Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 ✝ Jón Á. Hjart-arson fæddist 20. janúar 1928 á Bakka í Ölfusi. Hann lést á Sól- völlum, Eyrar- bakka, 15. janúar 2017. Foreldrar hans voru Hjörtur Sigurðsson og Jó- hanna Ásta Hann- esdóttir, bændur að Auðsholtshjáleigu Ölfusi. Eftirlifandi systur Jóns eru: Ástríður, f. 1932, og Jónína, f. 1942. Látin eru Hannes, f. 1919, Guðmundur, f. 1925, Sigurður, f. 1926, Rósanna, f. 1930, og Steindór, f. 1936. Árið 1954 kvæntist Jón eig- inkonu sinni, Guðríði Magn- úsdóttur (Dúu) frá Flögu. For- eldrar hennar voru Magnús Árnason og Vigdís Stefánsdóttir bændur í Flögu. Guðríður lést árið 2014. fyrstu árin. 16 ára gamall hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá KÁ á Selfossi og útskrifaðist sem sveinn fjórum árum síðar. Starfaði hann þar um hríð en upp úr 1950 keypti hann sinn fyrsta vörubíl og 1954 gekk hann til liðs við Vörubílstjóra- félagið Mjölni og varð vörubíla- akstur hans ævistarf. Á veturna þegar minna var að gera í akstri stundaði hann sjómennsku frá Þorlákshöfn og smíðaði vörubílspalla fyrir sjálfan sig og aðra, gerði við bíla sína, fyrst á Eyravegi 16 og síðar meir í bíl- skúrnum á Rauðholtinu. Á Selfossi kynntist hann Dúu eiginkonu sinni. Fyrstu árin bjuggu þau í Flögu, en 1954 fluttu þau í nýtt hús að Eyra- vegi 16, Selfossi, sem þau höfðu byggt með Siggu systur Dúu og Gísla. 1965 flutti fjölskyldan í nýtt hús að Rauðholti 13, sem Dúa og Jón byggðu sér og bjó hann þar allt þar til síðustu tvö árin að hann var búsettur á Sól- völlum á Eyrarbakka. Jón verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 21. janúar 2017, og hefst athöfnin kl. 14. Börn þeirra eru 1) Vigdís, f. 1951, d. 2011. Sambýlis- maður hennar Geir- finnur Sigurgeirs- son er látinn. Sonur Vigdísar er Guðjón Þórisson. Sambýlis- kona hans er Hanna Rut Sam- úelsdóttir. Börn þeirra eru Jón Smári, Jóhann Már og Vigdís Katla. 2) Jóhanna, f. 1954. Maki Stein Åge Lysgård. Börn þeira eru Jón Wilhelm, sonur hans er Stein Grímur. Kristín, maki Sveinung Lillerud og eru dætur þeirra Marie og Ingrid. 3) Grímur, f. 1963. Maki Stef- anía Geirsdóttir. Börn þeirra eru Steinunn Dúa og dóttir hennar Sóley Ósk Sigþórsdóttir. Geir Evert. Sambýliskona hans er Heiða Björg Jónasdóttir og dóttir þeirra Thelma Líf. Jón gekk í hin ýmsu bústörf Elsku Jón. Þegar ég kynntist þér fór strax mjög vel á með okkur, við vorum með svipaðan húmor og þú varst hægur og þægilegur. Ég man t.d. þegar ég kom í fjölskylduna að ég gat ekki heyrt hvort það var Jón eða Grímur að tala svo lík fannst mér röddin og ekki lagaðist það þegar Geir Evert fór að full- orðnast, þá talaði hann auðvitað nákvæmlega eins og þeir tveir. En þegar við Grímur vorum rétt að byrja saman voruð þið að laga bifreið inni í bílskúr, ég hringdi og hélt auðvitað að ég væri að tala við Grím svo ég byrjaði bara strax að tala við hann: liggur þú enn undir þess- ari druslu? og mér var svarað um hæl: já, og spurði svo hvort ekki væri gaman hjá honum, jú jú, þetta var allt í lagi. Svo var símtalið lengra og spurningarnar orðnar svolítið persónulegri eins og hvort við ættum ekki að hittast um kvöldið, en hann sagðist bara ekkert vita það sem mér kom á óvart. Þá loksins spurði ég hvort þetta væri ekki Grímur, en þá kom svarið: nei, þetta er Jón. Hann var