Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Brasilía&Argentína Þessi ævintýraferð er blanda af stórfenglegri náttúru og tveimur af fallegustu borgum veraldar, Buenos Aires og Rio de Janeiro. Við kynnumst Iguazú þjóðgarðinum, Casa Rosada og sjáum eitt af sjö undrum veraldar. Ferð sem skilur eftir sig ljúfar og litskrúðugar minningar. Allir velkomnir á kynningarfund 23. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f. 8. - 21. október „Ég held að þetta muni fjara út. Ég hef ekki trú á því að þetta verði viðvarandi,“ segir Kristjana Guðmunds- dóttir Motzfeldt um neikvæð áhrif af máli grænlensku skipverjanna á Polar Nanoq á sam- skipti Íslendinga og Grænlendinga og andrúmsloftið á milli þjóðanna. Fréttir í vikunni bentu til þess að ein- hverjir hér á landi væru að skeyta skapi sínu á Grænlendingum al- mennt vegna málsins. Dásamleg þjóð Kristjana þekkir vel til Grænlend- inga eftir að hafa verið búsett þar í landi um langt árabil. „Það kom í ljós að verið var að gera úlfalda úr mý- flugu í þessum fréttum,“ segir Krist- jana. Hún hefur þó áhyggjur af þungum orðum sem lát- in hafa verið falla í umræðum á netinu. „Grænlendingar eru dásamlegar manneskjur og glaðir eru þeir í viðmóti. Við getum margt lært af Grænlendingum, m.a. að gleðjast yfir hinu smáa og að maðurinn er hluti af náttúrunni en náttúran sé ekki undirokuð af manninum,“ segir hún. Hassneysla mikið vandamál Kristjana segir fréttir um að 20 kg af hassi hafi fund- ist um borð í Polar Nanoq hafa vakið athygli sína. Um er að ræða gífurlegt magn. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er einn skipverja, sem talinn er vörslu- maður fíkniefnanna, nú í gæsluvarðhaldi. „Hassneysla er landlægt vandamál á Grænlandi og rosalegur gróði fylgir því ef tekst að flytja það inn. Hass er víst hvergi dýrara á Vesturlöndum en á Græn- landi og margfalt dýrara en annarstaðar á Vestur- löndum. Sjóleiðin er löngu þekkt leið og margar sögur af því að þegar skip nálgast Grænland er hassinu fleygt fyrir borð og sótt síðar. Sjómennirnir eru væntanlega burðardýr. Fyrir utan áfengi er víst svo til eingöngu um hassneyslu að ræða og sagt er að fólk á Grænlandi komi í veg fyrir önnur efni en hass.“ Kristjana veltir því fyrir hvort íslenska fíkniefna- lögreglan sé nógu upplýst um hina mikla hassneyslu á Grænlandi og þurfi ef til vill að grípa til frekari að- gerða þegar grænlensk skip koma hingað til hafnar. „Það er óhugnanlegt að heyra að fleiri kynslóðir í fjöl- skyldu reyki hass saman; afi, amma, foreldrar og börn,“ segir hún. gudmundur@mbl.is Telur að málið muni ekki skaða samband þjóðanna  Hass hvergi dýrara en á Grænlandi  Neyslan vandamál Morgunblaðið/Eggert Grænlenskir Mennirnir sem eru í varðhaldi vegna hvarfs íslenskrar stúlku eru frá Grænlandi. Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt Anna Sigríður Einarsdóttir, Freyr Bjarnason, Guðrún Hálfdánardóttir, Jón Birgir Eiríksson, Sunna Ósk Logadóttir, Þorsteinn Ásgrímsson, Þorsteinn Friðrik Halldórsson, Viðar Guðjónsson. Aukinn þungi verður settur í leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina, en í dag er liðin vika frá því síðast spurðist til hennar. Lögregla hefur stækkað leitarsvæðið verulega og af- markast það nú af Selfossi, Borg- arnesi og öllu Reykjanesi. Radíusinn er frá þeim stað þar sem síðast sást til rauðrar Kia Rio-bifreiðar sem tveir skipverjar á togaranum Polar Nanoq höfðu á leigu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, segir leit- ina þá stærstu sem Landsbjörg hafi tekið þátt í frá upphafi, en um 440 leitarmenn voru skráðir í gærkvöldi. Miða við ákveðinn radíus Aðgerðastjórnendur skiptu leitar- svæðunum upp í minni leitarsvæði í gærkvöldi og eru þau yfir tvö þús- und talsins. