Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 44

Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 44
Elín Albertsdóttir elin@365.is Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrj- aðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undan- förnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðven- tukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari. Dempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem nátt- úrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempað- ir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auð- vitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventu- krönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með fer- kantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár. Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fal- legum gjafavörum. Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blóma- búðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa. Aðventukransinn alltaf að breytast Elísa hefur langa reynslu í blóma- skreytingum og veit hvað er vin- sælast hverju sinni. MYND/ANTON BRINK Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINK Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en nú má leika sér með formið. Hér eru aðventukertin á glerþaki. Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blóma- skreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jóla- skreytingum á síðustu árum. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 12.990 502 STRETCH SVARTAR Vörunúmer: 29507-0031 Danmörk kr 14.870* Svíþjóð kr. 12.314* *Skv. levi.com og gengiskrán. Isl.banka 15.11.17 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -A 8 2 4 1 E 4 0 -A 6 E 8 1 E 4 0 -A 5 A C 1 E 4 0 -A 4 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.