Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 6

Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hjólað íSuður-Afríku Á þessari einstöku hjólaleið líðum við fram hjá öllu því sem gerir Suður-Afríku að einu fegursta svæði í heimi. Við upplifum ósnerta náttúru, stórfenglegt dýralíf í þriðja stærsta þjóðgarði landsins, regnskóga, iðandi borgir og rómantísk smáþorp. Frábær ferð til kynnast mannlífi og menningu Suður-Afríku. Allir velkomnir á kynningarfund 24. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f. 20. október - 3. nóvember Fararstjóri: Þórður Höskuldsson „Eflaust má finna einhver dæmi þess að ekki hafi allt verið kórrétt. En heilt yfir sýnist mér fjölmiðlar hafa staðið sig prýðilega í fréttaflutningi af þessu máli og um leið gert það sem þeim ber að gera.“ Þetta segir Valgerður Jóhanns- dóttir, aðjunkt í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, en í máli sínu vísar Valgerður til fréttaflutnings af hvarfi tvítugrar stúlku, Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til í sjö sólarhringa. Valgerður segir mál sem þetta vera afar erfitt umfjöllunar og hafa fjölmiðlar oft verið harðlega gagn- rýndir fyrir fréttaflutning sinn af því, einkum á samfélagsmiðlum á netinu. „Það er hins vegar hlutverk fjöl- miðla að fjalla um mál og þeir geta ekki komið sér undan því þó það sé erfitt, viðkvæmt eða snerti marga í samfélaginu. Þeir verða bara að vinna í samræmi við þau gildi sem uppi eru í blaðamennsku og viðhafa fagleg vinnubrögð,“ segir hún. Misgagnlegar upplýsingar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjöldann allan af ábend- ingum og skilaboðum í gegnum sam- félagsmiðla í tengslum við rannsókn- ina á hvarfi Birnu. Á sama tíma hafa einnig birtst þar villandi ummæli og ábendingar sem lögreglan hefur þurft að fylgja eftir. „Samfélags- miðlar hafa breytt miklu, en það getur verið mjög erfitt, þegar maður er staddur í miðri hringiðunni, að greina áhrif þeirra nákvæmlega,“ segir Val- gerður og bendir á að mikilvægt sé að fólk dreifi ekki eða hlaupi á eftir röngum upplýsingum. „Þetta er auð- vitað einnig mikil áskorun fyrir fjöl- miðlana því yfir þá dynja alls konar upplýsingar. Og þá reynir á að standast freistinguna og kanna hlut- ina áður en farið er með þá í loftið,“ segir hún ennfremur. Aðspurð hvort hún telji að mikill fréttaflutningur geti skaðað rann- sókn lögreglu svarar Valgerður: „Ég hef ekki heyrt neitt óyggjandi svar við því. En auðvitað er einhver tog- streita á milli lögreglu sem vill sitja á upplýsingum og fréttamanna sem vilja fá þær birtar,“ segir hún. Mál sem þetta reynir á fjölmiðla  Fólk elti ekki rangar upplýsingar Valgerður Jóhannsdóttir „Þetta hefur verið mikið áfall fyrir suma skipverja, að vera viðfang rannsóknar af þessari stærðar- gráðu og ekki síst vegna athygl- innar sem málið hefur fengið á Ís- landi. Þetta er erfiður tími fyrir þá,“ segir Vittus Qujaukitsoq, utan- ríkisráðherra Grænlands, um áhöfn Polar Nanoq. Ráðherrann segir ráðuneyti sitt í stöðugum samskiptum við yfirvöld á Íslandi og útgerðarfyrirtækið Polar Seafood, sem gerir út Polar Nanoq. „Við höfum tekið í notkun tvö síma- númer sem eru opin allan sólar- hringinn, þangað sem fjölskyldur áhafnarinnar geta hringt og óskað eftir ráðgjöf og spurt allra spurn- inga um skipið og málið almennt,“ segir Qujaukitsoq. Ráðherrann segir málið hafa vak- ið mikla athygli á Grænlandi, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Hann segir að Grænlendingum sé ekki síður umhugað um að rannsókn lögreglu skili árangri. „Hugur okkar er hjá fjölskyldu stúlkunnar og ég vona að við kom- umst að því hvað varð um hana.“ Vel fylgst með málinu á Grænlandi Vittus Qujaukitsoq Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Rannsókn lögreglunnar vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er ein stærsta aðgerð lögregl- unnar frá aldamótum í máli af þessari tegund. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir umfang málsins svipað og í mann- hvarfsmáli Einars Arnar Birgissonar, sem var myrtur árið 2000. Allar deildir embættisins vinni nú að lausn málsins með einum eða öðr- um hætti. Ævar Pálmi hefur þó ekki nákvæma tölu á þeim sem komi eða hafi komið að málinu, sem hófst fyrir viku. „Það koma flestar deildir að þessu með ein- um eða öðrum hætti. Þetta eru um fjórtán til fimmtán deildir og þar með talið allar stoð- deildirnar, t.d. tæknideild, tölvurannsókna- deild, upplýsinga- og áætlanadeild og auðvitað rannsóknardeild skipulagðra og alvarlegra brota sem ber hitann og þungann af málinu. Almenn deild lögreglu kemur líka að þessu og rannsóknardeildir á lögreglustöðvunum hafa reynst okkur mjög vel. Það leggjast allir á eitt í þessu,“ segir Ævar Pálmi. „Við getum hvílt okkur seinna“ Unnið er að lausn málsins allan sólarhring- inn að sögn Ævars Pálma. Aðspurður segir hann að starfsfólkið hafi lítið hvílst síðustu daga. „Fólk er það einbeitt og ákveðið í að finna Birnu og upplýsa þetta mál að það er eiginlega erfitt að fá fólk til að fara heim að hvíla sig. Það er unnið myrkranna á milli. Eins og okkar fólk segir: „Við getum hvílt okkur seinna,““ segir Ævar Pálmi. „Við unnum okkur ekki hvíldar fyrr en við upplýsum þetta mál. Það er alveg á hreinu.“ Framvinda leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur Föstudagur 13. janúar Birna fer ásamt vinkonu sinni í miðbæ Reykja- víkur föstudags- kvöldið 13. janúar. Laugardagur 14. janúar Vinnustaður Birnu hefur samband við foreldra hennar þegar hún mætti ekki til vinnu ummorgun- inn. Lögreglu gert viðvart. Þriðjudagur 17. janúar Allsherjarútkall björgunarsveita gefið út og Birnu leitað úr lofti, á láði og legi, aðallega í Hafnarfirði og Urriðaholti. Rauð Kia-bifreið, sem lögreglan leitaði að, finnst í Hlíðasmára í Kópavogi. Þriðjudagur 17. janúar Að kvöldi 17. janúar er bíllinn tengdur við skip- verja á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem fór frá Hafnarfjarðarhöfn að kvöldi laugardags. Lögreglan og danska varðskipið HDMS Triton hefja eftirför og fjórir íslenskir lögreglumenn fara með þyrlu Landhelgis- gæslunnar um borð í Triton. Polar Nanoq fær fyrirmæli um að snúa við og sigla aftur til Íslands. Bænastund haldin í Hallgrímskirkju. Miðvikudagur 18. janúar Sérsveit ríkislögreglustjóra sígur um borð í Polar Nanoq, tekur yfir stjórn skipsins og handtekur þrjá skipverja. Áfram er leitað að Birnu í Hafnarfirði, á Strandarheiði og við Hvaleyrarvatn. Fimmtudagur 19. janúar Tveir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu, en þriðja skipverjanum er sleppt. Fjórði maðurinn handtekinn eftir að um 20 kg af fíkniefnum finnast um borð í Polar Nanoq. Enn er leitað að Birnu,m.a. á Strandarheiði. Föstudagur 20. janúar Yfirheyrslur yfir skipverjunum halda áfram og allsherjarleit að Birnu boðuð um allt suðvesturhorn landsins um helgina. Föstudagur 20. janúar Lögreglan lýsir eftir hvítum fólksbíl sem ekið var vestur Óseyrarbraut 14. janúar kl. 12.24. Miðvikudagur 18. janúar Polar Nanoq kemur að landi í Hafnarfirði um kl. 23 og hinir handteknu færðir til yfirheyrslu. Sunnudagur 15. janúar Móðir Birnu, aðrir ættingjar og vinir ganga á milli húsa við Flatahraun í Hafnarfirði. Mánudagur 16. janúar Lögreglan og fjölmennt lið björgunarsveita leita Birnu í 300 m radíus frá Laugavegi 31, í Urriðaholti, við Flatahraun og í Heiðmörk. Lögreglan boðar til blaðamannafundar. Laugardagur 14. janúar Hún yfirgefur skemmti- staðinn Húrra ein síns liðs um kl. 5 aðfaranótt laugardags og hverfur sjónum við Laugaveg 31 um kl. 5.25. Sunnudagur 15. janúar Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lýsir eftir Birnu aðfaranótt 15. janúar. Þriðjudagur 17. janúar Skór Birnu finnast við birgðastöð Atlantsolíu við Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar. Stærsta lögregluaðgerðin frá aldamótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.