Fréttablaðið - 18.11.2017, Side 26

Fréttablaðið - 18.11.2017, Side 26
meira, því að þeir voru með áhyggjur af því að myndin fengi ekki neina umfjöllun,“ segir Björk sem tók þetta afar nærri sér, að ósannar sögur um hana væru að birtast á síðum frétta- og slúðurblaða. Um vorið árið 2000 fékk Björk svo veður af því að hún ætti mögu- leika á að vinna til verðlauna fyrir besta leik í aðalkvenhlutverki á kvikmynda hátíðinni í Cannes. „Þá fór ég að hugsa hvað ég ætti að gera. Og ég ákvað bara að af því að ég hafði lagt þetta á mig þá myndi ég fara út. Þetta var erfið ákvörðun. Ég var með Jógu vinkonu minni á þessum tíma, hún var með mér í gegnum þetta allt saman. Og við ákváðum bara að fara til Cannes og taka þetta með trompi.“ Björk fór út, hreppti verðlaunin og tók við þeim með bros á vör. Spurð út í hvort hún sé ánægð með ákvörðun- ina um að fara til Cannes svarar hún hiklaust játandi. „Nýja platan mín fjallar svolítið um þetta. Um mæðraveldi, feðraveldi og hvernig við getum náð saman á nýjan og frjóan máta. Það er mín skoðun að áður en Lars vann með mér skrifaði hann rullur fyrir kvenpersónurnar sínar sem spegluðu maníuna í honum sjálfum en hann lét eins og það kæmi allt frá leikkonunum. Síðan benti hann á þær eins og hann hefði ekk- ert með þetta að gera. Eftir myndina með mér, af því að ég lét hann ekki komast upp með það, þá hefur hann viðurkennt að leikkonurnar eru að manifesta hans eigin djöfla. Það er stórmunur þar á. Hann spurði mig líka endurtekið hissa af hverju ég vildi ekki brenna á fórnarlambsbálinu og frelsast, kvenleikkonurnar hans gerðu það venjulega. Ég benti honum á að það væri hin þreytta síendur- tekna rulla sem karlaveldið færði okkur, eins og Jóhanna af Örk. Það eru til fjöldamargar kvenerkitýpur, t.d. í norrænni og grískri goðafræði, mjög fjölbreyttar og með alls konar narratífu.“ Breyttir tímar fram undan Innt eftir því hvernig henni líði eftir að hafa deilt sinni hlið á málinu segir hún það vera mikinn létti. Hún segir að það sem sé að gerast núna á net- inu, það að fólk sé að fá vettvang til að tala um reynslu sína, geti breytt hlutunum. „En svo held ég að það sé líka mikilvægt að vita hvenær maður á að hætta, að fara ekki yfir strikið. Mér finnst mikilvægt að taka inn í dæmið að karlmenn hafa verið að festast í ein- hverjum hlutverkum. Við konurnar höfum gert það líka, í einhverju gömlu mynstri. En við erum kannski aðeins á undan þegar kemur að því að vinna í sjálfum okkur og brjótast út úr staðal- ímyndum. Þeir eru í raun og veru á eftir okkur, smá klaufar,“ segir hún og bros- ir. „En ég sé núna að strákar, unglingar, þeir eru öðruvísi núna heldur en þeir voru. Þeir eru tilfinningalega miklu opnari. Þessi vandamál verða nefnilega oft til þegar menn og fólk er að bæla til- finningar sínar niður allt líf sitt og svo brýst þetta út, á einhvern skrítinn hátt. Ég held að það sé að verða breyting.“ Daður og húmor Öll listræn umgjörð í kringum plöt- una er einstök og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Beðin um að segja nánar frá henni segir Björk umgjörðina vera unna í nánu sam- starfi með góðum vinum, meðal annars listamönnunum James Merry, Jesse Kands og tónlistarmanninum Alejandro Ghersi (Arca). „Ég er náttúrulega mjög tengd James Merry, ég er búin að vinna með honum núna í átta ár. Og við byrj- uðum að tala saman um þetta mjög snemma. Mig langaði að búa til, með smá húmor, svona vísindaskáldsögu þar sem við höfðum öll flúið á okkar eyju og þar er svona post-kjarnorku- áhrif liggur við. Þar sem fuglarnir væru að breytast í blóm og blómin væru að breytast fólk, og fólkið væri að breytast í blóm og fugla.