Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Fjöldi fólks sem hefur tekið upp vegan-mataræði hefur margfald- ast. Veitingastöðum sem bjóða upp á vegan-rétti á matseðli hefur fjölgað mikið. Víkverji nánast missti andlitið þegar fréttist af því að höfuðvígi kjöt- ætanna á borð við Aktu taktu og Pít- una væru komin með vegan-rétti á matseðilinn. Víkverji hefur nefnilega ekki borðað kjöt í meira en tvo ára- tugi og hingað til hafa flestir veitinga- staðir ekki verið með mikla áherslu á grænmetisrétti þó að þeim hafi fjölg- að í takt við ferðamannafjöldann. x x x Víkverji er með kenningu um það afhverju skyndibitastaðir bregðast við veganismanum en ekki þrýstingi frá grænmetisætum. Það eru nefni- lega til svo margar vegan-matvörur núna sem gera út á það að líkja eftir kjötvörum. Þetta er nokkuð sem kjöt- æturnar skilja, að vesalings fólkið sem borði ekki kjöt þrái að borða eitt- hvað sem líkist kjöti. Þá þarf heldur ekki að breyta matseðlinum mikið. Þess má þó geta að margir staðir sýna metnað á þessu sviði, eins og Bryggjan brugghús sem býður upp á vegan-þorraplatta sem inniheldur m.a. tvíreykta rauðbeðu með pek- anhnetum, kapers og piparrót og grafna gulrót á rúgbrauði. Ekkert gervikjöt þar. x x x Nýbúið er að opna vegan-kjúk-lingastaðí London þar sem boðið er upp á djúpsteikt seitan í stað kjúk- lings. Eigandi staðarins sagði við Mashable að hún væri að endurskapa uppáhalds réttina sína frá því að áður en hann gerðist vegan. Rebecca McGuinness sagði að það væri al- gengur misskilningur að vegan-fólk hataði bragðið af kjötvörum heldur væri það vegan af siðrænum og um- hverfisástæðum. x x x Víkverji minnist heimsóknar á jóla-hlaðborð í Skrúð á Hótel Sögu fyrir um fimmtán árum. Þar var fátt um fína drætti fyrir grænmetisætur en Víkverja var boðið upp á salat með torkennilegum bitum. Aðspurður svaraði þjónninn: Nei, þetta er ekki kjöt, þetta er bara pulsa! vikverji@mbl.is VíkverjiStjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það sem maður getur ekki gert með líkamlegu afli, getur maður látið gerast með því að beina hugsunum sínum. Breyttu til. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að hafa stjórn á sjálfum þér á öllum sviðum, sérstaklega skaltu gæta hófs í mat og drykk. Líttu á atburði dagsins sem vísbendingu um það sem koma skal. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér kann að finnast þú eiga fullt í fangi með að halda í við aðra en í reynd stendur þú þig ágætlega. Snúðu þér að öðru. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú stendur frammi fyrir svo mörgum möguleikum að það er úr vöndu að ráða. Vog- in er til í að tala um hluti núna sem hún að jafnaði vill alls ekki ræða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú elskar að hegða þér eins og sá sem allt veit, stórlax og eðaltöffari. Svaraðu bréf- um og skilaboðum strax. Gefðu fólkinu í kringum þig það svigrúm sem það þarf. Þannig færð þú líka þitt svigrúm. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það væri rangt af þér að svara ekki beiðni gamals vinar um aðstoð. Endurskoð- aðu það sem þú hefur verið að gera og íhug- aðu hvort það hafi skilað tilætluðum árangri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki alltaf rétta ráðið að grípa inn í líf annarra þótt aðstæður séu til þess. Kvik- mynd eða bók gæti verið leiðin til að losa um hana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt alltaf segja sannleikann og því er alltaf allt á hreinu í þínum sam- böndum. Nýttu þér það í persónulegum sam- skiptum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að sýna börnum þol- inmæði og sveigjanleika í dag. Láttu falda föt- in þín og stoppa í götin, hreinsa þau og pressa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Veltu því fyrir þér hvernig hægt er að bæta vinnuaðstöðu þína. Sumar létt- vægar, en hvað með það? Mestu skiptir að á þig er hlustað. Gerðu hlutina bara á þeim hraða sem þér hentar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum leysir það vandamálið að spyrja „hvað ef?“, en stundum skapar það vandamál. Sýndu þeim fram á að þau muni uppskera eins og þau sái. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þið búið yfir miklum fróðleik sem þið getið miðlað til annarra ef þið eruð tilbúin til að gefa af sjálfum ykkur. Lærðu þær aðferðir sem gagnast vel án of mikilla átaka. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Nú er stefnan vestur á við. Víst á báðum eruð þið. Kona þessi eign þín er. Ætt til forna merkir hér. Hér er lausn Helga R. Ein- arssonar: Á báðum áttum er ég og á því frekar bágt. Í brestina svo ber ég þá birtist loksins „átt“. Harpa á Hjarðarfelli leysir gát- una þannig: Lausn á gátu laugardags líta má hér brátt. Mér finnst vera meining brags margra kosta átt. Helgi Seljan svarar: Í vesturátt halda nú víkingar enn en vísast á báðum áttum líka. Og eiginkonu sem eign töldu menn og ættinni margir af stolti flíka. Árni Blöndal á þessa lausn: Áttin blæs úr einni hlið. Eru á báðum áttum þið. Eiginkonu áttu þér. Ætt er fyrirboði hér. Guðmundur skýrir gátuna þann- ig: Í vesturátt við ætlum nú. Á áttum báðum hann og þú. Þú átt konu þá að frú. Þekkt til forna áttin sú. Þá er limra: „Nú fína drætti er fátt um,“ kvað Fúsi, sem náði háttum, Veru hjá á Vesturá en var þó á báðum áttum. Og síðan kemur Guðmundur með laugardagsgátuna: Kliður vex um borg og bý, burtu hverfa næturský, starf að hefja hæfir því, hérna kemur gáta ný: Partur er af ævi manns. Ill er vist í návist hans. Stýrt með henni stundum var. Stórfljót belja hér og þar. Sigurður Pétursson orti þegar taka átti af honum annan fótinn: Þó að ég fótinn missi minn mín ei rénar kæti hoppað get ég í himininn inn haltur á öðrum fæti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margur snýst á áttinni Í klípu ÞETTA HJÁLPAR EKKI ÁFALLASTREITURÖSKUNINNI MINNI. MÉR VAR HRINT NIÐUR STIGA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER KOMINN MEÐ RÖNTGEN-MYNDIRNAR ÞÍNAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hlið inn í annan heim. VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! ÞÚ ÆTTIR BARA AÐ GELTA AF GÓÐRI ÁSTÆÐU TELST „TIL GAMANS“ GÓÐ ÁSTÆÐA? MAMMA, STORMURINN HRÆÐIR MIG! ER PLÁSS FYRIR MIG TIL AÐ SOFA HÉR? ÞAÐ ER NÓG PLÁSS… FAÐIR ÞINN ER UNDIR RÚMINU!BUMM! Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. (Jóh. 6:37) mbl.is alltaf - allstaðar Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Á UNGA FÓLKIÐ Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Afgreiðum samdægurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.