Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valgeir Þorvaldsson fyrir hönd Vesturfarasetursins á Hofsósi og Sunna Pam Olafson-Furstenau fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Icelandic Roots (icelandicroots.com) í Bandaríkjunum hafa gert með sér samstarfssamning með það að mark- miði að efla og treysta þjónustuna við þá sem leita upplýsinga hjá þeim um skyldfólk, fjölskyldur og fleira, bæði á Íslandi og í Vesturheimi. Áhugi á vesturförum og fjöl- skyldum þeirra hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Valgeir segir að margar fyrirspurnir berist Vest- urfarasetrinu í þá veru og stefnan sé að vinna úr þeim í samvinnu við Ice- landic Roots. „Það getur verið mjög erfitt fyrir okkur á Íslandi að finna upplýsingar um fólk vestra og þá kemur til kasta Sunnu og aðstoð- arfólks hennar,“ segir Valgeir. „Að sama skapi fá þau allskonar erindi, sem þau eiga erfitt með að sinna og þá kemur til okkar kasta.“ Hann bætir við að samfara þessari upplýs- ingagjöf muni þau vinna að því að efla gagnagrunn hennar enn frekar. Margir sjálfboðaliðar Á vef Icelandic Roots geta Ís- lendingar fengið upplýsingar um ættingja sína í Norður-Ameríku auk þess sem þar er mikill gagna- grunnur um Íslendinga. Sunna Pam Olafson-Furstenau segir að sam- vinnan sé á sömu nótum og sam- starf Icelandic Roots við Vest- urfaramiðstöð Austurlands á Vopnafirði. Áhersla verði lögð á að veita aðstoð fljótt og vel og meðal annars verði þátttakendum í Snorra-verkefninu liðsinnt. „Við er- um með 15 sjálfboðaliða og byggj- um ofan á það sem fyrir er,“ segir hún. Efla og treysta ættfræðiþjónustuna  Vesturfarasetrið á Hofsósi og Icelandic Roots í Bandaríkjunum gera með sér samstarfssamning Samstarf Sunna Pam Olafson-Furstenau og Valgeir Þorvaldsson handsala samninginn fyrri hönd Icelandic Roots og Vesturfarasetursins á Hofsósi. Skoðið úrvalið á dimmalimmreykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 og laugard. 10-17 DIMMALIMM Útsala Útsala 40-70% afsl Langflest sveitarfélög landsins hafa enn ekki breytt launum kjörinna fulltrúa sinna þrátt fyrir hækkun þingfararkaups eftir úrskurð Kjara- ráðs og bíða átekta eftir niðurstöðu Alþingis varðandi umdeilda hækkun þingfararkaupsins. Í mörgum sveit- arfélög tengjast laun kjörinna full- trúa þingfararkaupi með einum eða öðrum hætti og í samræmi við við- miðunarreglur sem Samband ísl. sveitarfélaga birti sl. sumar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er eina sveitarfélagið sem vitað er um að hafi að undanförnu ákveðið að hækka laun kjörinna fulltrúa bæjar- ins til samræmis við hækkun þing- fararkaupsins eða um 44%. Önnur stærstu sveitarfélögin ákváðu að hækka ekki og skoruðu á þingið að breyta úrskurðinum. Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, segir sambandið ekki hafa yfirlit yfir það hvernig sveitarfélögin ætla að bregðast við eftir hækkun þingfarar- kaupsins en málið sé greinilega í gerjun. ,,Við gáfum út leiðbeinandi viðmið ef menn vildu hafa eitthvað til að styðjast við en það er hverjum og einum frjálst að gera það og við höf- um ekki yfirlit yfir hvað margir nýttu sér þau.“ Hjá Kópavogsbæ fengust þær upplýsingar að samþykkt hafi verið í nóvember sl. að fresta ákvörðun um þessi mál og því hefur hækkunin ekki tekið gildi þar. Svipaða sögu er að segja úr borginni þar sem ákveðið var að hækka ekki laun borgarfull- trúa til samræmis við úrskurðinn. Lækka prósentuna af þingfar- arkaupi sem miðað er við Sveitarfélög hafa ýmsa kosti við ákvörðun launa og þóknunar fyrir störf kjörinna fulltrúa. