Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 4
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
Fjórtán ára strákur leggur upp í
lífshættulegt ferðalag
Áhrifamikil saga byggð á
raunverulegum aðstæðum
Fjölskyldubók í hæsta gæðaflokki
Á FLÓTTA
Dómsmál Jóni Steinari Gunn
laugssyni, fyrrverandi hæstaréttar
dómara, hefur verið stefnt fyrir
meiðyrði. Benedikt Bogason hæsta
réttardómari krefst þess að fimm
ummæli í nýrri bók Jóns Steinars,
Með lognið í fangið, verði dæmd
dauð og ómerk. Ríkisútvarpið
greindi frá málinu í gær.
Í bók Jóns Steinars er meðal ann
ars umfjöllun um mál Baldurs Guð
laugssonar, fyrrverandi ráðuneytis
stjóra. Segir Jón Steinar Hæstarétt
hafa framið dómsmorð á Baldri.
Benedikt var einn dómara í málinu.
Hæstiréttur staðfesti tveggja ára
fangelsisdóm yfir Baldri fyrir inn
herjasvik og brot í opinberu starfi.
Einn dómara, Ólafur Börkur Þor
valdsson, vildi vísa málinu frá. – þea
Dómari stefnir
Jóni Steinari
fyrir meiðyrði
sKATTAR Kristjáni Vilhelmssyni,
framkvæmdastjóra og einum
stærsta eiganda útgerðarfélagsins
Samherja, og eiginkonu hans hefur
verið gert að greiða sex milljónir í
sekt vegna skattalagabrota. Hjónin
hafa ekki skilað skattframtali frá
árinu 2005 og að auki hafa þau van
talið tekjur sínar og eignir.
„Ég hef svo sem ekkert um það að
segja nema það að við borgum þá
sekt,“ segir Kristján.
Úrskurður yfirskattanefndar
tekur til áranna 2012 og 2013.
Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi
í ljós að launagreiðslur Kristjáns
námu 38 milljónum króna en að
auki hafi hann fengið rúmar fimm
milljónir í dagpeninga og bifreiða
hlunnindi. Vaxtatekjur hans af inni
stæðum námu 25 milljónum og þá
fékk hann rúmlega 1,2 milljarða
króna greiddan í arð af hlutabréfum
sínum.
Eiginkona Kristjáns fékk á sama
tímabili alls 38 milljónir króna í
arð af hlutabréfum sínum. Fast
eignir þeirra hjóna voru metnar á
109 milljónir árið 2012 en höfðu
hækkað í tæpar 134 milljónir ári
síðar. Þá hafði skattinum ekki verið
gert viðvart um rúmlega 485 millj
ónir á bankareikningi í Lúxemborg
og hann ekki látinn vita af eignum
sem voru geymdar í aflandsfélagi.
Fyrir bæði árin var þeim áætl
aður skattstofn og reyndist hann
undir rauneignum þeirra. Ekki þótti
ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að
endurákveða álagningu þeirra. Að
teknu tilliti til þess, og að þau hafa
ekki skilað skattframtölum í um
áratug, þótti yfirskattanefnd hæfi
leg sekt vera fimm milljónir handa
Kristjáni en milljón króna handa
konu hans.
Á tímabilinu var Kristján einn
þeirra sem greiddu hæstu opinberu
gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru
opinber gjöld hans 152 milljónir
króna þrátt fyrir að skattstofnar
hans hafi verið vantaldir og var
hann annar á lista yfir skattakónga
landsins. Opinber gjöld hans ári
síðar voru tæpar 190 milljónir
króna. – jóe
Sex milljóna króna sekt fyrir að vantelja milljarða króna til skatts
Hjónin geymdu um hálfan milljarð
króna á bankareikningi sem þau eiga
í Lúxemborg. NORDIC PHOTOS/GETTY
Dómsmál Hæstiréttur hafnaði í
gær að ógilda synjun Samskipta
miðstöðvar heyrnarlausra og
heyrnarskertra um endurgjalds
lausa túlkaþjónustu Áslaugar Ýrar
Hjartardóttur, 21 árs gamallar dauf
dumbrar konu. Hún vildi þjónust
una vegna þátttöku í sumarbúðum
fyrir daufdumb ungmenni í Svíþjóð.
