Fréttablaðið - 18.11.2017, Síða 82

Fréttablaðið - 18.11.2017, Síða 82
L íf Ástu Kristínar Parker er ævintýri líkast. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Arabíuríkinu Óman í höfuðborginni Múskat þar sem umhverfið er sveipað dulúð og minnir helst á leiksvið Aladdíns. Ásta Kristín, sem er menntaður dýralæknir, er keppnismanneskja í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og kappsfull- ur maraþonhlaupari. Þessa dagana tekst hún á við þraut sem er ekki á færi nema allra reyndustu hlaupara, eyðimerkurhlaup í Wahiba eyði- mörkinni í Óman. Alls eru hlaupnir 165 kílómetrar í gegnum gífurlegar sandbreiður. Einungis velþjálfaðir hlauparar mega skrá sig til leiks, en það eru hundrað þátttakendur frá 15 þjóðlöndum sem taka þátt. Keppnin fer fram dagana 17.-25. nóvember, áhugasamir geta fylgst með hlaupinu á heimasíðu mara- þonsins www.marathonoman.com. Þrekraun í eyðimörk „Ég tók þátt í þessari keppni í fyrra, og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur. Síðasta keppni reynd- ist mér afskaplega erfið, það tekur á að hlaupa í gegnum sandhóla og endalausar sandbreiður. Ég barðist við flökurleika, blóðsykursfall og krampa. En ég stóð ekki við lof- orðið og skráði mig til leiks á ný. Ég er töluvert betur undir þetta búin að þessu sinni. Ég æfði mig í Wahiba eyðmörkinni hér í Óman, en ekki jafn mikið reyndar og upphaflega stóð til því að ég hef verið við góð- gerðarstörf í Taílandi.“ Hlaupaleiðinni er skipt í sex hluta og gista keppendur í tjöldum í eyðimörkinni á milli hlaupaleiða, endamarkið er við Arabíuhaf. Kepp- endur hlaupa með eigin vistir og tjöld, lengsta einstaka dagleiðin er 40 kílómetrar. Einn hluti er hlaup- inn að næturlagi, en þá ríkir algjör þögn í Wahiba eyðimörkinni og stjörnurnar lýsa leiðina. Keppni af þessu tagi væri ekki möguleg yfir sumartímann, en hitastigið í eyði- mörkinni er rétt yfir 30 gráður á þessum árstíma að jafnaði en rakinn þó nokkur. Hleypur af því að hún getur það „Ég var alltaf léleg í öllum bolta- íþróttum þegar ég var yngri svo ég Hleypur 165 kílómetra í eyðimörk Ásta Kristín Parker býr í Óman, stundar dýralækningar með góðgerðarsamtökum í Asíu á milli þess sem hún hleypur maraþon víðsvegar um veröldina. Hún keppir núna í ofurmaraþoni í Wahiba eyðimörkinni. Ásta tekur þátt maraþonhlaupum um allan heim. Ásta kennir dýraskurðlækningar í Taílandi á vegum góðgerðarsamtakanna Worldwide Veterinary Service. Hlauparar í eyði- merkurmaraþoninu þurfa að leggja 165 kílómetra að baki. Ásta Kristín Parker býr í borginni Múskat í Arabíuríkinu Óman og er margfaldur Ómanmeistari í maraþoni. hleyp í staðinn. Þegar ég keppti í róðri á háskólaárunum í Edinborg þá voru hlaup hluti af æfingunum okkar.“ Þess má geta að Ásta er margfaldur Skotlands- og Bretlands- meistari í kappróðri. Árið 1994 tók hún þátt samveldisleikunum í Kan- ada, fyrir hönd Skotlands. „Það eru ekki mörg ár síðan ég fór að keppa í hlaupum, vinkona mín stakk upp á því að ég keppti í hálfu maraþoni í Reykjavík og ég hef vart stoppað síðan.