“ „Þannig að James, verandi snill- ingurinn sem hann er, fór út í búð og keypti sér silíkon og lærði bara sjálfur á YouTube eða eitthvað að búa til svona silíkonform heima hjá sér,“ segir hún og hlær. „Svo er líka smá Upp á yfirborðið: Fjölmargar frásagnir af kynferðisofbeldi og áreitni 5. október: Ljóstrað upp um Weinstein New York Times birtir ítarlega umfjöllun um kynferðislega áreitni og ofbeldi Weinsteins. Í fréttinni kom fram að ásakanir á hendur Weinstein spanna yfir þrjá áratugi. Harvey er vikið úr störfum sem stjórnarformanni The Weinstein Company og úr Óskarsakademí­ unni. Hann sætir lögreglurannsókn. 15. október: Björk stígur fram Björk stígur fram og greinir frá kyn­ ferðislegri áreitni Lars von Trier sem beitti hana kynferðislegu ofbeldi 1999 við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. 17. október: Björk lýsir áreitninni Björk birtir aðra stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti áreitninni. Að Lars hafi hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Í töku hafi hann stöðugt hvíslað að henni kynferðislegum boðum gegn hennar vilja. Þeim fylgdu graf­ ískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. Þá hafi Lars skáldað sögur í fjöl­ miðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. 22. október: Toback sakaður um áreitni Á fjórða tug kvenna saka leikstjór­ ann James Toback um kynferðis­ lega áreitni. The Los Angeles Times greindi frá því að 31 kona hefði stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. 23. október: Terry settur á bannlista Útgáfurisinn Condé Nast setur tískuljósmyndarann Terry Richard­ son á bannlista. Fyrirsætur hafa árum saman kvartað undan áreitni hans á opinberum vettvangi. 3. nóvember: Kevin Spacey rekinn Anthony Rapp greinir frá áreitni Kevins Spacey. Lögreglan í Bretlandi rannsakar ásakanirnar. Netflix lætur Kevin í kjölfarið taka pokann sinn og hættir við framleiðslu myndar­ innar Gore. 8. nóvember: Sænskar leikkonur stíga fram. 585 sænskar leikkonur skrifa opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 8. nóvember: Ed Westwick til rannsóknar Lögreglan í Los Angeles rannsakar hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014 í kjölfar Facebook­færslu hennar þar sem hún lýsir kynferðis­ ofbeldi af hans hálfu. 9. nóvember: Seagal sakaður um kynferðislega áreitni Leikkonan Portia De Rossi segir frá kynferðislegri áreitni Stevens Seagal í áheyrnarprufu. 9. nóvember: Louis C.K. Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar ásaka Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart þeim. HBO slítur samstarfi við Louis C.K. 13. nóvember: Formaður Félags íslenskra leikara vill rannsókn fagaðila Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, leggur fram form­ lega beiðni um rannsókn fagaðila á kynferðislegu ofbeldi og áreitni í starfsumhverfi leikara og og óskar eftir samstarfi ráðuneyta. 