Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 18
Ástkær faðir minn,
stjúpfaðir og tengdafaðir,
Hans Ragnar Berndsen
Aflagranda 40, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 4. nóvember. Útförin
fer fram frá Neskirkju við Hagatorg
þriðjudaginn 14. nóvember kl. 15.00.
Regína Berndsen
Kristjana Albertsdóttir
Ragnhildur Albertsdóttir Rúnar Benjamínsson
Hrönn Albertsdóttir
Lilja Albertsdóttir
Ásgeir Albertsson Jarþrúður Jónsdóttir
Elskulegur eiginmaður,
faðir, tengdafaðir og afi,
Örn Ingólfsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Bogahlíð 8, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 8. nóvember.
Lóa Gerður Baldursdóttir
Þórdís Arnardóttir Gunnlaugur Sigurjónsson
Herdís B.A. Diederichs Jürgen Diederichs
Örn Ingi Arnarson Sigríður Ákadóttir
Baldur Arnarson Zoë Robert
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Haukur Hjaltason
forstjóri og athafnamaður,
lést miðvikudaginn 8. nóvember
á gjörgæsludeild Landspítalans.
Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Þórdís Jónsdóttir
Charlotta María Hauksdóttir Úlfar Erlingsson
Guðjón Heiðar Hauksson Jóhanna Guðrún Gunnarsd.
Jón Daði Ólafsson Ásdís Óskarsdóttir
Kolbrún Ingimarsdóttir
Svava Jóhannesdóttir
María R. Hauksdóttir Waage
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín og systir,
Sigríður Stefánsdóttir
Smyrlaheiði 29, Hveragerði,
lést að heimili sínu 23. október.
Minningarathöfn fer fram í
Fossvogskapellu miðvikudaginn
15. nóvember kl. 13.00. Útför fer fram frá
Ásheimum, Efra-Ási í Hjaltadal laugardaginn 18. nóvember
kl. 14.00. Jarðsett verður í Hofsóskirkjugarði.
Sigurgeir Snorri Gunnarsson
Guðmundur J. Stefánsson
Björn Stefánsson
Stefán Lárus Stefánsson
Steingrímur Páll Stefánsson
Okkar innilegustu þakkir fyrir
auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning
vegna andláts elskulegrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Steinunnar Kristínar
Gísladóttur
áður til heimilis á Njálsgötu 102.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu
í Reykjavík fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug.
Björgvin Sigurðsson Lilja Leifsdóttir
Alda Sigurðardóttir Ómar Kaldal Ágústsson
Sigríður Rúna Sigurðardóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Alfreðs Kristjánssonar
frá Hrísey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu
á hjúkrunarheimilinu Eir.
Sigurveig Alfreðsdóttir Gunnar H. Hall
Ásta Herdís Hall Einar Guðfinnsson
Alfreð Hall Thi Dar Mwe
Gunnsteinn Hall Yanan Chen
og langafabörn.
Elsku konan mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Helga Jóhannsdóttir
sjúkraliði,
Hrafnabjörgum 1, Akureyri,
lést 5. nóvember
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi fimmtudaginn
16. nóvember kl. 15.00.
Viggó Benediktsson
Karen Grétarsdóttir
Unnar Eiríksson Guðný Fjóla Árnmarsdóttir
Kolbrún Eiríksdóttir Gunnlaugur Bogason
Jóhann Eiríksson Heiðrún Dúadóttir
Jórunn Viggósdóttir
María Viggósdóttir Ríkharður Oddsson
Svava Viggósdóttir Sigurður Hafsteinsson
Bryndís Viggósdóttir Guðmundur Sigurjónsson
Benedikt Viggósson
ömmu- og langömmubörn.
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r18 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Í dag verður morgunverðarstaðurinn Grái kötturinn 20 ára. Af því tilefni verður boðið í afmælispönnukökupartí þar sem hægt verður að fá stafla af pönnukökum á 20 ára
gömlu verði eða 500 krónur.
