Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 28
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is Alibaba
seldi varning
fyrir um fjór-
tán milljarða
Bandaríkjadala
á Singles’ Day í
fyrra og stefnir
í enn meira
núna.
Ellefti ellefti
eða 11.11. er
kallaður dagur
hinna einhleypu
en gengur í æ
ríkari mæli út á
að finna ástina.
Hér sýna tvö
kínversk ung-
menni listaverk
sem þau gerðu í
tilefni dagsins í
fyrra.
Singles’ Day eða degi ein-hleypra er fagnað víða um heim á morgun, 11. nóvem-
ber, einkum þó með vefverslun
og velgjörningi við sig á þeim
vettvangi. Hátíðin á upptök sín hjá
háskólanemum í Nanjing í Kína á
tíunda áratugnum þar sem ungir
karlmenn hörmuðu það hlutskipti
sitt að vera einhleypir en vegna
einsbarnsstefnu yfirvalda þar í
landi eru ungir karlmenn undir
þrítugu tuttugu milljónum fleiri en
konur. Þeir ákváðu að halda nokk-
urs konar „and“-Valentínusar dag
til að fagna einhleypi sínu og
fyrir valinu varð dagsetning sem
samanstendur af tölunni einn
fjórum sinnum eða ellefti dagur
ellefta mánaðar, 11.11. Þegar
þessir nemendur útskrifuðust út
háskóla héldu þeir venjunni áfram
og smám saman breiddist hún
út um Kína. Dagurinn var fyrst
nefndur piparsveinadagurinn
þar sem upphafsmennirnir eru
karlkyns en er nú fagnað af báðum
kynjum um heim allan.
Dagur einhleypra er afsökun
fyrir einhleypa vini til að taka
sig saman, skvetta úr klaufunum
Dagur einhleypra 11.11.
11. nóvember hefur tekið við af svarta föstudeginum sem stærsti útsöludagur ársins um víða ver-
öld. Dagur einhleypra, sem svo er kallaður, er upprunninn í Kína en þá fagna einhleypir einlífi sínu.
og fagna einlífi sínu. Það er líka
vinsælt að fara á blint stefnumót
á þessum degi, jafnvel eru haldnar
svokallaðar blindstefnumóta-
veislur þar sem einhleypir af öllum
kynjum koma saman í von um að
binda enda á einlífið. Því að þó
til dagsins sé stofnað til að fagna
einlífinu þá skín sú þrá að finna
lífsförunaut sterkt í gegn. Þannig
verður Singles’ Day dagur ástarinn-
ar og sem slíkur fyrir ferðar mikill
í kínverskum fjölmiðlum. Talan
einn er einnig túlkuð í merking-
unni sá eða sú eini/a rétta, og þann-
ig kemur ástartengingin.
Árið 2011 var einstaklega mikil-
vægur stakdagur þar sem talan
einn kom þá sex sinnum fyrir í
dagsetningunni, 11.11.11. Tíðni
trúlofana og hjúskaparsáttmála
var meiri þennan dag en aðra daga
og margir sem vildu fagna ástinni
þó aðrir hafi eflaust viljað fagna
einlífinu enda hefur hvort tveggja
nokkra kosti. Risavefverslanir eins
og Alibaba höfðu nýtt tækifærið
sem þessi nýi hátíðisdagur bauð
upp á frá 2009 og auglýst einstök
tilboð á þessum einstaka degi.
11.11.11 voru tilboðin betri en
nokkru sinni og í kjölfarið varð
sprenging í vefverslun. Í fyrstu
voru tilboðin helst á varningi sem
tengdist hjúskaparstöðu og leitinni
að ástinni en í dag er Singles’ Day
einn allsherjartilboðsdagur í vef-
verslun og hefur löngu skákað
svarta föstudeginum í sölutölum
en hann hefur löngum verið helsti
jólaútsöludagurinn í verslunum í
Bandaríkjunum og víðar. Daginn
áður, eða 10. nóvember, heldur
vefverslunarrisinn Alibaba gríðar-
stóra galaveislu þar sem starfs-
fólk og stjörnur fagna útsölunum
saman og sölutölur eru birtar á
risaskjá enda er dagurinn líka oft
kallaður Alibaba-dagurinn í Kína
og víðar.
6 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N óv E m B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RNEtSöLuDAGuRINN
Dagur
vefve
rslunn
ar
30% a
f öllu í
vefve
rslun
www.
lindes
ign.is
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
F
-D
0
7
8
1
E
2
F
-C
F
3
C
1
E
2
F
-C
E
0
0
1
E
2
F
-C
C
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K