Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 28

Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Þegar égvar barnvitnaðifaðir minn í að grín- blaðið Spegillinn hefði hæðst að málsmekk sam- tímans með því að snúa tilsvörum úr fornritum upp á nútímamál: „Mik- ið djöfull er hlíðin smart, ég fer ekki rassgat,“ („Fögur er hlíðin … og mun eg … fara hvergi“) var haft eftir Hlíðarenda-Gunnari úr Njálu á hólmanum þar sem hann „sneri aftur“ í Gunnarshólma Jónasar (og börn skildu svo að Gunnar hefði setið öfugur á hestinum); og: „Ég var tíkarlegust við þann sem ég var skotnust í“ („Þeim var eg verst er eg unni mest“) varð svar Guðrúnar Ósvífursdóttir þegar Bolli sonur hennar í Laxdælu spyr „hverjum manni hefur þú mest unnt?“, þ. e. „hvaða dúdda hefur þú ver- ið skotnust í?“. Ég hef þessar skrítlur bara úr munnlegri geymd og lék forvitni á að finna sjálfan Spegilinn. En þá veitir timarit.is engin svör. Þar er þó grein eftir Árna frá Múla í Vísi 13. október 1941 þar sem hann hefur haft spurnir af því að „einn af víðlesnustu rithöfundum þjóðarinnar,“ þ. e. Halldór Kiljan, telji „nauð- synlegt, að ‘færa þetta til betra máls’“ – og á Árni við tilsvar Guðrúnar. Síðar í greininni spyr hann með þjósti hvort betra væri að láta Guðrúnu segja við son sinn: „Auðvitað þekkti eg marga agalega sæta stráka þegar eg var ung, en því miður var eg alltaf lang tíkarlegust við þann, sem mér þótti mest vænt um.“ Árna er mikið niðri fyrir og telur enga þörf á að hnika neinu í Lax- dælu, enda sé sá „Íslendingur, sem kominn er til vits og ára og ekki hef- ir fullt gagn af þessari frásögn […] ekki á vetur setjandi. Þýðing Hall- dórs Kiljans getur því ekki átt erindi nema til algerra glópa, manna, sem engu skiptir hvort læsir kallast, eða eru með öllu óstautandi. Það er óneitanlega frumlegt að fara að skrifa bækur handa slíkum lýð.“ Sá sem skrifaði svo um lesandi almenning á okkar dögum þætti að líkindum ekki á vetur setjandi. Í ljós kom að Árni var á algjörum villi- götum í því hvað fælist í væntanlegum fornsagnaútgáfum Halldórs – sem áttu bara að vera með nútímastafsetningu eins og nú er alsiða. Jón- as frá Hriflu brást þó við grein Árna og lét setja lög um að ríkið eitt hefði útgáfurétt á íslenskum ritum sem samin hefðu verið fyrir 1400, og að öllum sem yrði leyft að gefa út slík rit væri skylt að fylgja „sam- ræmdri stafsetningu fornri“. Sennilega hefur ekki verið hlegið meira að neinu málpólitísku útspili stjórnvalda en þessu, eins og Jón Karl Helgason rekur í Hetjunni og höfundinum 1998. Kristinn E. Andrésson skrifar í TMM 1943, vitnar í Árna Pálsson, Sigurð Nordal og Björn Guðfinnsson um að lögin séu „óviðurkvæmileg“ og „ekki rétt“, og segir að Árni frá Múla sjái nú eftir frumhlaupi sínu – en má búa við að Kristin minnti að Árni hefði látið Guðrúnu segja „…sem ég var skotnust í“. Hin vitlausa tilvitnun Krist- ins kemst síðan í munnlega geymd en um spaug Spegilsins finnst engin heimild nú. Úr sögumannsins munni Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Njála „Fögur er hlíðin“, sagði Gunnar og sneri aftur. Það var samtal í Washington D.C., eina dagstundfyrir tæpum 19 árum, sem varð til þess að égfór að kynna mér ævi þýzka tónskáldsins Ro-berts Schumanns og eiginkonu hans Clöru. Við, kona mín heitin og ég, sátum á tali við dr. Kay Red- field Jamison, prófessor við John Hopkins-háskóla, sem þremur árum áður hafði orðið heimsfræg, alla vega í heimi hinna geðsjúku og þeirra, sem láta sig þau mál varða, vegna bókar hennar An Unquiet Mind- A memoir of Moods and Madness, sem lýsir vegferð hennar sjálfr- ar um völundarhús geðhvarfasýki. Rétt er að taka fram að sú bók