Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 48
Púki læðuPokast á laugavegi Kötturinn Púki er sannarlega forvit­ inn líkt og katta er siður. Konungs­ ríki Púka er neðarlega á Laugaveg­ inum. Þar drottnar hann og tvífættir þegnar hins ferfætta Púka bugta sig og beygja fyrir honum og ganga erinda kattarins af mikilli auðmýkt. Með sjarma og ljúfu augnaráði uppsker hann klapp, athygli og mat. Líkt og fleiri mið­ bæjarkettir er Púki gjarn á að leggja sig úti í glugga og kippir sér ekki upp við það að vera myndaður af aðdáendum sínum. Heyrst hefur að í einstaka verslunum leynist harðfiskbiti sem gott er að narta í. Elísabet Ormslev, söngkona og starfsmaður Maclands, er stórvin­ kona Púka og setur reglulega inn myndir af heimsóknum kattarins í verslunina. Við þessa mynd setti Elísabet eftirfarandi texta: „Púki var ekki par sáttur við veðrið í morgun, leitaði skjóls hjá okkur í Macland, glápti út um gluggann og mjálmaði stanslaust. Þvílíkur meistari!“ Púki er reglulegur gestur í ferða­ þjónustufyrirtækinu Around Ice­ land þar sem hann lítur á sjálfan sig sem hluta af starfsliðinu. Púki stekk­ ur oft á bak Rúdólfi sem kippir sér lítið upp við brölt kattarins, enda uppstoppaður. Púki er næturdýr og vill vera þar sem að fjörið er. Hann er fastagestur á Lebowski bar, þar á hann sinn fasta samastað úti í glugga. Vegfar­ endur eru duglegir að smella mynd af honum þar sem að hann kúrir áhyggjulaus með „einn tvöfaldan“ mjólk í skál. Púki djammar oft fram undir morgun, skríður heim klukkan fjögur á nóttunni með viðkomu á Prikinu – en þar sniglast hann á milli fólks og nælir sér í klapp og knús áður en að hann heldur áfram ferð sinni um konungsríkið Laugaveg. Hver veit nema söngkonan Þór­ unn Antonía og Púki syngi saman kattadúettinn í karókí. astahrafnhildur@frettabladid.is Herra Baktus er Heims- F leiri kettir hafa slegið í gegn, margir hverjir kostulegir og eiga sér fjölmarga fylgjendur sem keppast við að setja inn myndir af þeim á síðuna Spottaði kött. Í Facebook hópnum eru um 5.000 manns nú þegar og fer hann stækkandi með hverjum deginum. Blaðamaður, sem er sérstaklega kattgóður, fór á stúfana og freistaði þess að finna Púka í eigin persónu. Kötturinn varð ekki á vegi blaða­ manns í þetta sinn en starfsmenn verslana og fyrirtækja sem blaða­ maður ræddi við voru allir á einu máli um að kettirnir lífguðu upp á daginn og að fáir ömuðust við þeim. Jafnframt voru þau sammála um að erlendir ferðamenn væru sérstak­ lega ánægðir með kattafárið í versl­ unum bæjarins. Kisur bæjarins veita Hallgrímskirkju nú harða sam­ keppni sem vinsælasta myndefni ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur. smitandi kattafár á Facebook Einn skemmtilegasti Facebook-hópur á Íslandi er án efa hópurinn Spottaði kött. Markmið hópsins er að kattavinir setji inn myndir af köttum sem þeir hitta á förnum vegi. Kötturinn Púki hefur slegið í gegn á síðunni og fjölmargir meðlimir hópsins ná mynd af honum. Einstaka er svo heppinn að fá sjálfur með þessum ferfætta snillingi sem hefur nú fengið sína eigin Facebook-síðu sem Púki kötturinn. Frægur á instagram Það lá við katta­ slag eitt sinn þegar Púki mætti í Austur­ stræti, umráðasvæði Herra Baktusar, en inn á þann vígvöll hætta sér bara hug­ r ö k ku st u ke tt i r . Herra Baktus er kóngurinn í Austur­ stræti, hann dvelur löngum stundum í verslun Icewear þar sem áður stóð Búnaðarbankinn og fer reglulega í eftir­ litsferðir í Gyllta köttinn, en þar á hann heima. Herra Baktus baðar sig í athygli og hefur vakið mikla eftirtekt erlendra ferðamanna sem keppast við að ná myndum af sér með kisa. Herra Baktus er með 5.668 fylgjendur á Instagram undir heitinu baktusthecat, þar er hann merktur með myllumerkinu #baktus. lærdómslæðan rósalind Kettir eru ákaflega forvitnir og láta fátt fram hjá sér fara. Læðan Rósalind er einstak­ lega fróðleiksfús og heldur til á háskólasvæðinu, sér­ staklega við Hámu, matsölu stúdenta. Rósalind er sögð prýðilega námsfús köttur og nýlega sást hún á leið í fyrir­ lestur í Lögbergi. liFandi gluggaskraut Þessa litla kisa venur komur sínar í verslun Cintamani í Bankastrætinu. Þar kúrir hún áhyggjulaus í útstill­ ingarglugga verslunarinnar og vekur mikla kátínu viðskiptavina og starfs­ manna búðarinnar. Púki var ekki Par sáttur við veðrið í morgun, leitaði skjóls Hjá okkur í macland, gláPti út um gluggann og mjálmaði stanslaust. Þvílíkur meistari! Elísabet Ormslev, söngkona og starfs- maður Mac- lands 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r28 l í F i ð ∙ F r É T T A b l A ð i ð Lífið 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 F -F 3 0 8 1 E 2 F -F 1 C C 1 E 2 F -F 0 9 0 1 E 2 F -E F 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.