Morgunblaðið - 21.01.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 21.01.2017, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Það var auðvitað ánægjulegt að Hæsti- réttur skyldi taka upp skráningu og birtingu á upplýsingum um hagsmunatengsl dóm- aranna frá og með síð- ustu áramótum. Þar með munu aðilar dómsmálanna geta hugað að því sjálfir hvort hagsmunatengsl einstakra dómara kunni að valda vanhæfi þeirra og gert kröfur þar að lútandi telji þeir ástæðu til. Í skráningu og birtingu þessara upplýsinga felst líka við- urkenning af réttarins hálfu á að hagsmunatengsl vegna þeirra atriða sem upplýsingar taka til, skipti máli við ákvörðun um hæfi dómara til að dæma í einstökum málum. Þó að svo sem hafi ekki verið nein sérstök þörf á þeirri viðurkenningu skiptir samt máli að hún skuli nú liggja fyr- ir. Hið eina sem má að þessu finna er að ekki virðist gert ráð fyrir að upplýsingar þessar nái til maka dómaranna með sambærilegum hætti og þeirra sjálfra. Úr því ætti dómstóllinn að bæta nú þegar. Þá er bara eftir að tryggja réttlæti þeim til handa sem á und- anförnum misserum og árum hafa fengið á sig dóma réttarins í mál- um, þar sem hugs- anlegt er að um hags- munatengsl dómara hafi verið að ræða sem gerðu þá vanhæfa, án þess að máls- aðilarnir hafi átt þess kost að vita um slíkar aðstæður. Sumir þeirra hafa hlotið þunga fangelsisdóma, sem sætt hafa gagnrýni. Þeir ættu að eiga sjálfsagða kröfu til þess að fá upplýsingar um fjárhagslegar kringumstæður dómaranna sem hugsanlega hafa getað valdið van- hæfi þeirra til setu í málunum. Sumir þessara dómþola kunna að huga að endurupptöku mála sinna og eiga þá auðvitað kröfu til að fá upplýsingar um slík atriði. Raunar sjá flestir að upplýsingar, sem lekið var til fjölmiðla í nýliðnum desem- bermánuði, en enginn hefur véfengt að efni til, sýna með óyggjandi hætti dæmi um tilvik þar sem dóm- arar við réttinn dæmdu vanhæfir í málum. Nú fær ný ríkisstjórn og þá eink- um nýr dómsmálaráðherra tækifæri til að sýna í verki að til standi að taka upp ný og heilbrigðari vinnu- brögð á vettvangi dómsýslunnar. Í stað leyndarhyggju og þagnar lið- inna ára verði tekin upp vinnubrögð sem einkennast af gagnsæi og rétt- læti þeim mönnum til handa sem þurfa að una ákvörðunum þeirra valdamiklu stofnana sem dómstól- arnir eru. Fyrsta verkið í þessu skyni ætti að vera að afla lagaheim- ildar til að láta rannsaka fjár- málaumsvif dómara við Hæstarétt á árunum fyrir hrun, einkum á vett- vangi hinna föllnu banka. Þessar upplýsingar virðist vera unnt að taka saman eins og gert var að því er snertir Glitni banka hf. og birt var í desember. Eðlilegt er að slík öflun upplýsinga eigi sér stað með lögmætum hætti og taki að minnsta kosti til allra bankanna sem störf- uðu hér fyrir hrunið og allra hæsta- réttardómara sem tekið hafa þátt í meðferð mála fyrir réttinum síðan þá. Þeir sem hér kunna að eiga hlut að máli eiga þess auðvitað ekki kost að afla þessara upplýsinga sjálfir. Þar þarf atbeina réttra yfirvalda í landinu og heimildir frá löggjaf- anum. Í sjónvarpsviðtali fyrir síð- ustu áramót (Þátturinn Víglínan í umsjón Heimis Más Péturssonar 10. des. á Stöð 2) kvað formaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er orð- inn forsætisráðherra, skýrt á um að menn með hagsmuni af þessu tagi, ættu tvímælalaust rétt á upplýs- ingum um hagsmunatengsl dómara aftur í tímann. Gagnsæi væri lykil- orðið. Þetta varðaði traust almenn- ings til dómstólanna. Enginn á að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem vanhæfur dómari hefur setið. Hugsanlegir hagsmunir dómara af leynd um fjármál sín eru smávægilegir í samanburði við hagsmuni þeirra manna sem átt hafa jafnvel lífshagsmuni sína undir ákvörðunum þessara sömu dómara. Þeir sem sækjast eftir embættum sem fara með völd til að ákveða rétt og órétt almennum borgurum til handa verða að sæta því að per- sónulegir leyndarhagsmunir þeirra um fjármál sín víki fyrir hags- munum þess fólks sem þarf að lifa við dómsákvarðanir þeirra. Ef nýjum stjórnarherrum tekst að hverfa frá baktjaldamakki og leyndarhyggju á vettvangi dóms- mála munu þeir stíga stórt skref í átt að endurreisn á trausti almenn- ings til þessara stofnana. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Nú fær ný ríkis- stjórn og þá einkum nýr dómsmálaráðherra tækifæri til að sýna í verki að til standi að taka upp ný og heil- brigðari vinnubrögð á vettvangi dómsýsl- unnar. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gagnsæi og réttlæti í stað leyndar og ranglætis Skilti fyrir ferðamenn Starfsmaður Reykjavíkurborgar ber með hamri og setur upp leiðbeiningarskilti fyrir ferðalanga á gangstétt við gatnamót Templarasunds og Kirkjustrætis í miðborginni. Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.