hefur komið út á íslenzku, hjá Máli og menn- ingu, í þýðingu mágkonu minnar, Guðrúnar Finnboga- dóttur, og nefnist Í róti hugans – Saga af æði og ör- væntingu. Á þessum samfundi okkar þriggja gaf dr. Jamison okkur bækur sínar en þeirra á meðal er bók, sem heitir Touched with fire, sem kalla mætti Snert með eldi á ís- lenzku og fjallar um tengsl geðsýki og snilligáfu. Þar er fjallað á athyglisverðan hátt um geðsýki Roberts Schu- manns, sem að lokum leiddi hann til dauða og birt línu- rit, sem sýnir tengslin á milli tón- verka hans og veikinda. Flest helztu tónverk hans urðu til í maníu, fæst í þunglyndi. Það er eitt af því sem ekki er hægt að skilja hvernig slík fegurð getur komið úr svo sjúkum huga. Að undanförnu hef ég hins vegar verið að lesa bók, sem upphaflega kom út 1985 en endurskoðuð útgáfa 2001, um ævi Clöru Schumann (þökk sé Sif Sigurðar- dóttur, eiginkonu Atla Heimis Sveinssonar, tónskálds), sem sýnir hvers konar kjarnakona var þar á ferð. Höfundur bókarinnar er bandarískur háskólakennari, Nancy B. Reich. Um hana sagði Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari í samtali við Bergþóru Jónsdóttur í Morgunblaðinu 18. marz 2006: „Hún var algjör ofurkona.“ Clara Wieck var undrabarn sem píanóleikari. Hún átti eftir að verða einn helzti píanóleikari í Evrópu frá því fyrir miðja 19. öld og til æviloka. Hún og Robert Schumann eignuðust 8 börn á 13 árum. Eitt þeirra dó í æsku. Það eitt að koma þeim barnahópi upp hefði verið nægt verkefni fyrir þessa konu, sem á sama tíma stóð frammi fyrir vaxandi geðsýki eiginmanns síns. En hún var líka fyrirvinna fjölskyldunnar og ferðaðist til helztu stórborga Evrópu og til Moskvu, hélt tónleika, kynnti tónsmíðar eiginmanns síns og stjórnaði uppeldi barna sinna með nákvæmri skipulagningu og bréfaskriftum úr öllum áttum á tónleikaferðum sínum. Að auki samdi Clara Wieck Schumann sínar eigin tónsmíðar, sem hafa augljóslega fallið í skuggann af verkum eiginmanns hennar, en hafa vakið vaxandi at- hygli síðustu áratugi. Og svo hélt hún utan um sam- skipti þeirra hjóna við snillinga þeirra tíma, Jóhannes Brahms (en samband hans og Clöru er sérmál) Chopin og Mendelssohn. Liszt þoldi hún misjafnlega og Wagner alls ekki. Það er svo mál út af fyrir sig að auk þessara miklu umsvifa var hún að takast á við veikindi eiginmanns síns á tímum, þegar engin geðlyf voru til og engin raflost hvað þá önnur úrræði nútímans. Um meðferð geðsjúkra í Evrópu á 19. öld má m.a. lesa í bók eftir Vilhjálm G. Skúlason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sem heitir Blanda og út kom á síðasta ári en þar segir m.a.: „Síðar voru geðsjúklingar oft lokaðir inni í fang- elsum … Það var ekki fyrr en á nítjándu öld, sem þessi ótrúlega staða breyttist, þegar hæli og seinna sjúkrahús urðu stöðugt algengari …“ Meðferð“ var aðallega bundin við aðferðir eins og heit böð, kaldar sturtur og annað, sem frekar minnir á refsingu en sjúkdómsmeð- ferð.“ Robert Schumann reyndi að fyrirfara sér í febrúar 1854 með því að kasta sér í Rín en var bjargað. Skömmu síðar óskaði hann eftir því sjálfur að verða lagður inn á geðveikrahæli, þar sem hann hefði ekki lengur stjórn á eigin huga. Tveimur og hálfu ári síðar svelti hann sig í hel 46 ára að aldri. En hver var þessi kona – Clara Schumann? Hún var móðir átta barna, missti eitt þeirra um árs- gamalt og annað varð geðveiki að bráð. Hún brauzt fram til að verða einn af helztu píanóleik- urum Evrópu á sinni tíð og það var barátta, sem hún háði í „karlaheimi“. Þar með varð hún eins konar „rauðsokka“ þeirra tíma. Auður Hafsteinsdóttir sagði í fyrrnefndu viðtali við Morgunblaðið: „Hún var í rauninni