Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  18. tölublað  105. árgangur  MAÐUR SELUR EKKI ÖMMU SÍNA FULL AF BIRTU OG FEGURÐ KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN 43FORMÆÐUR HEIÐRAÐAR 12 Donald J. Trump sór embættiseið sem 45. for- seti Bandaríkjanna í gær. Athöfnin fór fram á vestursvölum þinghússins á Capitol-hæð í höf- uðborginni, Washington DC. Mikill mannfjöldi var samankominn fyrir framan þinghúsið af þessu tilefni eða um átta hundruð þúsund manns. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, John G. Roberts, hlýddi forsetanum yfir eiðinn. Á þeirri stundu hélt Trump hægri hendi á lofti en þá vinstri lagði hann á tvær Biblíur sem kona hans, Melania Trump, hélt á. Aðra þeirra hlaut hann að gjöf frá móður sinni árið 1955 en hitt eintakið er hið sama og Abraham Lin- coln sór embættiseið við 4. mars 1861. Forveri Trumps í embætti, Barack Obama, sem við- staddur var athöfnina, notaðist einnig við Bibl- íu Lincolns í bæði skiptin sem hann sór eiðinn að embættinu 2009 og 2013. Eina barn nýrra forsetahjóna, Barron Trump, fylgdist ábúðarfullur með föður sínum við embættistökuna. Fjögur börn forsetans, sem hann eignaðist með tveimur fyrri konum sínum, voru einnig viðstödd. »24-25 Nýr forseti tekur við valdataumunum í Washington AFP Donald Trump er nýr forseti Bandaríkjanna Anna Sigríður Einarsdóttir Jón Birgir Eiríksson Lífsýni voru tekin úr fatnaði skip- verjanna tveggja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grím- ur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann gefur þó ekki upp hverrar gerðar sýnin eru. Lagt var hald á fatnaðinn í togaranum Polar Nanoq. Mennirnir tveir eru grunaðir um manndráp og meðal þess sem til rannsóknar er vegna málsins er blóðsýni sem fannst í bifreið þeirra. Þeir eru báðir grænlenskir, annar þeirra er um þrítugt og hinn nær 25 árum í aldri. Þeir hafa báðir komið til Íslands áður. Rannsókn lögreglu byggist á rök- studdum grun um að Birna hafi sest í farþegasæti bifreiðarinnar við Laugaveg 31, en lífsýni voru einnig tekin úr skotti bílsins. Fram kom við yfirheyrslur að mennirnir voru að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn laugardag og var annar þeirra undir áhrifum áfengis. Grímur segir lögreglu undanfarið hafa skoðað farsímagögn og þannig reynt að rekja ferðir mannanna. Spurður hvort farsímagögn vegna ferða þeirra á laugardeginum hafi verið skoðuð sérstaklega, segir hann að hann geti ekki tjáð sig um það mál. Enginn staðsetningarbúnaður var í bílaleigubíl mannanna. Leitarsvæði vegna hvarfs Birnu verður stækkað verulega í leit að henni í dag og munu björgunarsveit- ir á Selfossi, í Borgarnesi og á Reykjanesi leita hennar. Fyrst um sinn verður leitað á vegum og vega- slóðum og í nágrenni þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er um stærstu leitarað- gerð að ræða frá upphafi og munu að minnsta kosti 440 björgunarsveitar- menn taka þátt í leitinni um helgina. Ein stærsta aðgerð lögreglu Ævar Pálmi Pálmason, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, fullyrðir að lögregluað- gerðir vegna hvarfs Birnu séu þær mestu frá aldamótum. Hann segir mikið álag á starfsfólki embættisins og lögreglumönnum. Allir séu þó einbeittir og ákveðnir í að upplýsa málið. „Við unnum okkur ekki hvíldar fyrr en við upplýsum þetta mál. Það er alveg á hreinu,“ segir hann. Lífsýni tekin úr fatnaði  Enginn staðsetningarbúnaður var í bifreiðinni  Annar hinna grunuðu undir áhrifum áfengis  Langstærsta leitaraðgerð sem ráðist hefur verið í frá upphafi MTvö þúsund leitarsvæði... »4 & 6 Framvinda málsins » Lögregla tók lífsýni úr fatn- aði sem hald var lagt á í togar- anum Polar Nanoq. » Blóð fannst í bílaleigubifreið sem hinir handteknu höfðu til umráða á laugardag. » Björgunarsveitirnar ráðast í allsherjarleit að Birnu Brjáns- dóttur um helgina. Kúabændum er að fækka og fram- leiðsla hvers og eins að aukast. Þannig fækkaði þeim sem tóku þátt í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar í desember úr 573 í 547 á milli ára, eða um 26 bændur. Meðalinnlegg jókst á móti úr 234 þúsund lítrum í 250 þúsund lítra, sem er nærri 7% aukning. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður RML í naut- griparækt, segir að auknar kröfur í reglugerð um velferð nautgripa kalli á fjárfestingar í aðstöðu á næstu árum. Mönnum sé í raun og veru settur stóllinn fyrir dyrnar nema þeir stækki upp í 60-70 kýr. Ekki eigi allir kost á því, vegna landrýmis og ræktunarmöguleika, auk þess sem menn eldist og oft sé enginn til að taka við. Margir hafi hætt í haust og vetur. Þeir sem gátu hafi selt kvótann á kvótamark- aðnum í haust, þeim síðasta sem haldinn er. Mikil aukning varð á afurðum ís- lensku mjólkurkúnna á síðasta ári og hefur nytin aldrei verið meiri. Afurðamesta búið, Brúsastaðir í Vatnsdal, setti nýtt og glæsilegt Ís- landsmet í afurðum. Þar stendur einnig í fjósi kýrin Nína 676 sem setti Íslandsmet í afurðum á einu ári. »14 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Met Kýrnar á Brúsastöðum í Vatns- dal slógu Íslandsmet á nýliðnu ári. 26 hættu búskap  Nína var afurða- mesta kýrin í fyrra „Þetta lag virðist ganga mann fram af manni, kynslóða á milli,“ segir Eyjólfur Kristjánsson, spurður út í lagið sem hann söng fyrir hönd Ís- lands, ásamt Stefáni Hilmarssyni, í Eurovision árið 1991. Í viðtali í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins segja þeir félagarnir að þeir hafi, vegna sérstakrar vináttu, getað komið fram og sungið lagið aftur og aftur síðastliðin 26 ár. Í ár fagna þeir vináttu sem varað hefur í þrjá áratugi samfleytt. Draumurinn um Nínu eldist vel Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vinir Félagarnir hafa tekið ófáar æfingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.