Morgunblaðið - 21.01.2017, Page 38

Morgunblaðið - 21.01.2017, Page 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Fyrrverandislökkvistjóri,rekstrarstjóri og deildarstjóri á Kefla- víkurflugvelli, Har- aldur Stefánsson, á átt- ræðisafmæli á morgun, 22. janúar. Hann er fæddur í Vesturbæ Reykjavíkur en ólst upp í Austurbænum í stríð- inu. Foreldrar Har- aldar voru Þuríður Stefánsdóttir og Stefán Jónsson, sundmaður og ólympíukeppandi á árinu 1936. Systkini Haraldar eru fjögur. Uppeldisfaðir Haraldar var Sigurður Sveinsson, höfundur appelsínsins frá Ölgerðinni. Haraldur starfaði í fimmtíu ár samfleytt hjá Varnarliðinu og 49 og hálft ár í slökkviliðinu. Haraldur lauk skólagöngu 1954, hóf flugnám en hætti því og hóf störf hjá Varnarliðinu sem sjúkraflutningamaður og hóf síðan slökkvistörf. Á ferlinum sótti hann fjölmörg námskeið og nam við University of Maryland og Oklahoma State University. Haraldur var sæmdur mörgum heiðri svo sem sæti í frægðarhöll sjóhersins bandaríska. US Navy Hall of Fame. Einnig var hann sæmd- ur sæti í Hall of Legends and Leaders bandaríska ríkisins. Haraldur hlaut orður fyrir sín störf svo sem Meritorious Award og Superious Civilian Service Award tvisvar sem er mjög óvenjulegt. Haraldur var sæmdur fálkaorðunni árið 2003 fyrir störf sín við bruna- og varnar- mál. „Starfsferill minn var ákaflega farsæll og skiptir þar mestu hversu starfsmenn mínir voru frábærir og húsbændur tilbúnir að gera okkur lausan tauminn við frumkvöðlastarfsemi og í tækja- búnaði.“ Haraldur giftist árið 1957 Erlu Ingimarsdóttur sem er fædd og upp- alin í Laugarási við Múlaveg í Laugardal í Reykjavík, þau eignuðust fjögur börn og eiga nú níu barnabörn og eitt barnabarn. Aðaláhugamál Haraldar er stangveiði og skotveiði og er hann þekktur fyrir hönnun laxveiðiflugunnar Blacksheep. Erla og Haraldur eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli 6. apríl næst- komandi. „Við kynntumst í Gaggó Aust og það má geta nærri hversu stórkostlegur félagi Erla hefur verið mér.“ Þau hjónin ætla að eyða afmælisdegi Haraldar með sínum nánustu. Á Bessastöðum Haraldur og Erla við afhendingu fálkaorðunnar. Átti farsælan feril hjá Varnarliðinu Haraldur Stefánsson áttræður H alldór Jónatansson fæddist í Reykjavík 21.1. 1932 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951, lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1956 og MA-prófi frá Fletcher School of Law and Diplo- macy í Bandaríkjunum 1957. Snemma á uppvaxtarárum sín- um gafst Halldóri tækifæri til að kynnast störfum til sveita og sjáv- ar, m.a. sem kaupamaður hjá Gunnari Guðbjartssyni að Hjarð- arfelli á Snæfellsnesi og sem há- seti á varðskipinu Ægi undir stjórn Eiríks Kristóferssonar skipherra. Á námsárum sínum í lögfræð- inni stundaði Halldór nám í ensku í London árið 1953, á sama tíma Halldór Jónatansson, fyrrv. forstjóri Landsvirkjunar – 85 ára Stórfjölskylda Halldór og Guðrún heima í stofu með börnum sínum, tengdabörnunum og barnabörnunum. Segir að Grímsnesið gefi Flórída ekkert eftir Ármannsfellið fagurblátt Halldór og Guðrún í sumarblíðu á Þingvöllum. Vinkonurnar Helga Dís Snæbjörnsdóttir og Arna Lísbet Ásgeirsdóttir gengu í hús í hverfinu sínu, Giljahverfi, á Akureyri og söfnuðu dóti á tombólu sem þær héldu síðan við verslun Samkaupa við Borgarbraut. Stúlkurnar söfnuðu alls 3.386 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is STARFSMANNAFATNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is 85 ÁRA Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.