Ekki nóg með það að staðurinn sé 20
ára heldur er útidyrahurðin að staðnum
90 ára. Það er því sannarlega tilefni til að
fagna í dag.
Þegar staðurinn var opnaður árið
1997 var ekki vanalegt að bjóða upp á
matseðil eins og þá var í boði, og hefur
verið í boði nánast óbreyttur síðan þá.
„Grái kötturinn var stofnaður af hjón
unum Jóni Óskari og Huldu Hákon.
Þau höfðu verið í listnámi í Brooklyn,
New York en þegar þau komu heim
fannst þeim vanta þennan ameríska
morgunmat sem þau voru svo hrifin af í
Bandaríkjunum. Þau fengu húsnæði og
opnuðu þá þennan stað, meðal annars
til að svala eigin þörf fyrir bandarískan
morgunmat,“ segir Ásmundur Helgason
hlæjandi um það hvernig þetta byrjaði
allt saman og hvaðan hugmyndin um
að afgreiða amerískar pönnukökur hafi
komið, en hann ásamt Elínu Ragnars
dóttur, konu sinni, er núverandi eigandi
Gráa kattarins.
„Friðrik Weisshappel hjálpaði þeim
við að hanna staðinn að innan og það
er mikið af listaverkum eftir þau á veggj
unum. Staðurinn hefur svo bara gengið
vel í þessi 20 ár og matseðilinn haldist
nánast óbreyttur. Svo í sumar fannst
þeim Jóni Óskari og Huldu vera komið
nóg hjá þeim og við hjónin fréttum
af því, þau eru vinafólk okkar, þannig
að þetta endaði með að við keyptum
staðinn í júlí. Það gengur bara afskap
lega vel.“
Nafn staðarins er bæði dregið af kett
inum Jósteini sem flatmagaði á ofni
í vinnustofu Sigmars Ó. Maríussonar
sem var áður með verslun í húsnæðinu
sem Grái kötturinn er í og einnig orða
tiltækinu, sem snýr að fastagestum – en
fastagestir hafa einmitt einkennt staðinn
í þessi 20 ár og er til að mynda pönnu
kökuuppskriftin þróuð með hjálp frá
einum slíkum; tónskáldinu Leifi Þórar
inssyni. Hann mætti daglega snemma á
morgnana og kom með athugasemdir
um pönnukökurnar, uppáhaldsréttinn
sinn, þangað til að þær urðu smátt og
smátt eins og þær eru.
Valdimar Tómasson ljóðskáld var líka
fyrsti gestur staðarins, og sá eini fyrsta
daginn. Hann sat í þann klukkutíma
sem staðurinn var opinn þann daginn
og drakk malt.
„Við ætlum að halda upp á afmælið
í dag. Það verður stafli af „pönnsum“
með sírópi og smjöri auðvitað á fimm
hundruð kall. Þannig að þú getur fengið
pönnukökur og kaffi fyrir þúsund kall.
Það verður líka allur matseðillinn í boði
og við ætlum að hafa opið á meðan fólk
mætir,“ segir Ásmundur en Grái köttur
inn er opnaður klukkan 7.30.
stefanthor@frettabladid.is
Amerískar pönnukökur
í stöflum í heil 20 ár
Grái kötturinn hefur verið morgunverðarstaður að amerískri fyrirmynd í 20 ár. Í dag
verður haldið upp á þann áfanga með pönnukökupartíi þar sem staflinn fæst á 20 ára
gömlu verði. Einnig er útidyrahurðin 90 ára. Sannarlega tímamót.
Grái kötturinn er á besta aldri þó að útidyrahurðin sé orðin öldungur.
þegar þau komu heim
fannst þeim vanta
þennan ameríska morgunmat
sem þau voru svo hrifin af í
Bandaríkjunum. Þau fengu
húsnæði og opnuðu þá þennan
stað, meðal annars til að svala
eigin þörf fyrir bandarískan
morgunmat
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
F
-D
5
6
8
1
E
2
F
-D
4
2
C
1
E
2
F
-D
2
F
0
1
E
2
F
-D
1
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K