og Hólakirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning ungrar dóttur hans, 0115-26-010079, kt. 231003-2150 Ásdís Ásgeirsdóttir Sölvi Þór Eyþórsson Amanda Rosa Egholm Elvar Örn Eyþórsson Kristín Viðja Harðardóttir Karen Ósk Eyþórsdóttir Þóra Sigurjónsdóttir Sigurjón Birgisson Mjöll Kristjánsdóttir Guðlaug Birgisdóttir Sigvaldi Einarsson Birgir Birgisson Elín Rós Hansdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Herdís Matthildur Guðmundsdóttir Úthlíð 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 26. október kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð kvenlækningadeildar eða Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. Árni Brynjólfsson Sigþór Árnason Hulda Helga Þráinsdóttir Brynjólfur Árnason Inga Þóra Ásdísardóttir Hrönn Árnadóttir Óskar Meldal Gíslason og ömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Jóhann Jónsson læknir, Eiríksgötu 27, Reykjavík, andaðist 14. október á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 13. Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir Gylfi Ólafsson Ingibjörg Sigrún Einisdóttir Vala Ólafsdóttir Kristján Ívar Ólafsson Heba Helgadóttir Jón Ívar Ólafsson Ingunn Ásta Sigmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r40 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ja, þeir sem voru í kringum mig segja að ég hafi, sem krakki, haft tilhneig- ingu til að vera á sviði. 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 7 -6 9 A 4 1 E 0 7 -6 8 6 8 1 E 0 7 -6 7 2 C 1 E 0 7 -6 5 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.