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Þingeyjar- sveitar var ákveðið að greiðslur fyrir setu í sveitarstjórn og í nefndum á vegum sveitarfélagsins yrðu áfram hlutfall af þingfararkaupi „en í ljósi þeirra hækkana sem orðið hafa á þingfararkaupi samþykkir sveitar- stjórn Þingeyjarsveitar að lækka nú- verandi hlutfall fyrir setu í sveitar- stjórn úr 10% í 8% og greiðslur til oddvita úr 15% í 12%. Samsvarandi breyting verði á greiðslum fyrir nefndastörf og fundasetu á vegum sveitarfélagsins. Við þessa breytingu munu þessar greiðslur hækka að meðaltali um 15,47% í stað 44% hækkunar.“ Flest sveitar- félög bíða átekta  15,47% hækkun hjá Þingeyjarsveit Morgunblaðið/Golli Þing Ekki sér fyrir endann á afleið- ingum af hækkun þingfararkaups. Gengið hefur á með éljum víða á landinu síðustu daga og hér forða farþegar sér í hlýju og skjól í strætisvagni á Lækjartorgi. Spáð er rigningu með köflum á höfuð- borgarsvæðinu í dag en útlit er fyrir að hlé verði á úr- komunni á morgun. Það verður þó ekki lengi því að spáð er úrfelli og éljum eftir helgina. Morgunblaðið/Ómar Leitað skjóls í strætisvagni „Það var gagnlegt að fá þessa yfirferð á skýrslunni á fundinum þótt ég hefði auðvitað kosið að fyrrverandi fjár- málaráðherra hefði mætt á hann, eins og var bókað á fundi nefndarinnar. Hins vegar liggur fyrir að miklu meiri vinna þarf að fara fram í þessum efn- um,“ segir Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis fundaði í morg- un að beiðni hennar um skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjár- málaráðuneytisins um eignir Íslend- inga á aflands- svæðum. „Síðan er mjög mikilvægt hvað gerist í framtíð- inni. Ég tel að það sem þurfi m.a. að taka til skoðunar sé hvað gerist þegar los- að verður um höftin. Hvernig verður eftirliti með fjármagnsstreymi háttað?“ segir Katrín. Fram komi í skýrslunni að aðrar aðferðir séu not- aðar til þess að koma fjármunum und- an skatti en voru notaðar fyrir hrun. „Það er mitt mat að efnahags- og við- skiptanefnd eigi að hafa frumkvæði í þessum málum þannig að þetta mál verði sett í forgang að minnsta kosti á vettvangi þingsins.“ Katrín segir skýrsluna aðeins vera fyrsta skrefið í því að taka þessi mál til gagngerrar skoðunar með það fyr- ir augum að bæta löggjöf hér á landi og koma í veg fyrir að reynt sé að koma fjármunum undan skatti. Fyrsta skref en ekki lokaskref  Efnahags- og viðskiptanefnd fjallaði um aflandsskýrsluna Katrín Jakobsdóttir Hjón á Akureyri unnu rúmlega 64 milljónir króna í lottóinu milli jóla og nýárs en biðu með að sækja vinninginn. Vinningsmiðinn var keyptur í Hagkaupum á Akureyri milli jóla og nýárs en hjónin vissu strax á nýársnótt að þau hefðu unn- ið milljónirnar. Þeim var ljóst að þau hefðu unnið eftir að tilkynnt var að vinningsmiðinn hefði verið seldur í Hagkaupum á Akureyri. Hjónin segjast alltaf spila í leikjum Getspár og kaupa alla sína miða þar. Biðu með að sækja vinninginn Þau fögnuðu því nýja árinu 64 milljónum ríkari, en afkomendur hjónanna voru hjá þeim á Akureyri yfir áramótin. Þau ákváðu hins vegar að flýta sér ekkert að sækja vinninginn til Reykjavíkur. Þau áttu skipulagða ferð til höfuð- borgarinnar um miðjan janúar og ákváðu því að gera sér ekki sérferð vegna vinningsmiðans. Því var ákveðið að setja miðann í umslag og sváfu þau á honum til skiptis svo honum yrði ekki stolið. Hjónin, sem eru bæði hætt að vinna segjast ekki ætla að flana að neinu en segja að börnin fái að njóta vinningsins með foreldrum sínum. Sváfu á 64 milljóna vinningsmiða í vikur  Hjón á Akureyri unnu stórt í lottóinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.