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á leit á og meðfram veg- um og vegaslóðum á svæðinu öllu. Þorsteinn segir leitarsvæðið og radíusinn einnig afmarkast af kenn- ingum í leitarfræðum. „Við miðum við ákveðinn radíus og ákveðna prósentutíðni í leitar- fræðum sem segja okkur hversu langt manneskja er flutt frá þeim stað þar sem hún sást síðast, ef um er að ræða brottnám,“ segir hann. Leitarhundar, drónar, fjórhjól og sexhjól eru meðal þeirra bjarga sem leitarhóparnir munu styðjast við, en þyrla Landhelgisgæslunnar mun einnig sinna leitinni í dag. Þetta á við um allt leitarsvæðið. Í gær var leitað á Strandarheiði líkt og fyrri daga. Fram til þessa hafa tæplega 300 björgunarsveitar- menn komið að leitinni. Blóð fannst í bílnum Skipverjarnir tveir, sem hand- teknir voru um borð í togaranum Polar Nanoq, eru grunaðir um manndráp. Blóð fannst í bifreiðinni sem skipverjarnir höfðu á leigu. Lögregla hefur ekki staðfest að blóðið sé úr Birnu. Blóðsýni auk annarra lífsýna úr bifreiðinni og togaranum hafa verið send utan til rannsóknar. Vonast er til þess að niðurstöður berist á allra næstu dögum. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn staðfesta að bíll skipverjanna sé sá sami og lög- regla hefur lagt hald á. Unnið er út frá því að bíllinn sem sást á upp- tökum eftirlitsmyndavéla á Lauga- vegi sé einnig sá sami og lagt var hald á. Einnig er unnið út frá þeirri kenn- ingu að Birna hafi tekið sér far með mönnunum, en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að sést hefði til mannanna á svipuðum stað og svipuðum tíma og síðast sást til Birnu. Allt kapp er nú lagt á að sannreyna að Birna hafi verið í bif- reiðinni. Yfirheyrslur yfir skipverj- unum tveimur stóðu yfir frá hádegi í gær og um það bil fram að kvöldmat. Svöruðu þeir spurningum lögreglu og neituðu ekki að hafa hitt Birnu. Þeir hafa þó ekki játað sök í málinu. Skipverjarnir sáust í Kvosinni Lögreglu hefur tekist að greina bifreið skipverjanna á nokkrum stöðum í Kvosinni í miðbænum. Birna og mennirnir sjást þó aldrei saman á þeim upptökum sem um ræðir. Lögregla einblínir nú á tímabilið frá því klukkan sjö að morgni laug- ardags til kl. hálftólf, sama dag. Bíl- stjórar voru í gær beðnir um að láta lögreglu í té myndbandsupptökur úr bifreiðum sem voru á svæðinu á tímabilinu í þeim tilgangi að rekja ferðir Kia Rio-bifreiðarinnar. Undir kvöld bað lögreglan öku- mann hvítrar bifreiðar sem vitað er til að hafi keyrt um Óseyrarbraut í Hafnarfirði klukkan 12:24 á laugar- dag. Er hann ekki grunaður um neitt misjafnt, að sögn lögreglu. Síðast sást til skipverjanna á höfn- inni um klukkan 6:10 á laugardags- morgun þar sem þeir stigu út úr bif- reiðinni og ræddust við áður en annar þeirra fór um borð í togarann. Hinn keyrði að flotbryggju við höfn- ina og staldraði þar við áður en hann keyrði á brott nokkrum sinnum. Tvö þúsund leitarsvæði skilgreind  Stærsta leit Landsbjargar frá upphafi  Vegir og vega- slóðar í forgangi  Blóðsýni úr bílnum meðal sönnunargagna Borgarnes Akranes Reykjanesbær Grindavík Hveragerði Sefoss Reykjavík Leitarsvæði helgarinnar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Aukinn þungi í leitinni » Leitarsvæðið stækkað til muna nú um helgina. » Blóð fannst í bifreið tveggja skipverja á togaranum Polar Nanoq. Lífsýni úr bifreiðinni og togaranum hafa verið send ut- an til rannsóknar. » Skipverjarnir tveir sáust í Kvosinni í miðbænum á upp- tökum úr eftirlitsmyndavélum frá því á laugardag. » Unnið er að því að sann- reyna að Birna hafi tekið sér far með mönnunum. R E Y K J AV Í K K Ó PAVO G U R GARÐABÆR SÆ B R A U T REYK JAN ESB RA UT Vífilsstaðavatn HAFNARFJÖRÐUR Ferðir bílsins Urriðakotsvatn Laugavegur 31: kl. 5.25 Rauð Kia Rio-bifreið sást ekið vestur Laugaveg til móts við hús nr. 31. 1 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: 5.53 Sambærilegum bíl sást ekið við áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. 2 Hafnarfjarðarhöfn: 6.10 Bílnum ekið um Hafnarfjarðarhöfn, að Polar Nanoq. 3 Hlíðarsmári Kópavogi: 17. janúar, um kl. 15 Hald lagt á bílinn sem sást við Hafnarfjarðarhöfn í Hlíðarsmára í Kópavogi. 4 Grunnkort/Loftmyndir ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.