nefnilega mjög stríðinn en ekki með nein læti og þrjóskur gat hann líka verið. Annað dæmi um stríðnina í Jóni og hvað hann var fljótur að hugsa, við vorum í erfi- drykkju og Grímur og Dúa fengu sér fyrst að borða, en við Jón sátum við borðið á meðan til að missa það ekki. Þá kemur maður til okkar og spyr svo Jón hver ég sé, ég svaraði strax án þess að hugsa að ég væri nýja konan hans Jóns (skamm- aðist mín strax þegar ég var búin að segja þetta). En hann var fljótur að taka undir þetta með mér og endurtók þetta svo líka að ég væri nýja konan hans, hann hefði yngt upp um nokkur ár og svaraði hann öll- um spurningum hvaðan ég væri og fleira og fleira, alveg skæl- brosandi á meðan. Jón hafði það gaman af þessu að hann hætti ekki fyrr en Dúa kom til okkar við borðið og þá hló hann mikið. Eins man ég eftir því þegar við fórum öll á þorrablót í Vill- ingaholtshreppi, eða Jón, Dúa, Grímur og ég. Hann keyrði allt- af eins og hann væri á vörubíl þannig að keyrslan var ekkert hröð en alltaf jöfn, svo var bíll fyrir aftan okkur sem var að reyna að komast fram úr, Grímur kallaði til hans að það væri einn að reyna að komast fram úr en Jón svaraði að ef hann væri að flýta sér hefði hann átt að leggja fyrr að stað og hleypti honum auðvitað ekk- ert fram úr sér. En eftir að börnin mín fædd- ust var farið með afa Jóni í vörubílnum upp í sveit og fleira og fleira. Þær voru ófáar ferð- irnar í Ingólfsfjall á vörubílnum eða í sveitina með nesti og var verið þar allan daginn. Eftir að Sóley Ósk kom í heiminn var hann ennþá meiri barnakall en við okkar börn, þá virtist hann hafa svo óhemjugaman af þessu og naut þess virkilega vel þeg- ar hún var í pössun hjá þeim. Með þessum orðum kveð ég þig í bili. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Guð geymi þig. Stefanía Geirsdóttir. Elsku afi Jón. Takk fyrir allt, afi, þú varst mín fyrirmynd. Þú hafðir góða nærveru og varst umhyggju- samur. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er hvað þú varst duglegur að taka mig með í vörubílinn, þegar ég var lítill strákur, og sat ég þar með þér heilu dagana. Einnig varst þú alltaf að, ef þú varst ekki með verkefni í sumarbústaðnum þá varstu að dytta að og gera við hina ýmsu hluti í bílskúrnum. Ég var nú ekki gamall þegar þú kenndir mér að nota verkfærin í skúrnum, ég hef verið svona níu ára þegar ég lærði að raf- sjóða hjá þér. Ég var alla daga að leika mér í skúrnum og aldr- ei sagðir þú neitt, þó að allt væri í drasli eftir mig og vini mína. Síðustu tvö árin dvaldirðu á elliheimilinu á Eyrarbakka, þar leið þér vel og var gott að koma og heimsækja þig og spjalla um daginn og veginn. Fannst þér gaman og brostir þú mikið þeg- ar Vigdís, litla stelpan mín, dansaði eða söng fyrir þig en hún kom oft með mér í heim- sókn til þín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Nú ertu kominn til ömmu Dúu og veit ég að hún hefur tekið á móti þér með opinn faðm. Þinn, Guðjón Þórisson. Jón Á. Hjartarson HINSTA KVEÐJA Með þessum línum kveð ég þig kæri og bróðir og mágur, Jón Hjartarson. Við erum þakklát fyrir stundirnar sem við höfum átt saman. Við vitum að vel verður tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Guð blessi þig. Jóna og Gísli. Hún Gígja systir er látin, systirin sem var límið í stórum systkina- hópi sem fæddist og