Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Nýjasti Nóbelsverð- launahafinn í bók- menntum, Bob Dylan (1941-), hefur ort marga góða lagatexta í gegnum tíðina. Þar á meðal einn frá 1964, sem kom upp í huga mér við lestur nýlega. Hann byrjar nokkurn veginn; The times they are a-changin’… Ýmislegt breytist þeg- ar tíminn líður, og framþróun fræða á sumum sviðum á sér stað. Svo sem við rannsóknir á margra alda gömlum handritum. Það varð mér ljóst þegar ég las í öndvegisriti sem ég fékk í jólagjöf nýlega. Ritið heit- ir Heiður og huggun; erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld, eftir Þórunni Sigurðardóttur. Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum gaf ritið út 2015. Í ritinu má finna fjölda frumortra ljóða og kvæða frá 17. öld, sem líta nú dagsins ljós, eftir langa varð- veislu í handritum. Áður en ég las þau hélt ég að eini merkilegi kveð- skapurinn frá þessum tíma væri Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar. Lítið verður fjallað um ritið hér annað en kveðskapinn í því, en þess má geta að verkið var til um- fjöllunar í þessu blaði nú í haust. Verkið er að stofni til dokt- orsritgerð með tilheyrandi rann- sóknarvinnu og fjölþættri umfjöllun um flokkun kveðskapar, svo eitt- hvað sé nefnt. Verkið er mjög vand- að. Vel á annan tug 17. aldar ljóða og kvæða er birt þar bæði með gömlum rithætti og svo endurrituð á góðri nútímaíslensku. Mörg þeirra eru löng. Rétt flokkun þeirra skiptir máli og Þórunn útfærir hana þannig á einum stað:„ Í erfiljóðum er hinn látni í brennidepli, í harm- ljóðum talar einn ákveðinn syrgj- andi, en huggunarkvæði beina sjón- um sínum að ástvinum hins látna“ (HogH bls. 340). Flokkun þessa kveðskapar ákvarðar þá útgangspunkta sem notaðir eru við lestur, þegar lesandi setur sig í spor höfundar. Fólkið sem yrkir verður þá oft í huga les- anda að tilfinningaríkum mann- eskjum, sem tjá sig í ljóðum. Sorg- arferlið var svipað á árnýöld (Þórunn nefnir tímabilið svo) og á 21. öld. Á 17. öld voru engir sjúkra- húsprestar eða sálfræðingar til að styrkja fólk sem var í sorg. Stuðn- ingsaðilar voru þá aðrir ástvinir og sveitungar. Þá var hefð fyrir kveð- skap í harmi og huggun. Í harm- ljóðum var almættið ávarpað eða sá sem verið var að syrgja, eins og þegar Hallgrímur Pétursson orti til Steinunnar dóttur sinnar: „ Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér. Eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér“. (HogH bls. 93-7) Hugljúf hugleiðing, en þá út í aðra sálma, því nú ætla ég að kynna kjarna míns máls hér. Við lestur þessara gömlu ljóða opinberast ekki bara hugarfar til látins fólks, heldur einnig ýmsar hugmyndir höfunda um lífið og til- veruna. Almennt endurspegla birt ljóð/kvæði umhyggju og virðingu gagnvart látnu samferðarfólki og trúnaðartraust gagnvart Guði. Yrkjendur eru vel heima í Biblíunni, enda margar klerkar í þeim hópi. Að syrgja frá sín- um sjónarhóli vitnaði um gott sjálfstraust, sem kom sér vel á erf- iðum tímum. Einnig gefa kvæðin til kynna félagslega velferð þessa fólks og sam- ábyrgð í harmi og huggun. En hvernig háttaði þá til hérlendis og hvernig var á búa á Íslandi á 17. öld? Það var erfitt, segir sagan. Tíðarfarið var yfirleitt slæmt. Frosthörkur og hafís um land allt. Mörg eldgos, nokkur stór bæði í Heklu og Kötlu með tilheyr- andi búsifjum. Fjölmörg íslensk skip farast. Hvernig dafnaði mann- lífið á meðan? Hungurdauði varð hlutskipti margra. Baskavígin voru framin. Tyrkjaránið. Mannlíf ald- arinnar virðist hafa kristallast í mörgum glæpum og galdrabrenn- um. Hins vegar í Heiðri og huggun má finna langan lista kvæða til við- bótar þeim sem birt eru í heild. Greinargóðar upplýsingar eru um hvert og eitt í kvæðalistanum. Ætla má að sá kveðskapur hafi þá kosti sem hér hafa verið kynntir. Sem sagt; fjöldi slíkra kvæða er fyr- irliggjandi.Orðum það svo: Fjöl- margar frumheimildir frá 17. öld gefa til kynna jákvæðar hugmyndir efnishöfunda um lífið og tilveruna. Má þar nefna náungakærleik og gott sjálfstraust. Finna má í þessari staðreynd mótsögn við öll þau nei- kvæðu tíðindi sem einkenna öldina. Það er nánast hægt að fullyrða að kveðskapurinn í Heiðri og huggun sé jákvæðasta prentaða efnið frá 17. öld síðan Passíusálmar Hall- gríms komu út á Hólum 1666! Þeir sálmar sem og kvæðin eiga það sameiginlegt að orsök þeirra var þjáning og harmur, en afleiðingin skilaði sér í huglægri velferð fólks. Nóg um það. En var siðvit og fé- lagsleg samstaða fjölda fólks á sorgartímum það sterk að þessi kveðskapur blómstraði í erfiðu ár- ferði? Alla vega er eru þessi ljóð/ kvæði uppbyggileg viðbót við sögu 17. aldar. Kannski er kominn tími til að fólk með þekkingu úr öðrum fræðigreinum en bókmenntafræði kanni nánar menningu þessarar aldar, og endurskrifi að einhverju leyti sögu hennar varðandi fólkið í landinu (forfeður okkar). Horn- steininn að slíku verki má finna í hinu frábæra riti: Heiður og hugg- un. Forn gæðakvæði fundin og birt Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson » Í bókinni Heiður og huggun (2015) má finna fjölda ljóða og kvæða frá 17. öld. Þau hafa varðveist í handritum á söfnum og í þeim má finna nýtt sjónarhorn í sögu aldarinnar. Ævar Halldór Kolbeinsson Höfundur hefur lokið háskólanámi hérlendis og erlendis. Þjónusta við fólk með fötlun var lengi hans starfs- vettvangur. AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Lokað vegna sameiginlegrar guðsþjónustu í Keflavík, AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðs- vallagötu 14, Gamli Lundur Í dag, laugardag: Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta (alþjóðleg bænavika) kl. 12. Ræðumaður: Gavin Anthony. