Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 32
Sífellt fleiri eldri borgarar hérlendis nýta sér vefverslanir og mun þeim vafalaust
fjölga jafnt og þétt næstu árin.
Misjafnt er hvernig hver og einn
nýtir sér þær en Gísli Jafetsson,
framkvæmdastjóri Félags eldri
borgara í Reykjavík (FEB), minnist
þess þegar hann hóf að kynna sér
netverslanir fyrir nokkrum árum.
„Ætli þetta hafi ekki byrjað með
kaupum á farmiðum, sennilega hjá
Flugfélagi Íslands eins og það hét
á þeim tíma. Svo kom Hópkaup
og ég var duglegur þar á tímabili
en hvað á maður að gera við tíu
hamborgaratilboð eða svifbretti?“
Hann segir að í fyrstu hafi verið
spennandi að fá ýmis nettilboð
en svo hafi það breyst. „Fyrst
var spennandi að fá tilboð og
maður stökk á það og oft án þess
að hugsa. Svo hefur það þróast
smátt og smátt að maður verður
ónæmari fyrir tilboðum og lætur
þau fara fram hjá sér. Raunar verð
ég ósköp feginn þegar tilboðið
hefur fallið á tíma.“
Þjónustan oft góð
Í dag vega kaup frá útlöndum
þyngst þegar kemur að netverslun
Gísla. „Þá ekki endilega í krónum
talið því kaup á t.d. farmiðum
og ferðum eru hærri upphæðir.
Ég er allavega alveg hættur að
kaupa fatnað á netinu, það hefur
ekki reynst mér vel. Samræming í
stærðum á fatnaði, t.d. medium, er
ekki sú sama alls staðar. Það gildir
þó ekki bara fyrir netverslanir en
það er erfiðara að máta í netversl
unum áður en keypt er!“
Oft er sagt að persónuleg
þjónusta sé ekki fyrir hendi í net
verslun en Gísli er ekki endilega
sammála því. „Í flestum net
verslunum í dag er boðið upp á
net spjall, t.d. í Bandaríkjunum,
þar sem það er alltaf einhver á
vaktinni sem getur svarað þér.
Þessi „netspjöll“ geta vel þjónað
sem persónuleg þjónusta. Oft veit
sá sem svarar, hvar sem hann er í
heiminum, meira um viðkomandi
vöru en starfsmaður í verslun. Alla
vega sérðu viðkomandi ekki lesa
sér til um vöruna eins og stundum
gerist í verslunum þegar þú spyrð
að einhverju.“
Námskeið opna augun
Munurinn er helst sá að maður
tekur sjálfur ákvörðun um kaup
í netverslun án beins eða óbeins
þrýstings frá starfsmanni, sem jú
oft veitir þjónustuna, segir Gísli.
„Í netverslun kemur kannski til
annar þrýstingur eins og skyndi
afsláttur sem „poppar upp“ á
ákveðnum stað í ferlinu sem er þá
gert til að hafa óbein áhrif á kaup
hegðun þína.“
En hvaða tilfinningu skyldi
Gísli hafa fyrir því hvernig eldra
fólk nýtir sér netverslun og hvaða
kosti hefur hún fyrir eldri borgara,
umfram hefðbundnar verslanir?
„FEB hefur staðið fyrir og stendur
fyrir fjölda spjaldtölvunámskeiða
þar sem farið er í fjölmargar
athafnir á netinu, m.a. verslun.
Þetta er ekki beint kennsla í vef
verslun né yfirferð umsókna en
þó er kennt hvernig hægt er að
nálgast vefsíður og hvað þurfi
að hafa í huga. Við höfum síðan
heyrt að þessi námskeið opni augu
fólks fyrir möguleikunum. Einn
ig tek ég eftir því að auglýsing á
síðum félagsins, www.feb.is, og á
Facebook auka strax „sölu“ á öllum
viðburðum og námskeiðum á
vegum félagsins.“
Stífari markaðssetning
Kosti netverslunar fyrir þennan
aldurshóp má t.d. sjá á þungum
vetrardögum þegar færðin er
erfið. „Þá er auðveldara að sjá
um dagleg neysluinnkaup og svo
reyndar alla daga því ekki eiga
allir eldri borgarar heimangengt.
En að sjálfsögðu hvetjum við til
hreyfingar þó ekki væri nema að
rölta út í búð.”
Aðspurður hvernig hann sjái
fyrir sér þróunina þegar kemur
að vefverslunum og notkun eldri
borgara segist hann sjá fyrir sér
meiri og þéttari markaðssetningu
sem stýrt er af einhverjum „stóra
bróður“ sem telur sig vita hver
þörf þessa hóps sé, sem og annarra
hópa. „En til viðbótar við þennan
hóp þá bætist við að koma vörunni
heim að dyrum, beint til neytand
ans, og þar vona ég að Félag eldri
borgara Í Reykjavík og nágrenni
geti kynnt nýjung á næstunni
okkar félagsmönnum til þæginda
og vonandi hagsauka.“
Sparar mörgu eldra fólki
sporin og óþarfa fyrirhöfn
Fleiri eldri borgarar hér á landi nýta sér vefverslanir en áður. Áður þótti mörgum skorta á per-
sónulega þjónustu en viðmót margra vefverslana hefur breyst. Félag eldri borgara í Reykjavík
kynnir á næstunni nýjung til félagsmanna sem snýr að heimsendingu vara úr vefverslunum.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
„Þá er auðveldara að sjá um dagleg neysluinnkaup og svo reyndar alla daga því ekki eiga allir eldri borgarar heimangengt,” segir Gísli Jafetsson, framkvæmda-
stjóri Félags eldri borgara í Reykjavík. MYND/EYÞÓR
JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út
þriðjudaginn 28. nóvember.
Áhugasamir auglýsendur hafið samband við
auglýsingadeild sérblaða í síma 512 5402
Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum.
10 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RNEtSöLuDAGuRINN
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
F
-E
9
2
8
1
E
2
F
-E
7
E
C
1
E
2
F
-E
6
B
0
1
E
2
F
-E
5
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K