ólst upp á Geirseyri við Patreksfjörð. Gígja var að verða níu ára göm- ul er undirritaður bættist í fjöl- skylduna og að hennar sögn kom hún mikið við sögu við að passa þennan litla bróður sinn og síðar að aðstoða mömmu við Guðríður Soffía Sigurðardóttir ✝ GuðríðurSoffía Sigurð- ardóttir fæddist 23. febrúar 1928. Hún lést 7. janúar 2017. Guðríður Soffía var jarðsungin 18. janúar 2017. að kenna honum skrift, reikning og önnur lífsfræði sem nauðsynleg eru fyrir komandi fullorðinsár. Að mestu var þetta í sátt og samlyndi þó að stundum þyrfti systir mín að lesa yfir litla bróð- ur ef hann var ekki nógu duglegur við námið eða var búinn að óhreinka nýju fínu fötin. Tals- verður búrekstur var rekinn á Geirseyri bæði fé og kýr. Hon- um fylgdi mikið starf sem lenti í vaxandi mæli á Gígju eftir því sem eldri systkini fluttu að heiman eða fóru í önnur störf, m.a. var mjólk seld til fjölda heimila í lausasölu sem var mikil vinna. Er ég var farinn að hafa hvolpavit um 1940 var staðan sú að Árni elsti bróðir okkar var heima en var vél- smiður í mikilli og fullri vinnu, Sigurður var einnig heima en í vegavinnu öll sumur, þá var Rögnvaldur líka heima og hafa þau Gígja sagt mér að þunginn af búrekstrinum hafi hvílt á þeim tveimur í nokkuð mörg ár. Lengst af þessum tíma vann Gígja fullan vinnudag utan heimilis, svo langur hefur vinnudagurinn verið. Þrátt fyrir miklar annir var Gígja mikil félagsmálamann- eskja, hún stundaði íþróttir með Ungmennafélaginu Herði, var í Skátafélaginu Samherjum frá upphafi og tók þátt í leik- starfsemi auk þess að syngja í kirkjukórnum. Árið 1955 var Gígja búin að finna sér lífs- förunautinn í Jónasi Ásmunds- syni frá Bíldudal og fluttist á hans heimaslóðir. Næstu ára- tugina bjuggum við Gígja hvort í sínum hvorum landsfjórð- ungnum sem varð til að öll samskipti urðu í lágmark þrátt fyrir örfáar heimsóknir í báðar áttir. Það breyttist eftir flutn- ing beggja á höfuðborgarsvæð- ið. Þau Gígja og Jónas voru höfðingjar heim að sækja þó að ekki sé meira sagt. Ég minnist fjölda heimboða á meðan allur systkinahópurinn var ennþá þessa heims, svo ekki sé talað um öll heimboðin vegna afmæla eða annarra tilefna innan fjöl- skyldunnar. Fljótlega eftir flutninginn suður keyptu þau hjónin Regnhlífabúðina á Laugavegi sem Gígja rak með miklum dugnaði á meðan heils- an leyfði. Nánast beint á móti á Laugaveginum rak Lillý systir okkar verslunina Nálina, það var því stutt að fara í kaffisopa og spjall á meðan ég vann í fjölmörg ár við Laugaveginn. Mér hefur fundist Laugaveg- urinn vera hálftómur eftir að þær systur hættu verslunar- rekstri. Rögnvaldur bróðir okkar lést 15. desember síðastliðinn og má því segja að stutt sé stórra högga á milli og fámennt orðið í fyrrverandi stórum systkina- hópi. Hjartans þakkir, kæra systir, fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert á lífsleiðinni. Hugurinn er hjá þér, kæri mágur, á þessum erfiðu tímum. Ásgeir Hjálmar Sigurðsson (Hjalli). Við munum eftir Pétri frá ung- lingsárum sem gáskafullum ung- lingi í vinnu hjá Amerískum verk- tökum en þar hóf hann vinnu við jarðvegsrannsóknir sem urðu síð- an að hans ævistarfi. Pétur átti sér draum um að komast til Ameríku sem varð að veruleika 1958. En svo skildi leiðir okkar þegar fjöl- skylda okkar flutti til Ameríku 1951. En 1987 