Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 10
NOREGUR Bókasafnsfræðingurinn
Linda Schade Andersen við Ulle-
vål háskólasjúkrahúsið í Ósló segir
þátttöku í leshringjum, sem hafa
verið í boði á sjúkrahúsinu frá
2015, af hinu góða. Litið sé á þátt-
takendur sem persónur en ekki bara
sjúklinga. Þátttakan opni auk þess
á samtöl sem menn þora almennt
ekki að eiga við ókunnugt fólk.
Upphafið að fyrrgreindum les-
hringjum, Shared Reading, byrjaði
sem verkefni við Háskólann í Liver-
pool árið 2000. Í ljós kom að þátt-
takan var heilsubætandi. Slíkir les-
hringir eru útbreiddir í Englandi og
Danmörku og eru nú að ná fótfestu
í Noregi og Svíþjóð. – ibs
Leshringir á
sjúkrahúsi
eru heilsubót
Mið-AfRíkUlýðvEldið Friðargæslu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna í Mið-
Afríkulýðveldinu slepptu tveimur
meintum stríðsglæpamönnum í
desember 2015 án þess að draga þá
fyrir rétt.
Þetta kemur fram í trúnaðarskjöl-
um sem BBC hefur undir höndum
og fjallaði um í gær. Um er að ræða
tvo uppreisnarmenn sem réðust á
friðargæsluliða SÞ en það telst til
stríðsglæpa.
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir
kosningar þar í landi og var „hinum
meintu stríðsglæpamönnum
sleppt“ til að „reyna að raska ekki
kosningunum“ eins og segir í skjöl-
unum.
Mennirnir tilheyrðu skæruliða-
samtökunum Union pour la Paix
en Centrafrique. Þegar þeir nálg-
uðust búðir friðargæslusveitanna
í bænum Galaboroma bað friðar-
gæsluliði þá um að stansa og setja
hendur á höfuð svo hægt væri að
leita á þeim. Þá réðust uppreisnar-
mennirnir á friðargæsluliðann.
Friðargæsluverkefnið í Mið-
Afríkulýðveldinu hefur ekki gengið
áfallalaust fyrir sig. Í maí fyrr á þessu
ári fórust nokkrir friðargæsluliðar
til að mynda í árásum uppreisnar-
manna.
Þá voru friðargæsluliðar sak-
aðir um að nauðga miklum fjölda
kvenna þar í landi. Í desember á
síðasta ári lauk rannsókn Sam-
einuðu þjóðanna á ásökununum
og kom í ljós að 41 friðargæsluliði
hafði verið sakaður um nauðgun
eða annað kynferðislegt ofbeldi.
Alls tóku rannsakendur viðtöl við
139 konur sem lýstu ofbeldi sem
þær urðu fyrir árin 2014 og 2015 í
Kémo-héraði. – þea
Slepptu meintum stríðsglæpamönnum til að trufla ekki kosningar
Bókasafnsfræðingur segir leshringi
bæta líðan. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
kíNA Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, heimsótti Kína í gær og
átti fund með Xi Jinping forseta.
Ræddu þessir valdamestu menn
heims saman um milliríkjaviðskipti
og ástandið á Kóreuskaga. Athygli
vakti að Trump fór í þetta sinn
fögrum orðum um Xi, rétt eins og
hann gerði þegar Kínverjinn heim-
sótti Bandaríkin fyrr á árinu til að
ræða sömu mál.
Á meðan Bandaríkjaforseti var
í kosningabaráttu var orðræðan
önnur. Á kosningafundi í maí 2016
sagði Trump til að mynda: „Við
getum ekki leyft Kínverjum að
nauðga landinu okkar, það er það
sem þeir eru að gera. Þetta er mesti
þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði
forsetinn þar til viðskiptanna á milli
ríkjanna sem honum þótti Kínverjar
hagnast á en Bandaríkjamenn ekki.
