Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 88

Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 88
Handprjónasambandið er í fyrsta sinn að fara á stóran jólamarkað í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðurs­ gestur á þessum stóra jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, for­ maður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Hand­ prjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklipp­ ur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðal­ lega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður.  Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins.  Segir áherslur  þess  frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast. „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær stand­ ast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í til­ teknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mán­ uði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasam­ bandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í  búðum hér  og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborð­ unum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“ Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastof­ um hér á landi eins og Glófa í Ármúl­ anum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“ gun@frettabladid.is Á leið til Frakklands með lopapeysur á jólamarkað Um þúsund manns mættu á stofnfund Handprjónasambands Íslands í Glæsibæ og sam- þykktu að opna sölustað fyrir sínar vörur til að efla eigin hag. Síðan eru fjörutíu ár. Þuríður hefur prjónað frá því hún var krakki og er ein af stofnendum Handprjónasambandsins. Fréttablaðið/EyÞór Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Geirsdóttir frá Hallanda, Þinghólsbraut 35, Kópavogi, lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð 14. nóvember og verður jarðsungin frá Hraungerðiskirkju þriðjudaginn 21. nóvember klukkan 14. Jarðsett verður í Laugadælakirkjugarði. Sævar Hjálmarsson María Baldursdóttir Hafþór Björgvin Jónasson börn og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Dagbjörg Svana Engilbertsdóttir er látin. Fyrir hönd ættingja, Thorvald K. Imsland Albert Dagbjartarson Imsland Ólöf B. Jónsdóttir Engilbert Imsland Margrét Hannesdóttir Róbert Imsland Þórey Garðarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Óskarsson læknir, lést á líknardeild Landspítalans 7. nóv. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans og minningarsjóð Karítas. Anna Lilja Kjartansdóttir Valur Guðmundsson, Fanný Bjarnadóttir Eva Ósk Guðmundsdóttir, Valgarður Guðmundsson Ása María Guðmundsdóttir, Morten Hansen og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Silja Kristjánsdóttir lést þann 9. nóvember sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 22. nóvember kl. 15. María Hreinsdóttir Benedikt Hreinsson Andrea Rafnar Sveinn Árnason Herdís Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r48 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 0 -8 0 A 4 1 E 4 0 -7 F 6 8 1 E 4 0 -7 E 2 C 1 E 4 0 -7 C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.