kynntist hann og kvæntist æsku vinkonu og ferm- ingarsystur okkar Ernu Sigur- bergsdóttir og hófst þá nýr þáttur í lífi í samskiptum við þau hjón sem voru okkur mjög kær. Á stríðsárunum kynntist Pétur enskum hermönnum og af þeim lærði hann ensku. Eins og að framan greinir hófst ævistarf Pétur Þórðarson ✝ Pétur Þórðarsonfæddist 29. maí 1932. Hann lést 23. nóvember 2016. Foreldrar Péturs, sem bæði eru látin, voru Inga Kristjáns- dóttir og Þórður Pét- ursson og átti Pétur þrjú systkin sem lifa bróður sinn. Eftirlif- andi eiginkona hans er Erna Sigurbergs- dóttir. Þau bjuggu lengst af í Bandaríkjunum, eða frá árinu 1987-2011. Útför Péturs var gerð í kyrr- þey frá Keflavíkurkirkju 8. des- ember 2016. hans á Keflavíkur- flugvelli sem hann þróaði mjög vel. Pétur var glöggur maður og fann fljótt þörf fyrir nýjungar í tækjum fyrir jarð- vegsrannsóknir og byrjaði að hanna slíkan búnað og framleiða sem varð hans ævistarf. Pétur var sannur uppfinn- ingamaður og átti átta einkleyfi á uppfinningum sínum. Eftir giftingu sína fluttist Erna búferlum til Ameríku þar sem hún og Pétur hófu búskap sinn og kynntumst við þá Pétri en vin- skapur okkar Ernu rofnaði aldrei þrátt fyrir erlenda búsetu okkar. Árið 2011 ákváðu Erna og Pét- ur að flytjast aftur til Íslands og eyða efri árum sínum hér meðal ættingja og vina. Þegar að heim- flutningurinn var ákveðinn var samþykkt að við Erlingur færum vestur til San Diego og keyrðum saman til austurstrandarinnar og áttum góðar samveru stundir. Pétur greindist með alzheimer- sjúkdóm og dvaldi á Hlévangi tvö síðustu æviár sín og lést þar. Eru starfsmönnum þar færðar alúðar þakkir fyrir frábæra umönnun. Pétur var þríkvæntur og átti börnin Ingu Rut, Þórð og Peter sem öll lifa föður sinn. Við vottum Ernu og öðrum ást- vinum okkar dýpstu samúð. Þórhildur og Júlíus (Bússi). Ástkær móðir okkar, amma og langamma, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Holtsgötu 13, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. janúar klukkan 13. . Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Arndal, Kristinn H. Gunnarsson, Sigrún G. Ragnarsdóttir, Björn V. Gunnarsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Sigurður V. Jónsson, Helga Gunnarsdóttir, Jón Júlíusson, Gunnar J. Gunnarsson, Ágústa Halldórsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Ísak J. Matthíasson, Unnur B. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Sandlæk, Gnúpverjahreppi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 13. janúar. Útförin fer fram frá Skálholts- kirkju laugardaginn 28. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Stóra-Núpskirkju (minningarsjóð), kt. 630269-7179, banki 0152-15-370330. . Erlingur Loftsson, Elín Erlingsdóttir, Bjarni Jón Matthíasson, Valgerður Erlingsdóttir, Brian R. Haroldsson, Loftur Erlingsson, Helga Kolbeinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLSSON byggingameistari, áður til heimilis að Árskógum 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. janúar á hjúkrunarheimilinu Sólteigi, Hrafnistu Reykjavík. Útför hans fer fram frá Áskirkju mánudaginn 30. janúar klukkan 15. . Heimir Sigurðsson, Sigríður Hjaltadóttir, Kristrún Sigurðardóttir, Símon Ólafsson, Viðar Sigurðsson, Kristrún Lilja Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.