„Hæstiréttur staðfesti í dag dóm
héraðsdóms. Ég er vonsvikin, enda
taldi ég mig búa í réttarríki. Nú
mun ég setjast niður og íhuga næstu
skref, baráttunni er hvergi lokið,“
skrifaði Áslaug á Facebook. – nhþ
Áslaug Ýr tapaði
í Hæstarétti
ÞungARoKK „Hátíðin fór á hliðina
í sumar og við höfum verið að
vinna í því að koma henni á réttan
kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson,
framkvæmdastjóri þungarokkshá
tíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er
rómuð fyrir einstaka stemningu
og andrúmsloft en í sumar kom
færra fólk en vanalega og ákveðin
atriði reyndust dýrari en gert var
ráð fyrir.
Alls nam tapið 20 milljónum
og hafa eigendur róið lífróður til
að bjarga hátíðinni. Hafa safnað
17 milljónum, meðal annars með
hlutabréfasölu en hægt er að kaupa
eitt prósent í hátíðinni á 200 þús
und krónur.
„Við höfum verið að selja hluta
bréfin til að fjármagna tapið. Það
eru sjö prósent eftir. En salan dugar
ekki alveg því að enn er þriggja
milljóna króna bil sem við þurfum
að brúa,“ segir Karl Óttar.
Að að sögn Karls Óttars vantar
hátíðina einn stóran styrktaraðila
en töluvert hefur verið fjallað um
áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir aust
an gagnvart hátíðinni. Tónlistarhá
tíðin hefur verið haldin árlega, aðra
helgina í júlí, í Neskaupstað síðan
sumarið 2005. Þar spila bæði inn
lendar og erlendar hljómsveitir yfir
alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi
bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin
stendur yfir. Er miðasala á Eistna
flug 2018 hafin.
„Okkur vantar þrjár milljónir og
við þurfum að finna einhvern til að
styrkja okkur. Okkur vantar stór
an styrktaraðila til að vinna með
okkur. Einhvern sem sér sér hag í
því að tengjast því sem við stöndum
fyrir.
Við erum að bóka bönd fyrir
komandi hátíð og við trúum að við
náum að fylla upp í þetta gat. Við
ætlum að standa við okkar skuld
bindingar. Við skiljum engan eftir
enda bannað að vera fáviti,“ segir
Karl Óttar en það eru einmitt ein
kunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf
skipti sem hátíðin hefur verið hald
in hafa þessi orð fengið sífellt meiri
hljómgrunn enda sönn og góð.
„Við keyrum á þeirri sérstöðu að
allir séu vinir og þarna komi fólk til
að upplifa stemningu. Þetta er ekki
fyllerí til að lemja og vera vondur
við náungann. Þarna er menningin
að vera góður og allir hjálpast að.
Allir tala við alla og við viljum efla
þá menningu.
Við höfum reynt að axla sam
félagslega ábyrgð og leggjum
áherslu á að við stöndum fyrir
ábyrgð,“ segir Karl Óttar.
benediktboas@365.is
Safnað upp í tuttugu milljóna
króna gat eftir Eistnaflug 2017
Tuttugu milljóna króna mínus varð á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað. Hátíðin fór á hliðina
í sumar að sögn framkvæmdastjórans sem kveður skipuleggjendur og eigendur hátíðarinnar róa lífróður til
að bjarga fjármálunum, meðal annars með því að selja hlutabréf í hátíðinni á 200 þúsund krónur stykkið.
Stefán Jakobsson úr Dimmu þenur leðurbarkann á Eistnaflugi þar sem gleðin hefur alltaf verið við völd. Nú er þó
þungt yfir og blikur á lofti enda vantar þrjár milljónir til að koma út á núlli. MYND/FREYJa GYLFaDóTTIR
Áslaug Ýr
Hjartardóttir
1 0 . n ó v e m b e R 2 0 1 7 F Ö s T u D A g u R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A b l A ð i ð
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
F
-C
B
8
8
1
E
2
F
-C
A
4
C
1
E
2
F
-C
9
1
0
1
E
2
F
-C
7
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K