Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  27. tölublað  105. árgangur  FLEIRI OG STÆRRI JÓGASTÖÐVAR JARÐAR- FÖR TIL- FINNINGA MILDAR ÍMYND SÍNA OG STEFNU TIL AÐ AUKA FYLGI HEIÐRÍKUR Á HEYÐUM 30 MARINE LE PEN 17TÓMAS Í YOGA SHALA 12 N1 kortið færir þér bæði afslátt og punkta  Eigið fé vog- unarsjóðsins Burlington Loan Management, sem í liðinni viku var metinn hæfur til að eiga fjármálafyrir- tækið Lýsingu að fullu, er aðeins 2.624 Bandaríkja- dalir, um 300 þús- und krónur. Eignir og skuldir sjóðs- ins nema hins vegar um 8 millj- örðum dala. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2015 sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í ársreikningnum er félagið skil- greint sem góðgerðarfélag. »16 Eigandi Lýsingar er góðgerðarfélag Lýsing Í eigu írsks skúffufélags.  Íslensku varðskipin hafa farið níu ferðir til Færeyja á undanförnum þremur árum til að kaupa olíu. Landhelgisgæslan hefur greitt jafnvirði 246.898.659 íslenskra króna fyrir olíu í Færeyjum á ár- unum 2014-2016. Þetta kemur fram í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Úthaldsdögum íslensku varðskip- anna hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Árið 2006 voru þeir yfir 600 en nú eru þeir helmingi færri. Í fyrra voru þeir 303. Sam- kvæmt þessu var ekkert varðskip að gæta landhelginnar í samtals um tvo mánuði í fyrra. Stefnir í sama ástand á þessu ári ef mið er tekið af þeim fjármunum sem ætlaðir eru til reksturs Gæslunnar á fjárlögum ársins 2017. Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða þremur varðskipum en aðeins tvö eru í notkun til skiptis, Þór og Týr. Ægir liggur í Sundahöfn, ónot- aður. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar hafa helstu vinaþjóðir Íslendinga við Norður- Atlantshaf yfir að ráða mun stærri flota. sisi@mbl.is »14 Keyptu olíu á varð- skipin fyrir 247 milljónir í Færeyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskip Úthaldsdögum hefur fækkað. Löggæslumaður með áratuga- reynslu og þekkingu á innflutningi fíkniefna segir að lítið eftirlit sé með fíkniefnainnflutningi um hafnir á Ís- landi. Löggæslumaðurinn getur starfs síns vegna ekki látið nafns síns getið. Segir hann þá sem eru í framlínu fíkniefnavarna hafa vitn- eskju um að mest af þeim fíkniefnum sem flutt eru til landsins komi með gámum á vöruflutningaskipum í Sundahöfn og Holtagarða. Toll- gæslan hefur þó lítið sem ekkert fundið af fíkniefnum við leit í gám- um. Snorri Olsen tollstjóri segir að leitað sé í um 1% gáma sem til lands- ins koma og þeir gámar sem leitað er í séu valdir af greiningardeild. „Landið er tiltölulega opið og það er að hluta til meðvituð ákvörðun. Menn vilja tiltölulega mikið frelsi í inn- og útflutningi. Menn vilja að þetta kerfi sé einfalt og taki ekki langan tíma. Það sem hangir á spít- unni er að okkar hlutverk er að greina þennan straum af vöru og far- þegum og greina á milli heiðarlegs fólks og þess hóps sem er líklegur til að fremja afbrot. Það gefur augaleið að ef við ætluðum að skoða alla gáma, þá yrði vöruskortur í land- inu,“ segir Snorri. vidar@mbl.is »18 Fíkniefni sögð í gámunum Morgunblaðið/Ómar Gámar Gríðarlegur fjöldi gáma kemur hingað til lands ár hvert.  Vísvituð ákvörðun að hafa landið tiltölulega opið  Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir dap- urlegt að Alþingi ætli eingöngu að mæta gagnrýni á úrskurð kjara- ráðs með því að taka á kostn- aðargreiðslum einum saman. Launahækkun þingmanna verði engu að síður 28-35%. Segir Gylfi launabreytingarnar ekki vera í samræmi við launaþróun. »10 Gagnrýnir breytingar forsætisnefndar Óttarr Proppé og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, skoða nýjan bíl samtak- anna en bíllinn mun sinna heilbrigðisaðstoð á götum höfuðborgarsvæðisins. Líkt og sá gamli ber hann nafnið frú Ragnheiður en er nokkru stærri og því verður auðveldara fyrir alla að at- hafna sig. Í nýja bílnum munu þrír sérhæfðir sjálfboðaliðar sinna nálaskipta- og hjúkr- unarþjónustu sex daga vikunnar. Rauði krossinn skiptir út gömlum bíl fyrir nýjan Morgunblaðið/Eggert Ný frú Ragnheiður keyrir um götur Reykjavíkur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Það er nánast orðið troðið, eigum næst lausa helgi í október. Þetta er í raun ótrúleg staða í febrúar,“ segir Gunnar Már Árnason, bókunarstjóri Fosshótela, um bókanir á gistingu á komandi mánuðum. Sum hótel hér á landi eru þegar fullbókuð næsta sumar og mikil aukn- ing hefur orðið á bókunum yfir vetr- artímann. „Í janúar í fyrra var um 35% bókun hjá okkur en nú erum við að klára mánuðinn í ár með 80% bók- un,“ segir hann. Fosshótel eru meðal þeirra sem hafa fundið fyrir aukningu að vetri til. Bókanir í nýliðnum janúar voru um 45% fleiri en árið áður. Meiri í ár en í fyrra Farþegaspá Isavia reiknar með því að fleiri ferðamenn verði hér á landi í vetur en yfir hásumarið. Áætlað er að um 35% erlendra ferðamanna muni koma yfir vetrarmánuðina en 33% yf- ir hásumarið. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs CenterHotels, fagnar því að hótelstarfsemi sé orðin heils- ársstarfsemi, en janúar og febrúar hafa verið dauðir mánuðir hingað til. „Ég myndi segja að eftirspurnin væri töluvert meiri í ár en í fyrra.“ Reiknað er með að um 8,7 milljónir farþega fari í gegnum Leifsstöð á þessu ári. „Ótrúleg staða í febrúar“  Mikil aukning í hótelbókunum milli ára yfir vetrartímann  Í farþegaspá Isavia er áætlað að töluvert fleiri ferðamenn verði hér í vetur en yfir hásumarið Veturinn heillar ferðamenn » 80% bókun í janúar hjá Fosshótelum en var 35% í fyrra. » Áætlað að 35% erlendra ferðamanna komi um vetur en einungis 33% um hásumar. MHótel fullbókuð »6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.