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Sameiginleg máltíð eftir samkomu. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi |Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður er Stefán Rafn Stefánsson. Biblíu- fræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Um- ræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheim- ilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn org- anistans og kórstjórans Krisztine Kalló Szklen- ár. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safn- aðarheimili kirkjunnar. Léttar veitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast sam- verustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kamm- erkór Áskirkju syngur. Organist er Magnús Ragn- arsson. Kaffisopi í Ási eftir messu. Passíusálm- arnir eru lesnir í Áskirkju á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10 árdegis fram í dymbilviku, einn sálmur í senn. Öllum er velkomið að taka þátt í þeim samverustundum. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur er sr. Kjartan Jóns- son. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Sigrún Ósk og Jón Örn hafa umsjón með stundinni. Síðdegismessa í Bessastaðakirkju kl. 17. Sr. Hans Guðberg þjónar og Karen Ösp Friðriksdóttir flytur hugleið- ingu. Hljómsveitin Lærisveinar hans leikur undir sönginn ásamt Bjarti Loga organista. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Guðs- þjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Þórhallur Heimisson. Organisti er Örn Magn- ússon. Kór Breiðholtskirkju syngur. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messuna. Sunnudagaskóli kl. 11. Sunnudags- kólinn byrjar í kirkjunni en heldur svo áfram í safnaðarheimilinu. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11 Messa kl. 14. Kór ásamt Antoniu Hevesi, sr. Pálmi Matthíasson þjónar. Kaffi e. messu. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Prestur erMagnús Björn Björnsson. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kór Kammerkórs Digraneskirkju syngur. Einsöngv- arar: Marteinn Snævarr Sigurðsson, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Ásdís Arnalds og Una Dóra Þorbjörnsdóttir. Súpa í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Sveinn Val- geirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnu- dagaskólinn á kirkjuloftinu, Dómkórinn og org- anisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin gegnt Þórshamri. EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Eyrarbakkakirkju. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björnsson. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Kór og hljómsveit kirkj- unnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjart- arson og bassaleikari er Guðmundur Pálsson. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Barn verður borið til skírnar. Sönghópurinn við Tjörn- ina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjöl- skyldur fermingarbarna til að mæta og vera með börnum sínum í guðsþjónustunni. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Messa kl. 14. Barnaefni og nýjar myndir. Kór Gaulverjabæj- arkirkju. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björnsson. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr og sr. Sigurður Grétar þjóna. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifs- son. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg, undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Sel- messa kl. 13. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnu- dagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Bjarki Geirdal Guðfinnsson og undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Ástu Lóu, Silvíu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhóp- ur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðarsal Grundar. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn, umsjónarmenn Sigurður og Andrea Ösp. Hvetj- um fermingarbörn og foreldra þeirra að koma í messu. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Jón Helgi Þór- arinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Sunnudagskól- inn hefst í kirkjunni en síðan sjá Erla Björg og Hjördís Rós um samveru í safnaðarheimilinu. Kaffisopi og djús eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Kór Harvard-háskóla syngur í messunni. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í Al- þjóðlegri samkirkjulegri bænaviku fyrir einingu kristninnar. Magnús Gunnarsson, for- stöðumaður Betaníu, prédikar. Fulltrúar krist- inna trúfélaga lesa lestra. Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdótt- ur ásamt Kór Ísaksskóla undir stjórn Ásu Val- gerðar Sigurðardóttur. Kári Allansson organisti annast undirleik. Prestur er dr. María Ágústs- dóttir, formaður Samstarfsnefndar kristinna trú- félaga á Íslandi. Um barnastarfi sjá Jóhanna og Kristján. Súpa á eftir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar og prédikar. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða sálmasöng og messusvör. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í salnum niðri í umsjón Markúsar og Heiðbjartar. hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma í Mjódd Álfabakka 12 kl. 20. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg: Guðsþjónusta sun. 22. janúar kl. 14 í V- Frölundakirkju. Íslenski kórinn í Gautaborg syng- ur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Altarisganga, barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi. Prestur er Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja og al- menn samkoma kl. 13. Vitnisburðastund og eft- ir hana kaffi og samfélag. KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur organista. Meðhjálpari er Símon Rafnsson. Prestur er Kjartan Jónsson. Kirkju- kaffi á eftir messu. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Rótarý- og Faxafélagar fjölmenna. Súpa og brauð lagt á borð af fermingarfor- eldrum og súpuþjónum. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Miðvikudagur 25. jan- úar kl. 12. Kyrrðarstund í kapellu vonarinar í um- sjón presta og organista. Gæðakonur matreiða súpu og brauð. Fimmtudagur 26. janúar kl. 16. Fermingarfræðsla. Organisti leiðir söng. Prestar annast fræðslu. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Kærleikssmiðja sunnudagskólans verður kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum undir stjórn Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Braga Árnasonar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jó- hanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Rósu Jó- hannesdóttur. Messuþjónar aðstoða við helgi- haldið. Kaffihlaðborð í safnaðarheimili eftir messu til styrktar kórnum. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma undir stjórn Söru Grímsdóttur og Snævars J. Andrej- essonar. Börn á öllum aldri velkomin. Langholtskirkja minnir á starf eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12-15.30. LÁGAFELLSKIRKJA | Taize kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Meðhjálpari er Hildur Backman. www.lagafells- kirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón: sr. Guðni Már og sunnudaga- skólakennararnir. Guðsþjónusta kl. 20, Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri og mat- vælafræðingur, flytur hugvekju. Hljómsveitin Sálmari leiðir tónlistina og sr. Guðni Már Harð- arson þjónar fyrir altari. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn hefst í messunni kl. 11. Nebbi, Rebbi og Vaka koma í heimsókn. Umsjón Guðrún Þorgrímsdóttir, Katrín H. Ágústsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag á kirkjutorgi eftir messu og sunnu- dagaskóli. neskirkja.is ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tregatrúartónlist- armessa kl. 14. Blússveit Þollýjar sér um tón- listina. Barnastarfið er á sínum stað. Ræðu- maður er Aðalsteinn Þorsteinsson. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti er Petra Jónsdóttir. Maul eftir messuna. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. Túlk- að á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa sun. kl. 11. Org- anisti er Edit A. Molnár, kirkjukórinn syngur, prestur er Guðbjörg Arnardóttir. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu eftir messu. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Biblíusaga, bænir, söngur og gleði. Ávaxtastund í lokin. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og Þorgils Hlynur Þor- bergsson guðfræðingur prédikar. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggerts- sonar. Kaffi að messu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Þátttakendur á námskeiði með Paul Phoenix syngja. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Ax- el Á Njarðvík, héraðsprestur, þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason. SÓLHEIMAKIRKJA | Messa með altarisgöngu kl. 14. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Ritningarlestra lesa starfsmenn Sólheima. Meðhjálpari: Valdís Ólöf Jónsdóttir. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti er Jó- hann Baldvinsson. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan með leiðtogum sínum í sunnudaga- skólann. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kaffi og djús að messu lokinni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðiðstaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur er Hulda Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskólinn kl. 11. Umsjón: María og Bryndís. Hressing í safn- aðarsalnum eftir guðsþjónustu. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Skemmtilegar fígúrur og fræðandi efni, vinsælir söngvar. Hafdís stjórnar. Orð dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8) Morgunblaðið/Sigurður Ægisso Illugastaðakirkja í Fnjóskadal ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.