Svo virðist þó sem Trump hafi
skipt um skoðun. „Það er ekki hægt
að kenna Kínverjum um að nýta
sér Bandaríkin til þess að bæta
hag borgara. Kínverjar hafa staðið
sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkis-
stjórnum um að leyfa viðskiptahalla
okkar að aukast eins og hann hefur
gert.“
Eins og fjallað hefur verið ítar-
lega um er Xi nú orðinn valdamesti
leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur
hugsjón hans og nafn verið ritað í
stjórnarskrá Kommúnistaflokksins
en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur
þann heiður frá því að Mao Zedong
var leiðtogi Kínverja.
Rétt eins og flokksmenn gerðu í
október fór Trump fögrum orðum
um þennan valdamikla leiðtoga.
„Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði
forsetinn til að mynda.
Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran
greiða í lok blaðamannafundar
þeirra tveggja, að því er BBC greinir
frá. Greiðinn fólst í því að neita að
svara spurningum blaðamanna, líkt
og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að
Bandaríkjaforsetar hafi venjulega
reynt að berjast fyrir auknu fjöl-
miðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“
skrifar blaðamaður BBC.
Trump er ekki í sömu stöðu og Xi.
Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta
kjósenda í Bandaríkjunum sam-
kvæmt vegnu meðaltali skoðana-
kannana sem FiveThirtyEight tekur
saman. Þá tapaði flokkur hans ríkis-
stjórasætum og sætum í fjölmörgum
ríkisþingum á þriðjudag.
CNN greindi frá því í gær að fimm
ríkja Asíureisa Trump væri sérstak-
lega hugsuð til þess að sýna hæfni
forsetans í því að semja við önnur
ríki og þannig mögulega rétta úr
kútnum. Sjálfur hefur Trump stært
sér af því að vera stórkostlegur
samningamaður.
Tilkynnt var um gerð samninga
sem eiga að auka viðskiptin á milli
ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
samtali við blaðamenn að þeir
samningar væru þó smávægilegir
þegar kæmi að því að rétta við-
skiptahallann.
Eins og áður segir barst talið
óhjákvæmilega að Norður-Kóreu.
Trump hefur áður gagnrýnt meint
aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar
hafa EKKERT gert fyrir okkur þegar
kemur að Norður-Kóreu, bara
talað,“ tísti forsetinn til að mynda í
júlí síðastliðnum.
Nú kallaði Trump eftir því að Kín-
verjar gerðu allt sem í valdi þeirra
stæði til að fá Norður-Kóreumenn til
að láta af áformum sínum um þróun
kjarnorkuvopna. Sagði hann að auð-
velt yrði fyrir Kínverja að fá það í
gegn en Kína hefur lengi verið eini
bandamaður einræðisríkisins. „Ég
kalla eftir því að herra Xi leggi hart
að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er
harðduglegur og ef hann leggur hart
að sér fær hann þetta í gegn.“
Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar
myndu áfram vinna að því að inn-
leiða að fullu þær þvingunarað-
gerðir sem öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefur samþykkt og vinna
að friði á Kóreuskaga.
thorgnyr@frettabladid.is
Trump hafði fögur orð um Xi
Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagn-
rýnt Kínverja harðlega. Ferðin sögð farin til að styrkja ímynd forsetans í Bandaríkjunum eftir erfitt gengi og
óhagstæðar skoðanakannanir. Báðir forsetarnir ætla að vinna að því að koma á friði á Kóreuskaga.
Verkefni SÞ í Mið-Afríkulýðveldinu gengur ekki sem skyldi. NoRdIcphoToS/AFp
Kínversku forsetahjónin sýndu bandarískum gestum sínum merkileg kennileiti í höfuðborginni peking. NoRdIcphoToS/AFp
Það er ekki hægt að
kenna Kínverjum
um að nýta sér Bandaríkin til
þess að bæta hag borgara.
Kínverjar hafa staðið sig vel.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna
Bæði ríki munu
vinna áfram að friði
á Kóreuskaga.
Xi Jinping, forseti Kína
dóMsMál Gunnar Jónsson, eigandi
jarðarinnar Króks, segir ýmsa
möguleika fyrir hendi til að leysa
deiluna um fjárrekstur á haust-
in um land hans að Þverárrétt.
