Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 12

Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Það er ekki bara gamalt fólksem fær áhuga á ættfræði.Að minnsta kosti hefuráhugi Önnu Leifar Elídótt- ur myndlistarkonu aukist töluvert undanfarið. Og á hún þó allmörg ár í fimmtugt. Eins og allir á hún tvær ömmur og fjórar langömmur, þær eru að vísu dánar, en ömmum sínum kynntist hún ágætlega sem og tveim- ur langömmunum. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fyrir tveimur árum langaði hana að heiðra minn- ingu þessara formæðra sinna og kynna sér sögu þeirra; draga upp af þeim myndir í bókstaflegri merkingu. „Ég málaði tíu myndir með olíu á striga, af ömmum mínum, lang- ömmum, mömmu minni, mér og dótt- ur minni og einni ömmusystur og sýndi á vinnustofu minni á Vökudög- um, menningarhátíð sem haldin er á hverju hausti hérna á Akranesi,“ segir Anna Leif. „Ömmusysturina hafði ég með vegna þess að ég er skírð eftir henni og Leifi, manni hennar, og mér þykir svo vænt um þetta nafn,“ bætir hún við og upp- lýsir að sjálf sé hún ein fjögurra, karla og kvenna á Íslandi, sem heiti Leif. Menning í mörgum myndum Eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands 2005 fór Anna Leif beint í kennslufræði í myndlist við sama skóla og kenndi síðan list- greinar um sjö ára skeið við Brekkubæjarskóla á Akranesi, þar sem hún er uppalin og hefur búið nánast alla sína tíð. Því næst vann hún á Byggðasafninu í bænum í rúm- lega þrjú ár. „Samhliða stundaði ég nám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, útskrifaðist þaðan 2010 og hef þar til fyrir skemmstu verið til skiptis í kúrsum í listfræði á masters- sviði og safnfræði við Háskóla Ís- lands, þar til ég réðst til starfa við safnkennslu í Þjóðminjasafninu,“ segir Anna Leif, sem býst við að taka aftur upp þráðinn í kúrsunum í HÍ þegar fram líða stundir. Áður en hún lagði fyrir sig allt þetta list- og menningarnám um alda- mótin stundaði hún búskap á Leirá rétt hjá Akranesi ásamt eiginmanni sínum, Ásgeiri Kristinssyni, og í sam- býli við tengdaforeldra sína. Börnin þeirra þrjú eru uppkomin, öll um tvítugt, og Anna Leif því ekki eins bundin heimilinu og áður. Hún setur ekki fyrir sig að keyra daglega á einkabíl sínum í vinnuna til Reykja- víkur en býst við að temja sér vist- vænni hugsunarhátt og taka strætó þegar birta fer af degi. Harmleikir og barnmissir Þá fannst henni ekki heldur til- tökumál að fara á slóðir formæðra sinna þegar hún var að undirbúa sýninguna Ömmurnar í fyrra. „Reyndar þurfti ég ekki að fara um langan veg því flestar bjuggu hér í nærsveitum, til dæmis í Hvalfjarðarsveit. Maður selur ekki ömmu sína Hana dreymdi um að halda kvennaboð, nokkurs kon- ar gjörning, þegar hún var í Listaháskóla Íslands. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í hittifyrra ýtti svolítið við Önnu Leif Elídóttur myndlistarkonu að láta til skarar skríða. Hún tók upp pensilinn og mál- aði myndir af sjálfri sér, dóttur sinni og móður, ömm- um sínum og langömmum. Einni ömmusystur var líka boðið í partíið. Formóðir Ljósmynd og málverk af Kristínu Karólínu frá Skerðingsstöðum. Með allt á hreinu Anna Leif er í rauð- vínsklúbbi með fyrr- verandi samstarfs- konum í Brekkubæjarskóla og hefur skissað myndir af öllum teg- undum sem klúbb- urinn hefur prófað og skrifað umsagnir. Á nýju ári er gaman að fara á hvers konar námskeið og bæta við sig þekkingu í hinu og þessu. Á vefsíðu Hugsmiðjunnar, hugsmidjan.is, er hægt að kynna sér hvaða námskeið þar er boðið upp á, og eitt þeirra snýst um hvernig skrifa skuli fyrir fólk og leitarvélar. Í kynningu segir að mikilvægasti þáttur í leitarvélar- bestun sé gott efni. Á síðunni segir m.a: „Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niður- stöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.“ Á námskeiðinu eru m.a. kennd- ar bestu aðferðir í vefskrifum, kynnt- ar aðferðir við að vinna efnisstefnu fyrir vef og gefin innsýn í það hvernig tæki leitarvélarbestunar nýtast í efnisstefnu. Leiðbeinandi verður Þórarinn Stef- ánsson (Tóró), en hann er viðmóts- hönnuður og -forritari hjá Hugsmiðj- unni með mikla reynslu af greiningum, vefstjórn og kennslu auk meistaragráðu í upplýsingatækni. Nú er lag að skrá sig á síðunni. Vefsíðan www.hugsmidjan.is Morgunblaðið/Golli Úti Víða er hægt að vinna við tölvu. Skrifað fyrir fólk og leitarvélar Listakonan Rúna, Sigrún Guðjóns- dóttir, sýnir ný verk í Gerðubergi í Breiðholti um þessar mundir, en hún á að baki langan listamannsferil. Rúna ætlar að ganga með gestum um sýninguna á morgun, sunnudag, kl. 13, en þar verður rætt við hana um listferil hennar og lífssýn. Spurt verð- ur: Hvers vegna lagði hún ung út á listabrautina? Hvernig var hægt að finna tíma fyrir listina meðfram barnauppeldi og brauðstriti? Og hafa tímarnir breyst – og þá hvernig? Á sýningunni í Gerðubergi eru ein- göngu verk frá Rúnu sem eru frá síð- ustu tveimur árum, unnin með akrýl- litum og þurrkrít á handgerðan japanskan pappír. Sýningin ber heitið Línudans, enda er flæðandi línuspil eitt höfuðeinkenna verka Rúnu. Í myndunum má sjá þekkt stef úr smiðju Rúnu eins og sterk, kvenleg form; fugla, fiska og báta en áhrifa ævintýrsins gætir einnig í mettuðum litum sem oft glitra af silfri og gulli. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 13-16. Henni lýkur sunnudaginn 5. febrúar. Listamannsspjall og leiðsögn á morgun, sunnudag Hvernig var hægt að finna tíma fyrir listina meðfram brauðstriti? Manneskjur Eitt af verkum Rúnu sem er á sýningunni hennar í Gerðubergi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíð- una.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.