Fréttablaðið - 18.11.2017, Síða 78

Fréttablaðið - 18.11.2017, Síða 78
Vissir þú að piparkökur passa einstaklega vel með gráðosti? Það er alveg sama hvort þær eru heima- bakaðar eða keyptar úti í búð, piparkökur með gráðosti og góðri sultu er veislukostur. Sér- staklega skemmtilegt jólanasl ef gestir koma í heimsókn. Það er einfalt að raða pipar- kökunum á fallegum disk með osti og sultu eða setja ostinn á piparkökurnar og hafa sultuna til hliðar. Fíkju- eða apríkósu- eða sólberjasulta, allar eru góðar með gráðosti. Stundum er einfalt að útbúa veisluborð, til dæmis með piparkökum. Þær mega þó ekki vera málaðar. Þótt mælt sé með því að hafa gráðost með piparkökunum er trúlega ekkert því til fyrirstöðu að nota aðra osta. Um að gera að nota hugmyndaflugið og hafa þetta svolítið jólalegt. Piparkökur og gráðostur Fjölskyldustundir Salarins njóta vinsælda hjá ungum sem öldnum og í dag verður einmitt ein slík. Víóluleikarinn Guðrún mætir í forsalinn í dag klukkan tvö og opnar töfrakassann sinn sem geymir víóluna hennar og töfraprikið – bogann sem getur töfrað alls kyns hljóð úr víólunni, gamla tónlist og splunkunýja. Að þessu sinni fær hún vinkonu sína Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleik- ara með í lið en Tinna, sem er sér- fræðingur í túlkun nýrrar tónlistar, ætlar að taka þátt í gjörningnum með Guðrúnu Hrund og kynna möguleika leikfangapíanósins síns fyrir áheyrendum. Guðrún Hrund og Tinna ætla að velta fyrir sér þeim ólíku hlutverkum sem við getum verið í þegar við njótum tónlistar og leyfa tónleikagestum á öllum aldri að setja sig í mismun- andi stellingar – sem áheyrendur, flytjendur og tónskáld! Leyndardómar píanósins Þessi kjúklingaréttur er ein-faldur, tekur skamman tíma að elda og er virkilega góm- sætur. Sannarlega tilvalinn réttur til að njóta í helgarfríinu. Fyrir 2-3 2 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum salt og pipar hveiti 6 msk. smjör 5 msk. ólífuolía 80 ml sítrónusafi 120 ml kjúklingakraftur 30 g kapers 1/2 búnt steinselja, söxuð Saltið og piprið kjúklingabring- urnar og dýfið þeim í hveiti. Látið 2 msk. af smjöri og 3 msk. af ólífuolíu á pönnu. Þegar það er orðið heitt, setjið þá aðra kjúklingabringuna út á pönnuna og steikið í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni. Látið nú aftur 2 msk. af smjöri og 3 msk. af ólífuolíu á pönnuna og steikið hina með sama hætti. Takið af pönnunni og geymið. Bætið því næst sítrónusafa, kjúklingakrafti og kapers út á pönnuna og hitið að suðu. Látið kjúklingabringurnar út í og látið malla í 5 mínútur. Takið því næst kjúklinginn af pönnunni, látið á disk og setjið síðustu tvær skeiðarnar af smjöri út í sósuna og hrærið kröftug lega. Hellið að lokum sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með t.d. góðu salati og tagliatelle. Heimild. www.grgs.is. Piccata kjúklingur 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 0 -A D 1 4 1 E 4 0 -A B D 8 1 E 4 0 -A A 9 C 1 E 4 0 -A 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.