Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 8
Stjórnmál Skiptar skoðanir eru
meðal þingmanna um óformlegar
þreifingar milli Sjálfstæðisflokks,
Vinstri grænna og Framsóknar-
flokks um myndun ríkisstjórnar.
Það yrðu vonbrigði beiti Katrín
sér ekki fyrir því að öflugustu kven-
skörungar þingsins verði í forystu
enda hafi hún nefnt jafnréttismálin
sérstaklega þegar henni var veitt
umboð til stjórnarmyndunar í síð-
ustu viku.; þetta er mat þingmanna
sem hugnast best stjórn frá vinstri
til miðju. Auk Katrínar sjálfrar nefna
þessir þingmenn Lilju Alfreðsdótt-
ur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur,
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
og Helgu Völu Helgadóttur.
Logi Einarsson, formaður
Samfylkingarinnar hefur lýst
því yfir að ekki sé enn fullreynt
að mynda stjórn frá vinstri til
miðju. Hann hefur rætt bæði
við Katrínu og Sigurð Inga
eftir að upp úr viðræðum
slitnaði og ræðir við aðra
forystumenn í dag. Þetta
herma heimildir blaðs-
ins. Ekkert talsam-
band mun hins vegar
vera milli formanna
Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar.
S a m k v æ m t
heimildum Frétta-
blaðsins mun Katr-
ín leiða formlegar
viðræður Sjálfstæð-
isflokks, Vinstri grænna og Fram-
sóknarflokks ef af þeim verður,
gegn því að þingstyrkur Sjálfstæðis-
flokksins endurspeglist með öðrum
hætti í stjórninni. Náist samkomu-
lag milli forystumanna flokkana
um þessi atriði, verða málin rædd
í þingflokkum. Það ræðst í kjöl-
far þeirra hvort Katrín getur farið
á fund forseta með meirihluta til
formlegra viðræðna.
Þeir þingmenn VG sem náðist í í
gær segjast bera fullt traust til Katr-
ínar til að leiða viðræður. Í kosn-
ingabaráttunni hafi flokkurinn
ekki útilokað samstarf við neinn
og samstarfið þurfi að ráðast af
málefnum.
Sjálfstæðismenn sem Fréttablað-
ið hefur rætt við segja öll möguleg
stjórnarmynstur erfið og í rauninni
engan kost sérstaklega góðan. Það
þurfi að koma í ljós hvort þessir
flokkar sem nú ræðast óformlega
við geti komið sér saman um mál-
efnin og það geti orðið flókið. Hins
vegar þurfi sú stjórn sem mynduð
verður að endurspegla niðurstöðu
kosninganna og þá staðreynd að
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti
flokkurinn. Gefi flokkurinn frá sér
forsætisráðuneytið þurfi stjórnin að
endurspegla ólíka stærð flokkanna
með öðrum hætti.
Einn viðmælenda blaðsins hafði
á orði að stjórn mynduð af þessum
flokkum sem aldrei hafi starfað
saman í ríkisstjórn áður, gæti þrátt
fyrir allt orðið upphaf sögulegra
sátta stjórnmálanna í landinu eftir
áratug af ólgu og miklum átökum.
adalheidur@frettabladid.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is
MINNI EYÐSLA, MEIRA
PLÁSS, MEST GAMAN
ŠKODA OCTAVIA G-Tec. FULLVAXINN FJÖLSKYLDUBÍLL SEM SPARAR ÞÉR KRÓNURNAR.
ŠKODA OCTAVIA frá:
3.350.000 kr.
Octavia G-Tec er einn mest seldi bíll á Íslandi, enda bæði sparneytinn og góður í endursölu. Hann er mjög rúmgóður og gengur
bæði fyrir bensíni og metani sem lækkar eldsneytiskostnaðinn til muna. Komdu í reynsluakstur og kynnstu Octaviunni betur.
DómSmál Hæstiréttur dæmdi í gær
Magnús Skarphéðinsson, formann
Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur
og formann Félags áhugafólks um
fljúgandi furðuhluti, í tveggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
kynferðisbrot gegn tveimur sautján
ára piltum.
Brotið átti sér stað í heita pottin-
um í Laugardalslauginni í desember
2014. Var Magnús jafnframt dæmd-
ur til þess að greiða öðrum piltanna
300 þúsund krónur í miskabætur en
hinum 200 þúsund krónur.
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs-
dóms frá því í desember á síðasta ári
en meðal annars var litið til þess við
ákvörðun refsingar að Magnús hafði
ekki áður gerst sekur um refsivert
brot.
Brot Magnúsar fólst í því að hann
viðhafði kynferðislegt tal við dreng-
ina er þeir voru staddir í heitum
potti í Laugardalslauginni að kvöld-
lagi í desember 2014. Hann á meðal
annars að hafa sagt við annan pilt-
anna að hann ætlaði að „taka hann
í rassinn“. Því næst togaði hann í
buxnastreng á sundbuxunum hans
en tókst ekki að draga buxurnar
niður fyrir kynfæri hans. – nhþ
Skilorð fyrir
kynferðisbrot
Magnús Skarphéðinsson braut á
tveimur piltum. Fréttablaðið/GVa
Vilja kvenskörungana í stjórn
Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar.
Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von.
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð
1
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
F
-F
3
0
8
1
E
2
F
-F
1
C
C
1
E
2
F
-F
0
9
0
1
E
2
F
-E
F
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K