Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Möttulstrókurinn undir Íslandi verð- ur á sýningu í Lava - Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands sem ver- ið er að koma upp á Hvolsvelli. Þótt hann sé í smækkaðri mynd sést samt á hlutföllunum, þegar Íslandi er stillt ofan á hann, hversu stór hann er. Húsið hefur risið á skömmum tíma og unnið er á fullu að frágangi innan- húss. Í gær var haldið reisugildi. Að því loknu var opið hús fyrir íbúa Hvolsvallar og nágrennis. „Við höfum kynnt hugmynd og framkvæmd fyrir íbúunum alveg frá upphafi. Það hefur skilað sér í að við höfum alla tíð fengið góðan hljóm- grunn,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lava. Starfsemin á að hefjast 1. júní nk. Bein útsending frá gosum Auk eldfjalla- og jarðskjálftasýn- ingarinnar verður veitingasalur með veitingum úr héraði, auk fjölbreyttra rétta sem höfða til fólks úr öllum heimsálfum, og handverks- og minjagripaverslun Rammagerð- arinnar. Þá er ætlunin að veita ferða- fólki sem á leið um Suðurland upp- lýsingar um veður og náttúru- hamfarir, í samvinnu við Almanna- varnir, lögreglu, Veðurstofu og Safe Travel. Aðalaðdráttaraflið verður þó fræðslusýningin. Þar fær fólkið fræðslu og upplifun um jarðfræði Ís- lands með hjálp ýmiskonar tækni- búnaðar og fær svar við spurning- unni um það hvernig Ísland varð til. „Fólkið kemur vonandi fróðara út og getur sett hlutina í samhengi, þótt ekki verði það orðið að jarðfræð- ingum.“ Ásbjörn bendir á að í kvikmynda- sal verði 12 mínútna kvikmynd um eldgos. „Næst þegar það fer að gjósa fer fókusinn á það og vonandi verður hægt að vera með beina útsendingu frá gosinu í bíósalnum,“ segir hann. Möttulstrókurinn undir Íslandi sýndur  Eldfjallasýning, veitingar og verslun og upplýsingaþjón- usta við ferðafólk um náttúruhamfarir og veður Tölvuteikning/Basalt arkitektar Aðdráttarafl Möttulstrókurinn undir Íslandi verður eitt aðalatriðið á eld- fjalla- og jarðskjálftasýningunni sem verið er að koma upp á Hvolsvelli. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Opið hús Haldið var reisugildi í sýningarhúsinu á Hvolsvelli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.