17. nóvember: Tekur kynferðis- lega áreitni til skoðunar Þorsteinn Víglundsson tekur til skoðunar í velferðarráðuneyti valdaójafnvægi og kynferðislega áreitni innan leiklistarsamfélagsins hér á landi. Við ákVáð- um bara að fara til Cannes og taka þetta með trompi. norDiCphoToSa/gETTy mig lang- aði að búa til, með smá húmor, sVona Vísinda- skáldsögu þar sem Við höfðum öll flúið á okkar eyju. lega bara lögreglumál. Við vorum öll klædd í svart og vorum í raun bara alveg jafn „visual“ og diskófólkið,“ segir hún og hlær. „Svo þegar ég geri mína eigin plötu fyrst, þá var ég 27 ára, þá voru liðin einhver 12, 13 ár frá því að ég var í pönkinu. Og þá byrjaði ég að pæla mikið í þessu. Fyrir utan að ég hafði gert mína eigin plötu þegar ég var 11 ára. Þá var mamma mín listrænn stjórnandi. Hún gerði þetta mjög svona DIY fyrir mig. Ég man að hún sagaði spóna- plötur og málaði og setti dúsk á þær,“ rifjar Björk upp með bros á vör. „Ég lærði mjög mikið af því,“ bætir hún við og tekur fram að hún sé afar þakk- lát mömmu sinni fyrir að hafa lagt þessa vinnu í plötuumslagið. Hún reiknar með að mamma hennar og amma eigi stóran þátt í að hún sé myndrænt þenkjandi. „Það er nefnilega annað, sem ég var bara að fatta. Amma mín, hún fór í mynd- listarskólann þegar hún var fertug og börnin voru farin að heiman. Ég var elsta barnabarnið og var mikið hjá henni á þessum tíma um helgar og eftir skóla. Hún æfði sig þá á mér og gerði mörg málverk af mér. Hún féll frá fyrir nokkrum árum og þá erum við að sjá öll málverkin aftur, mörg verkin eru af mér. Svo þegar ég byrja aftur að gera tónlist sjálf, þá 27 ára, þá er ég með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil. En það var búin að vera mjög löng söltun í gangi og ég er kannski fyrst að fatta þetta sjálf. En svo fer þetta alltaf eftir því hvaða teymi er í kringum mann. Og það vill bara þannig til núna að minn nánasti vina- hópur er sjónrænt þenkjandi.“ Tónleikaferðalag á næsta ári Að lokum, hvað tekur við þegar Utopia er komin út? „Ég hef smátt og smátt verið að minnka það að túra. Biophilia er fyrsta platan þar sem ég sleppi því að fara í tónleikaferðalag til 100 borga. Þá fórum við bara til 10 borga og vorum í mánuð í hverri borg. Það er líka ein ástæðan fyrir því að það er svona stutt á milli platna núna, því ég túraði ekk- ert. Ég hélt bara nokkra tónleika. Mig langar miklu meira að vera bara hérna heima og semja. Núna til dæmis set ég enga pressu á mig. Ég ætla ekki að túra fyrr en á næsta ári.“ Sólóplötur Bjarkar eru Björk 1977 Debut 1993 post 1995 homogenic 1997 Vespertine 2001 Medúlla 2004 Volta 2007 Biophilia 2011 Vulnicura 2015 Utopia 2017 Ég man að hún sagaði spónaplötur og málaði og setti dúsk á þær. húmor einkennir alla umgjörð í kringum nýju plötuna. svona „flirt“ í gangi á plötunni og líka húmor. Við erum búin að hanga mikið saman undanfarið, ég, James, Alej- andro og Jesse. Og við höfum verið að kjafta mikið um þetta, alveg í einhver tvö ár. Þannig að þetta hefur verið mikil samvinna,“ útskýrir Björk. Hún segir sjálfa sig hafa sterkar skoðanir á listrænni umgjörð hljómplatna sinna og leggur æ meiri vinnu í umgjörðina á hverri nýrri plötu sem hún gerir. Erfði listræna hugsun frá ömmu og mömmu „Þetta byrjar auðvitað þegar ég var í pönkinu, þá mátti ekki vera neitt „visual“ í kringum tónlistina. Það var bara hégómi. Diskóið var náttúru- 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -7 6 C 4 1 E 4 0 -7 5 8 8 1 E 4 0 -7 4 4 C 1 E 4 0 -7 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.