Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 34
Í síðustu viku birti kvikmynda-gerðarmaður heimagerða sjón-varpsauglýsingu á YouTube um notaðan bíl frá 1996. Auglýsingin vakti svo mikla athygli að boð í bílinn á uppboðssíðunni eBay fóru upp í 15 og hálfa milljón áður en uppboðinu var aflýst af ótta við að boðin væru ekki raunveruleg. Í dag er hæsta boðið tæplega 580 þúsund krónur. Kvikmyndagerðarmaðurinn Max Lanman hefur reynslu af auglýs- ingagerð þannig að þegar kærastan hans þurfti að selja notaðan Honda Accord frá 1996, sem hann segir sjálfur að sé mikill „meh“ bíll, ákvað hann að gera fagmannlega aug- lýsingu um gripinn. Auglýsingin sló í gegn. Hún er komin með tæplega 5 milljón áhorf á YouTube og salan hefur gengið vonum framar. Í auglýsingunni tekur leikkona að sér hlutverk kærustu Lanmans og hún gengur út á að bíllinn sé ein- stakur, þægilegur og nytsamlegur og henti þeim sem hafa allt á hreinu og vilja bara bíl til að komast frá einum stað til annars. Bíllinn er til sölu á eBay og boð í hann voru komin í um 15 og hálfa milljón króna þegar eBay aflýsti upp- boðinu vegna gruns um að boðin væru ekki öll raunveruleg. Fyrir- tækið ákvað því að hefja nýtt upp- boð sem er í fullum gangi og endar á mánudaginn. Það byrjaði í rúm- lega 50 þúsund krónum en þegar þetta er skrifað eru boðin komin upp í tæplega 580 þúsund krónur. Raunverulegt verðgildi Hondunnar, sem er keyrð tæplega 227 þúsund kílómetra, er talið um 150 þúsund krónur. Parið græðir því líklega ágætlega á auglýsingunni. Lanman hefur greini- lega sjálfur fengið nokkur prik hjá sinni heittelskuðu, því þau voru að trúlofast. Auglýsing um notaðan bíl slær í gegn Skjáskot úr auglýsingunni um gömlu Honduna. MYND/YOUTUBE Hrefna Sætran meistarakokkur. MYND/LAUFEY Kokkurinn Hrefna Sætran nýtir sér netið til að svara tölvupóstum og eyða tíma á Facebook sem hún segir vera frábært vinnutæki frekar en vettvang til að spjalla við vini og fylgjast með fjölskyldunni. Hún horfir einnig á flest sjónvarpsefni í gegnum netið, t.d. hjá Netflix. Hvað kaupir þú helst á netinu? Ég reyni að kaupa allt sem ég get á netinu því mér finnst nefni- lega ekki gaman að fara á milli verslana. Samt á ég nokkrar uppá- halds verslanir sem ég fíla vel og heimsæki. Annað reyni ég að finna á netinu, t.d. föt, vítamín, eldhús- tæki, diska og glös fyrir veitinga- staðina. Hvaða netverslanir notar þú? Ég kaupi grænmeti hjá Bændum í bænum og aðra matvöru fyrir heimilið sem ég fæ svo sent heim á miðvikudögum. Af öðrum má nefna Babyshop, Asos, Urban Outfitters og Etsy. Ég panta líka á íslensk- um síðum og sæki í búðina. Þá er ég búin að borga og þarf ekki að bíða í versluninni. Kostir þess að kaupa á netinu Maður getur gert það á sínum tíma í rólegheitum heima. Svo set ég stundum eitthvað í körfu og sef á því. Daginn eftir langar mig kannski ekkert í þetta og hætti við þannig að ég spara örugglega pening líka. Einhverjir ókostir við netkaup? Kolefnissporið er ókostur og svo er oft rosa mikið af óþarfa umbúðum sem hlutunum er pakkað í. Ég fæ stundum sting í hjartað við að sjá það. Hver eru bestu netkaupin? Það voru sérhönnuðu símahulstrin frá Japan og brúðarvöndurinn minn sem var búinn til úr gömlum skrautlegum nælum. En verstu kaupin? Það voru of litlir skór. Ég var svo spennt fyrir þeim að ég fór í þá í von um að þeir mundu stækka en það gerðist ekki. Ég lifi enn í voninni. Hvað á að kaupa í vetur? Ég er núna að leita að fallegri poppvél til að hafa inni í sjón- varpsherberginu, svona retro týpu. Langar í retro poppvél Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is SINGLES DAY HEFST Á MIÐNÆTTI LAUGARDAGINN 11.11 12 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RNETSöLUDAGURINN 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 F -F C E 8 1 E 2 F -F B A C 1 E 2 F -F A 7 0 1 E 2 F -F 9 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.