Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Singles’ Day er hátíð þeirra sem vilja hafa það kósí á aðventunni, vera snemma í jólainnkaupunum og spara sér stórfé,“ segir Brynja Dan Gunnars­ dóttir, markaðsstjóri S4S og upp­ hafsmaður Singles’ Day á Íslandi. „Ég hratt af stað þessari stóru öldu fyrir þremur árum og hún stækkar og vindur upp á sig með hverju árinu sem líður,“ segir Brynja. „Sífellt fleiri netversl­ anir stökkva á vagninn og það er óneitanlega gaman þegar kaup­ menn úr öllum áttum og í ólíkum verslunarrekstri geta verið vinir í einn dag og gert dásemdum net­ verslana hátt undir höfði.“ Nafngiftin Singles’ Day er upp­ runnin í Kína. Þar í landi er 11. nóvember í hávegum hafður sem Dagur einhleypra því dagsetningin 11.11. samanstendur af tölustafn­ Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, er konan sem kom netútsöludeginum Singles’ Day á laggirnar á Íslandi, en þá gefst 20 til 50 prósenta afsláttur í íslenskum netverslunum. MYND/ÁSA STEINARS um einum (1), sem vísar til þess að standa einn á eigin fótum og vera stoltur af því. „Dagur einhleypra fékk nýja merkingu árið 2013 þegar kín­ verski stórkaupmaðurinn Alibaba, sem er án efa stærsti netverslunar­ risi heims, ákvað að gera daginn að stórútsöludegi netverslana þar í landi. Það var gert til að koma jólaversluninni af stað og sem and­ svar við stórútsöludögunum Black Friday og Cyber Monday,“ útskýrir Brynja um tilurð Singles’ Day sem nú hefur teygt anga sína um allan heim. „Fyrir netverslanir á Íslandi var annað hvort að hoppa á banda­ ríska Cyber Monday­vagninn eða kínversku Singles’ Day­kerruna, sem varð úr, enda víðfræg orðin um víða veröld. Þannig seldi Ali­ baba fyrir 17,8 milljarða Banda­ ríkjadala á Singles’ Day í fyrra en aðeins 3,34 milljónir dala á Black Friday. Það segir sitt um þetta risa­ stóra og viðskiptavæna fyrirbæri sem Íslendingar geta nú tekið þátt í og notið hér heima.“ Hægt að spara sér stórfé Brynja hvetur landsmenn til að gera jólainnkaup sín á fóstur­ jörðinni enda séu verðin orðin sambærileg og komi ánægjulega á óvart; ekki síst á Singles’ Day á morgun. „Úrvalið hefur aldrei verið meira né jafn spennandi og á morgun er tilvalið að klára jóla­ gjafakaupin og jólainnkaupin á útsöluprís heima í stofu. Margar íslenskar netverslanir veita 20 til 50 prósenta afslátt og sannarlega hægt að spara sér stórfé á Singles’ Day,“ segir Brynja. Hægt verður að kaupa matvöru, gjafavöru, fatnað, skó, tölvur, tæknibúnað, snyrtivöru og heim­ ilisvöru á stórlækkuðu verði, svo fátt eitt sé talið. „Auglýsingaborðar um Singles’ Day eru á Vísi.is og Mbl.is og með einum smelli er hægt að finna lista yfir netverslanir sem nú taka þátt og skoða ómótstæðileg tilboð þeirra. Í ár taka að minnsta kosti 24 vefverslanir þátt, þar á meðal Elko, Nýherji, Adidas, Heimkaup og Cintamani. Munið bara að tilboðin gilda aðeins þennan eina einstaka dag,“ segir Brynja hjá S4S sem rekur margar verslanir, þar á meðal netverslanirnar Skór. is og Air.is, sem eru meðal þeirra stærstu hér á landi. „Ég held að netverslun eigi eftir að spila miklu stærri rullu í inn­ kaupum fólks í framtíðinni. Nú þegar sjáum við mikla aukningu á milli ára og markaðurinn stækkar í sífellu. Þar hafa vitaskuld áhrif afnám tolla og gengislækkun um áramótin 2015/2016, sem olli verulegri lækkun á fatnaði og skóm sem framleiddir eru innan Evrópu. Fyrir vikið seljum við miklum mun meira enda er orðið ódýrara að versla hér heima. Við erum líka oft með tilboðsdaga á netinu og erum dugleg að gera vel við netklúbbsfélaga okkar,“ segir Brynja. Kort, netgíró og millifærslur Brynja er dugleg að þræða búðir á netinu. „Það er einstaklega þægilegt að gera innkaup og skoða vöruúrval á netinu, ekki síst í tímaþröng eða þegar maður vill fá eitthvað með hraði. Flestar netverslanir bjóða upp á fría heimsendingu og þrjá greiðslumöguleika. Þann­ ig er hægt að greiða fyrir vör­ urnar með millifærslu, netgíró og kreditkorti,“ segir Brynja sem var í fyrstu rög við að nota kredit­ kortið sitt á netinu. „Mörgum vex í augum að gefa upplýsingar um kreditkort sín á netinu en það er í raun öruggt og sáraeinfalt í þægilegu verslunar­ umhverfi. Áhættan er engin og kortafyrirtækin taka ábyrgð á misnotkun korta. Sjálf hef ég aldr­ ei lent í neinu misjöfnu og versla nú mikið á netinu. Þar hefur allt staðið eins og stafur á bók.“ Hún segir netverslun heldur engan þránd í götu hefðbundinna verslana. „Það er alltaf jafn heillandi að rápa um og skoða í búðir. Net­ verslun er bara þægileg viðbót og alveg sérstaklega fyrir jólin. Þá er indælt að geta notið töfra aðvent­ unnar í friði og ró, í stað þess að sóa henni í langar biðraðir og umferðarteppu. Þá er einstök tilfinning að vera búin með inn­ kaupin og hafa þar að auki gert þau á jafnvel helmings afslætti vegna tilkomu Singles’ Day. Á morgun er stóri dagurinn til að gera fádæma góð jólainnkaup, enda er hann söluhæsti dagurinn í okkar netverslunum og hefur verið hjá þeim netverslunum sem tekið hafa þátt í Singles’ Day síðan hann var fyrst haldinn hér fyrir þremur árum.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Framhald af forsíðu ➛ Fotia.is býður 20% af öllum vörum með kóðanum 1111 í netverslun. Afslátturinn gildir einnig í versluninni Skeifunni 19. Opið - Virkir dagar: 11:00 - 18:00 | Laugardaga:11:00 - 17:00 www.fotia.is 2 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RNETSöLuDAGuRINN 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -F 7 F 8 1 E 2 F -F 6 B C 1 E 2 F -F 5 8 0 1 E 2 F -F 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.