“ Árangur Ástu er ekki síðri í hlaupaskónum en í róðr- inum og í sumar vann hún Íslands- meistaramót kvenna í Reykjavíkur- maraþoninu, og hún hefur unnið maraþonið í Múskat fjögur ár í röð og svo mætti lengi telja. „En þessa miðaldra hlaupakerl- ingu vantar hlaupaþjálfara,“ segir Ásta og hlær við. „Það er enginn í boði hér í Óman, ég hef bara hann- að mín eigin æfingaplön. Íþrótta- lífið hér er á byrjunarstigi miðað við það sem við þekkjum á Vestur- löndum. Hér fæ ég til dæmis ekki íþróttaskó eða fatnað, það kaupi ég í Evrópu.“ En hvert skyldi markmiðið vera með öllum þessum hlaupum? „Langtímamarkmiðið mitt er að komast nær þremur tímum í mara- þoni áður en ég verð of gömul til að hlaupa og til þess vantar mig styrktaraðila en ég er einmitt að leita að honum.“ Kennir ungum dýralæknum í Taílandi Ásta Kristín starfaði sem dýralæknir í fjölmörg ár í Bretlandi þar sem hún var búsett lengst af. „Ég hef sinnt dýralækningum minna eftir að við fjölskyldan fluttum til Múskat, vann við það hérna til að byrja með. Ég þurfti að kynna mér uppskurð á úlföldum eftir að ég flutti hingað, eðlilega þar sem úlfaldarnir hér eru fleiri en hestar og töluvert minna um gæludýr en á Englandi.“ Í vetur hefur Ásta dvalið í Chiang Maí í Taílandi á vegum góðgerðar- samtakanna Worldwide Veterinary Service (WVS). Samtökin senda dýralækna, hjúkrunarfræðinga og lyf til vanþróaðari landa. Eitt helsta verkefni samtakanna er að berjast gegn hundaæði sem dregur fjölda fólks og dýra til dauða á þessum slóðum. Í ár hleypur Ásta til styrkt- ar samtökunum, áhugasamir geta styrkt hana og flett henni upp á www.justgiving.com og lagt mál- efninu lið. „Að starfa við dýralækningar í vanþróuðum löndum er allt öðru- vísi en á Vesturlöndum. Aðstæður eru frekar frumstæðar, jafnvel ekki aðgengi að blóðrannsóknum eða röntgen. Lyf eru oft ekki fáanleg, það flækir málin ef hvorki eru til verkjastillandi lyf né efni til svæf- inga. Tilfinningin er stundum eins og að hafa bara plástur til að laga beinbrot. Samtökin berjast mark- visst fyrir útrýmingu hundaæðis í þróunarlöndunum og til að ná því markmiði bólusetjum við þúsundir hunda á þessum svæðum. Ég er að kenna ungum dýralæknum skurð- lækningar, fer næst til Góa á Ind- landi í sama tilgangi og verð þar fram að jólum.“ Á hlaupum um heiminn Undirbúningur undir næsta hlaup hefst innan skamms þrátt fyrir að eyðimerkurhlaupið sé enn í fullum gangi. „Ég býst við að taka eina til tvær vikur í að ná mér eftir þetta og svo byrjar undirbúningur fyrir Múskat maraþonið sem fer fram í janúar og svo er það Boston í apríl og að sjálfsögðu Reykjavík í sumar,“ segir Ásta Kristín og leggur af stað í leiðangur. Ég tók þátt í þessari keppni í fyrra, og lofaði sjálfri mÉr að gera þetta aldrei aftur. síð- asta keppni reyndist mÉr afskap- lega erfið. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir astahrafnhildur@frettabladid.is ERTU LÖNGU HÆTT/UR AÐ REYKJA EN SITUR UPPI MEÐ SKEMMDIRNAR! Supreme Demantshúðslípun + Intraceuticals “Hollywood-meðferð” Fyrir Eftir Fyrir þá sem gera kröfur um gæði og árangur Jólagjöfin í ár Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is Snyrtistofan Hafblik 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r42 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 0 -B B E 4 1 E 4 0 -B A A 8 1 E 4 0 -B 9 6 C 1 E 4 0 -B 8 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.