„Landeigandinn hefur til dæmis
boðið upprekstrarfélaginu þrjá
kosti til þess að koma fénu um
Króksland til Þverárréttar að
hausti. Þeim tilboðum hefur öllum
verið hafnað en eigendum jarðar-
innar verið boðið upp á þá lausn að
afhenda upprekstrarfélaginu tvo
þriðju hluta þess lands sem Hæsti-
réttur dæmdi að væri þeirra eign,“
segir Gunnar.
Króksbóndinn gagnrýnir bæði
Gunnlaug A. Júlíusson, sveitar-
stjóra Borgargbyggðar, og Kristján
Franklín Axelsson, formann upp-
rekstrarfélagsins fyrir orð þeirra í
Fréttablaðinu 1. nóvember. Ekki sé
þörf á nýrri rétt eins og haft sé eftir
Kristjáni.
„Það er heldur ekki þörf á því
að reka féð eftir þjóðvegi eitt. Það
nægir að virða girðingalög og dóm
Hæstaréttar og þiggja þá fyrir-
greiðslu sem þeim upprekstrar-
mönnum hefur lengi staðið til
boða. Sá möguleiki virðist ekki vera
fyrir hendi. Þess vegna hefur þessu
máli verið vísað til dómstóla,“ segir
Gunnar. Þá sé haft eftir sveitarstjór-
anum að upprekstrarfélagið hafi
notað hluta af Krókslandinu í 90 ár
í þeirri góðu trú að það ætti landið.
„Rétt er að geta þess að allan
þann tíma var umrætt land þing-
lýstur hluti jarðarinnar samkvæmt
landamerkjaskrá, sem staðfest var
af formanni upprekstrarfélagsins.
Það er heldur ekki rétt, sem sveitar-
stjórinn gefur til kynna, að leiðin
úr afréttinni til byggðarinnar liggi
um einhvers konar einstigi eða
„trekt“ í gegnum Krókslandið.“
– gar
Hvorki þörf á nýrri rétt né fjárrekstri um þjóðveg 1
Það nægir að virða
girðingalög og dóm
Hæstaréttar og þiggja þá
fyrirgreiðslu sem þeim
upprekstrar-
mönnum hefur
lengi staðið til
boða.
Gunnar Jónsson
á Króki
sádi-ARAbíA Rúmlega 200 eru nú
í haldi í Sádi-Arabíu, grunaðir um
fjárdrátt og spillingu. Ríkissak-
sóknari þar í landi greindi frá þessu í
gær og sagði að að minnsta kosti tíu
billjónir króna hefðu tapast úr ríkis-
sjóði vegna fjárdráttar og spillingar
undanfarna áratugi.
Ekki hefur verið greint frá nöfnum
neinna þeirra sem liggja undir grun.
Heimildir BBC herma að þar á meðal
séu prinsar, ráðherrar og viðskipta-
jöfrar. Bankareikningar viðkomandi
hafa verið frystir.
„Sönnunargögnin eru afgerandi,“
sagði Saud al-Mojeb ríkissaksóknari
í gær. Jafnframt sagði hann að við-
skiptalíf Sádi-Arabíu ætti ekki að
raskast vegna frystingarinnar enda
væri eingöngu um persónulega
reikninga að ræða.
Krónprinsinn Mohammed bin
Salman boðaði á dögunum átak
gegn spillingu og fer fyrir nýstofnaðri
nefnd gegn spillingu. Sagði al-Mojeb
að störf nefndarinnar gengju vel.
„Umfang spillingarinnar sem
við höfum uppgötvað er gríðar-
legt. Miðað við rannsóknir okkar
undanfarin þrjú ár metum við að að
minnsta kosti hundrað milljarðar
Bandaríkjadala hafi sogast út úr
kerfinu vegna spillingar og fjár-
dráttar undanfarna áratugi,“ sagði
al-Mojeb. – þea
Sádi-Arabar
taka á spillingu
Mohammed bin Salman, krónprins
Sádi-Arabíu. NoRdIcphoToS/AFp
1 0 . N ó v E M b E R 2 0 1 7 f Ö s T U d A G U R10 f R é T T i R ∙ f R é T T A b l A ð i ð
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
F
-E
E
1
8
1
E
2
F
-E
C
D
C
1
E
2
F
-E
B
A
0
1
E
2
F
-E
A
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K