Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 2
Veður
Í dag má búast við norðvestan
hvassviðri og jafnvel stormi á
austanverðu landinu en mun hægari
vestan til. Él á Norður- og Austur-
landi og einnig sunnan- og vestan-
lands, en annars þurrt. Lægir heldur
í kvöld, en fer að snjóa samfellt á
Norðurlandi. sjá síðu 20
Frábært hár
Það var mikið um dýrðir þegar hársnyrtideild Tækniskólans hélt útskriftarsýningu í gær. Mátti þar sjá brot af því besta sem nemendur höfðu upp á að
bjóða. Sýningin var ein sú stærsta sem hársnyrtideildin hefur haldið enda eru nítján nemendur nú að útskrifast úr náminu. Fréttablaðið/anton brink
LISSABON
16. nóvember í 3 nætur
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
. Frá kr.
64.995
m/morgunmat
Borgarferð til
samfélag Maðurinn sem Cherie
Lockett leitaði að og sagt var frá í
Fréttablaðinu í gær heitir Helgi
Hannesson og býr í Reykjavík. Helgi
flutti til Bandaríkjanna á fimmta
aldursári og bjó fyrst í Michigan en
síðan í New Jersey. Cherie átti mynd
af Helga sem hún sendi blaðamanni
í von um að finna hann. Helgi man
ekki eftir Cherie en býður henni að
senda sér skilaboð á Faeebook. – jhh
Man ekki eftir
Cherie Lockett
Atli Steinarsson
látinn
andlát Atli
Steinarsson
blaðamaður er
látinn. Atli fæddist
í Reykjavík 30. júní 1929
og stundaði nám við Verzlunar-
skóla Íslands og Háskóla Íslands.
Atli hóf störf á Morgunblaðinu
árið 1950 og starfaði þar sem
blaðamaður til ársins 1975. Þaðan
fór hann á Dagblaðið þar sem hann
starfaði til 1981 áður en hann fór á
fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar var
hann til 1986. Samhliða rak Atli og
ritstýrði Mosfellspóstinum ásamt
konu sinni, Önnu Bjarnason.
Undanfarnar vikur var Atli félagi
númer eitt í Blaðamannafélagi
Íslands, eða frá því að Þorbjörn
Guðmundsson lést. Atli var einn
helsti hvatamaður að stofnun Sam-
taka íþróttafréttamanna og gegndi
þar formennsku í níu ár. – þea
stangveiði Veiðigjöld í Elliðaám
hækka á næsta ári en tillaga Stang-
veiðifélags Reykjavíkur (SVFR) þess
efnis var staðfest, með fyrirvara
um samþykki Reykjavíkurborgar,
á síðasta stjórnarfundi Orkuveitu
Reykjavíkur. SVFR segir hækkunina
nauðsynlega til að mæta kostnaðar-
auka félagsins af rekstri ánna. Meðal
þess sem bregðast þarf við er aukinn
veiðiþjófnaður í ánum sem SVFR
vill sporna við með aukinni veiði-
vörslu.
SVFR lagði í september síðast-
liðnum fram tillögu um breytingar á
verðskrá veiðigjalda sem samþykkt
hefur verið af samráðsnefnd Elliða-
áa, sem skipuð er fulltrúum SVFR og
OR. Í erindinu kemur fram að beinn
útlagður kostnaður SVFR við rekst-
ur ársvæðisins hafi hækkað vegna
rannsóknarsamninga og aukinnar
veiðivörslu þar sem veiðiþjófnaður
hafi aukist við árnar. Einnig standi
til að bæta aðgengi veiðimanna að
ánni.
Ari Hermóður Jafetsson, fram-
kvæmdastjóri SVFR, segir að hækk-
unin fylgi verðlagsþróun en ekki sé
gefið upp hverju hún nemur. SVFR
beri allan rekstrarkostnað af ánum
en til standi að bæta merkingar,
aðgengi að veiðistöðum og vegslóða
fyrir næsta sumar.
„Rannsóknarkostnaðurinn felur
í sér að við erum með miklar rann-
sóknir á Elliðaánum af því að þær
renna í gegnum borg og ef eitthvað
gerist þurfum við að geta rakið það
fljótt og auðveldlega. Svo er ekkert
leyndarmál að það er mikið um
veiðiþjófnað og við þurfum að bera
kostnað af því öllu saman.“
Ari kveðst ekki hafa tölu á fjölda
tilfella en að þeir hafi orðið varir
við fjölgun á atvikum sem til kasta
félagsins hafa komið.
„Það eru bæði Íslendingar og
útlendingar sem eru að stelast í
árnar og við viljum efla gæslu. Við
viljum koma í veg fyrir það sem
mest er. Við höfum verið að merkja
árnar betur, á mörgum tungumál-
um, og viljum ganga lengra í því.“
mikael@frettabladid.is
Veiðiþjófar hækka verð
á leyfum í Elliðaánum
Stangveiðifélag Reykjavíkur vill efla veiðivörslu við Elliðaár vegna aukins veiði-
þjófnaðar jafnt Íslendinga sem útlendinga. Hækka á verð veiðileyfa til að kosta
meiri veiðivörslu, rannsóknir, bættar merkingar og aðgengi að veiðistöðum.
Verðskrá Elliðaáa hækkar vegna aukinna útgjalda. Meðal annars til að
bregðast við veiðiþjófnaði. Fréttablaðið/GVa
Það eru bæði
Íslendingar og
útlendingar sem eru að
stelast í árnar.
Ari Hermóður
Jafetsson,
framkvæmda-
stjóri SVFR
fólk „Við vorum bara ánægðar með
það að hann stóð upp og tók ábyrgð
og baðst afsökunar og tókum það
bara gilt,“ segir Glódís Tara Fannars-
dóttir. Hún og Anna Katrín Snorra-
dóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir þáðu
í gær boð forseta Íslands, Guðna Th.
Jóhannessonar á Bessastöðum.
Konurnar þrjár urðu allar fyrir
kynferðisofbeldi af hendi Roberts
Downey sem fékk uppreist æru.
Þær segja samtalið við Guðna hafa
verið einlægt. Forsetinn hafi þakkað
þeim fyrir baráttu sína og sagst vera
stoltur af þeim. „Við metum það
virkilega mikils og finnst það sýna
hvað hann er góður og einlægur
maður,“ segir Anna Katrín. – hh
Baðst afsökunar
Heimboð hjá forseta Íslands.
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f Ö s t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
F
-B
7
C
8
1
E
2
F
-B
6
8
C
1
E
2
F
-B
5
5
0
1
E
2
F
-B
4
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K