Morgunblaðið - 21.01.2017, Page 45

Morgunblaðið - 21.01.2017, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Það væri að æra óstöðugan að telja upp öll þau verkefni sem Þorkell og Pan hafa komið að en við skulum segja að báðir hafa verið giska virkir í íslenskri neðanjarðartónlist undan- farna áratugi. Pan hefur t.a.m. verið með augu og eyru á jaðarkenndu hipp-hoppi og reis Ambátt upp við dogg er Þor- kell lagði einu slíku, Beatmak- in Troopa, lið árið 2012 (stutt- skífan If You Fall You Fly). Pan og Þorkell hafa þá líka starfað saman í Stereo Hypnosis ásamt Óskari Thorarensen þannig að hæg voru sköpunarlegu heimatökin. Hvað þetta verkefni varðar sá Þor- kell um bassa, gítar, hljómborð og ýmis áhrifshljóð en Pan tefldi fram áhrifs- og umhverfishljóðum ýmiss konar. Benjamín Bent Árnason lék svo á trommur, Sebastian Stud- nitzky spilar á trompet og Katrína Mogensen (Mammút) leggur til rödd. Flugufen er ómþýður staður. Þeir félagar hafa á stundum reynt með- vitað á þanþol hlustenda með því að keyra fram að hengiflugi hins mögu- lega í tónlist en Flugufenið er ekki vettvangur fyrir slíkt. Lagt er upp með stemningu, alltumlykjandi, og platan rennur af hægð og með ör- yggi. Kannski er það vegna lagatitl- anna („Svefney“, „Augnlækur“, „Undirtún“) en manni líður eins og maður sé á svifi yfir einhverja ókennilega náttúru á meðan hlýtt er. Titillagið kallar fram evrópska sveimdjassstemningu, Jon Hassell kemur í hugann, ábyggilega vegna trompetleiks Studnitzky, og Þorkell styður smekklega við með gítarleik. „Kóðá“ lykkjast um döbblendur og þegar komið er að fjórða lagi, „Augnlækur“ dettur maður niður í notalega, „tsjillaða“ stemningu (munum að Pan er einn af skipu- leggjendum hinar dásamlegu hátíð- ar Extreme Chill Festival). Katrína leiðir lagið „Brenningur“ með sinni seiðandi röddu og aftur kemur Stud- nitzky inn í „Undirtún“. Plötunni er svo lokað með „Lognheimar“, sem er dramatískasta lagið hér mætti segja, verkinu lokað með stæl. Platan er fáanleg á vínyl en einnig er hægt að nálgast hana rafrænt. Í samtali við Morgunblaðið á dög- unum fóru þeir félagar mikinn hvað kosti vínylformsins varðar, sér- staklega þá hvernig hægt er að skipta plötum niður á ólíkar hliðar, vinnuaðferð sem þeir sögðust sakna og sú nálgun/aðferð er eðlilega yngri kynslóðum í raun hulin og á líkast til eftir að hverfa algerlega þegar fram í sækir. Fyrir mann sem er alin upp við svarta hringinn ljúfa toppar fátt það að heyra lágt snarkið er nálinni er smellt á vínylinn. Og að standa upp eftir ljúft niðurlag Augnlæksins, snúa plötunni og bíða eftir himn- eskri söngrödd Katrínu sem opnar seinni hliðina verður eitthvað svo eðlilegt. Í vínyl er vinningur falinn! Morgunblaðið/Golli Félagar Pan Thorarensen og Þorkell Atlason eru léttir þrátt fyrir allan stafaruglinginn! Fljótandi að fögrum ósi » Þeir félagar hafa ástundum reynt með- vitað á þanþol hlustenda með því að keyra fram að hengiflugi hins mögulega í tónlist en Flugufenið er ekki vett- vangur fyrir slíkt. Flugufen er plata eftir dúettinn Ambátt, en hann skipa þeir Pan Thorarensen og Þorkell Atlason. Þeir kappar hafa komið víða við í alls kyns verkefnum en hugmyndin að Ambátt fæddist fyrir röskum fimm árum. Bítillinn Paul McCartney reynir nú að ná aftur útgáfuréttinum að tón- list Bítlanna og hefur því höfðað mál gegn Sony-fyrirtækinu sem á réttinn. McCartney höfðar málið fyrir bandarískum dómstól og fer fram á að fá aftur útgáfuréttinn að 267 lögum Bítlanna, og þar með sínum hlut í lögunum sem þeir John Lennon sömdu saman en Yoko Ono seldi Sony hlut Lennons árið 2009. McCartney reyndi fyrst að kaupa útgáfuréttinn aftur á áttunda ára- tugnum en kollegi hans Michael Jackson bauð þá betur. Skuldum hlaðið dánarbú Jackson seldi Sony síðan réttinn að Bítlalögunum 2014. Samkvæmt fréttavef BBC gerir McCartney nú tilraun til að fá út- gáfuréttinn og byggir á ákvæði í bandarísku höfundaréttarlöggjöf- inni sem gerir ráð fyrir því að höf- undar og erfingjar þeirra geti eign- ast rétt á eigin hugverkum eftir ákveðinn tíma. Hafa listamenn á borð við Prince, Billy Joel og Blon- die nýtt ákvæðið á undanförnum árum til að öðlast aftur útgáfurétt að eigin verkum. Breska hljómsveitin Duran Dur- an tapaði hins vegar á dögunum fyrir breskum dómstóli sambæri- legu máli, þegar hæstiréttur Bret- lands úrskurðaði að samningar sem voru undirritaðir í Bretlandi hefðu forgang á rétt þeirra í Bandaríkj- unum. Talið er að úrskurðurinn geti haft fordæmisgildi fyrir mál annarra breskra listamanna. Samkvæmt breskum lögum geta útgáfufyrirtæki átt útgáfurétt að tónlist í allt að 70 ár eftir lát lista- manns en í Bandaríkjunum er hægt að segja upp útgáfusamningum um lög 56 árum eftir að þau voru sam- in. Samkvæmt því gæti McCartney, ef honum tekst að ógilda samninga Sony, eignast réttinn að elstu lög- unum, eins og „Love Me Do“, á næsta ári en lög eins og „Come To- gether“ og „Get Back“ árið 2025, 56 árum eftir útgáfu þeirra. AFP Stórstjarnan Paul McCartney vill eiga réttinn að eigin lagasmíðum. McCartney fer í hart um útgáfuréttinn mbl.is alltaf - allstaðar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 SÝND KL. 5, 8 SÝND KL. 8, 10.40 SÝND KL. 10.40 SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 2 - ísl tal SÝND KL. 2, 4.30 - ísl tal SÝND KL. 6.50, 10 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. febrúar Fjallað verður um vor tískuna 2017 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 13. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.