nútímakona“. Og hún gafst aldrei upp í baráttunni við geðveiki eiginmanns síns. Að lokum langar mig til að endurtaka hugmynd, sem sett var fram hér á þessum vettvangi hinn 29. nóvember 2009 í tilefni af því að þá var framundan 200 ára afmæli fæðingar Roberts Schumanns, hinn 8. júní árið 1810. Þar sagði: „Sinfóníuhljómsveit Íslands á heiður skilinn fyrir að minnast Schumanns og verka hans með þeim hætti, sem gert er. En hvernig væri að grasrótarsamtökin, sem starfa að málefnum þeirra, sem kljást við geðraskanir, þ.e. Geðhjálp, Geysir, Hlutverkasetur og Hugarafl og sjálfsagt fleiri, sameinist um að efna til tónleika 8. júní á næsta ári, þar sem Davidsbündlertänze verði fluttir? Einum þekktasta geðhvarfasjúklingi heims til heiðurs og þjáningasystkinum hans til uppörvunar.“ Til skýringar skal þess getið að dr. Jamison telur verk þetta endurspegla mótsagnir í skapgerð Schu- manns. En nú skal því bætt við að slíkir tónleikar verði fastur árlegur þáttur í starfi fyrrnefndra samtaka, þar sem verk þeirra beggja verða flutt, verk Clöru ekki síður en eiginmanns hennar. Ofurkona 19. aldar Hver var Clara Wieck Schumann? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Tyrkjaránið 1627 var einn söguleg-asti viðburður sautjándu aldar á Íslandi. En ræningjahóparnir, sem hjuggu hér strandhögg, voru tveir, voru frá ólíkum stöðum og komu á ólíkum tímum. Annar var undir for- ystu hollensks sjóræningja, sem hét Jan Janszoon van Harlem. Hann hafði tekið trú á íslam og hafði aðset- ur í Salè á strönd Marokkó (nálægt Rabat, núverandi höfuðborg). Hafði Janszoon, sem kallaði sig Murat Rei á serknesku, fengið danskan þræl, kunnugan á Íslandi, til að segja sér til. Janszoon kom til Grindavíkur 20. júní og tók fimmtán manns höndum, en danski kaupmaðurinn á staðnum og landar hans sluppu. Janszoon náði líka á sitt vald tveimur skipum og sigldi til Bessastaða og ætlaði að ræna þar. Þegar eitt skipanna strand- aði þar fyrir utan, hafðist Holgeir Rósinkrans hirðstjóri ekki að, á með- an ræningjarnir fluttu fólk og varning á milli til að létta skipið, uns það losn- aði, og hneykslaðist Jón Indíafari óspart á aðgerðaleysi hirðstjóra, en þeir Rósinkrans höfðu báðir verið í danska sjóhernum. Hinn ræningja- hópurinn er kunnari, en hann kom frá Algeirsborg og var síðar á ferð, á Austurlandi og í Vestmannaeyjum. Lið Janszoons sneri aftur heim til Salè og seldi hina herteknu Íslend- inga og Dani í ánauð. Í Salè var þá eins konar fríríki sjóræningja, og var Janszoon leiðtogi þess. Skömmu eftir ránið á Íslandi, undir lok ársins 1627, fluttist Janszoon til Alsírs og átti eftir að höggva strandhögg á Írlandi og víðar. Sonur hans, Anthony Janszoon van Salee, var ef til vill fyrsti múslim- inn til að setjast að í Vesturheimi. Margt hefur verið skrifað um Tyrkjaránið. Hinu hafa færri veitt eftirtekt, að í alkunnri skáldsögu Daníels Defoes deilir söguhetjan, Róbinson Krúsó, um skeið örlögum með Íslendingunum úr Grindavík. Hann er í sögunni hertekinn af sjó- ræningjum frá Salè röskum tuttugu árum eftir Tyrkjaránið og hírist þar í ánauð í tvö ár, en tekst þá að flýja. Hefði Krúsó verið sannsögulegur, þá hefði hann ef til vill hitt einhverja herleidda Íslendinga í Salè. Og í víð- ari skilningi deilir Róbinson Krúso hlutskipti með allri íslensku þjóðinni, sem býr á afskekktri eyju, langt frá öðrum löndum, og varð að setja það skilyrði fyrir undirgefni við Nor- egskonung 1262, að hann tryggði siglingu sex skipa til landsins árlega. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Róbinson Krúsó og Íslendingar www.gilbert.is VERÐ AÐEINS: 34.900,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.