Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Áþeim tveim sterku mótumsem þessa dagana farafram á höfuðborgarsvæð-inu, Skákþingi Reykjavík- ur og Nóa-Síríus mótinu, er komin upp sú staða að sami skákmaðurinn er efstur í báðum mótunum. Hinn 19 ára gamli Dagur Ragnarsson hefur teflt sex skákir í þessum mótum og unnið þær allar. Nóa-Síríus mótið er afar vel skip- að eins og áður hefur komið fram en það skekkir aðeins myndina að kepp- endur eiga tvisvar kost á hálfs vinn- ings hjásetu og nokkrir hafa enn ekki hafið keppni. Staða efstu manna: 1.-3. Dagur Ragnarsson, Guð- mundur Kjartansson og Daði Óm- arsson 2 vinningar. Tíu skákmenn eru með 1½ vinning þ. á m. stiga- hæsti keppandinn Jóhann Hjartar- son, sem gerði jafntefli við Örn Leó Jóhannsson í 2. umferð. Á Skákþingi Reykjavíkur hafa verið tefldar fjórar umferðir og þar er Dagur efstur ásamt Lenku Ptacnikova sem vann Guðmund Kjartansson nokkuð óvænt í 3. um- ferð. Þau eru með 4 vinninga en Björn Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason koma næstir með 3½ vinn- ing. Wesley So efstur í Wijk aan Zee Wesley So, sem er fæddur og upp- alinn á Filippseyjum en söðlaði um fyrir nokkru og tefldi fyrir Bandarík- in á síðasta Ólympíumóti, er í 4. sæti á janúarlista FIDE með 2.808 Elo- stig. Þar trónir á toppnum sem fyrr norski heimsmeistarinn Magnús Carlsen, sem teflir á sínu fyrsta móti með venjulegan umhugsunartíma eftir titilvörnina í New York á dög- unum. Fátt bendir til annars en að þessir tveir muni berjast um efsta sætið á A-flokki hinnar árlegu skákhátíðar í Wijk aan Zee í Hol- landi á næstu dögum. Úkraínumaðurinn Eljanov hóf mótið af miklum krafti en á fimmtu- dag tapaði hann fyrir Levon Aronjan og við það komst So einn í efsta sæt- ið. Staðan: 1. So 4 v. (af 5) 2.–3. Carlsen og Eljanov 3½ v. 4. Aronjan 3 v. 5.–10. Giri, Karjakin, Wojtaszek, Hari- krishna, Wei og Andreikin 2½ v. 11.– 12. Nepomniachtchi og Adhiban 2 v. 13. Rapport 1½ v. 14. van Wely ½ v. Hollendingar binda enn vonir við hinn unga Anish Giri en hinn heima- maðurinn, Loek van Wely, er heillum horfinn. Vandinn við Giri, sem Nigel Short kallaði túrbó-útgáfuna af Leko á Twitter um daginn, er sá að hann vill festast í jafnteflisgír og öllum skákum hans í Wijk hefur lokið með jafntefli. Þá hefur Karjakin heldur ekki náð sér á strik og í 5. umferð tapaði hann fyrir lítt þekktum Ind- verja sem vann B-flokkinn í fyrra: Sergei Karjakin – Baskaran Ad- hiban Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 a6 9. a3 O-O 10. dxc5 Rxc5 11. Df2 Rd7 12. Rd4 Rxd4 13. Bxd4 f6 14. exf6 Bxf6 15. Bxf6? Merkileg ónákvæmni. Það er eins og Karjakin hafi ekki viljað hrókera langt vegna 15. … e5 með hugmynd- inni 16. fxe5 Bg5+ og drottningin fellur. En hann getur leikið 16. Bc5 með ágætri stöðu. 15. … Dxf6 16. g3 g5 17. O-O-O gxf4 18. Kb1 f3 19. g4?! Betra var 19. Hd4 með hótuninni 20. Hf4. 19. … Re5 20. g5 Dg7 21. g6? Reynir að slá ryki í augu Indverj- ans. 21. … hxg6 22. Bd3 Bd7 23. Hdg1 Rxd3 24. cxd3 Hf5 25. Hg4 Haf8 26. Hhg1 Be8! „Franski biskupinn“ valdar g6- peðið kirfilega. Hvíta staðan er töp- uð. 27. Rd1 Hh5 28. h4 He5 29. Re3 Bb5 30. Hd4 Reynir að halda stöðunni saman en næsti leikur gerir út um taflið. 30. … He4! 31. Hxg6 Bxd3+ – og Karjakin gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Dagur í efsta sæti í tveim mótum Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.